Vörn nauðsynleg.

Eitthvert mesta áreitið sem nútímamaðurinn verður fyrir og er margfalt meira en nokkru sinni fyrr, er það flóð auglýsinga sem á okkur dynur frá morgni til kvölds.

Nóg er af því þótt ekki bætist við ísmeygileg ósvifni margra auglýsenda, sem neytandinn á oft erfitt með að varast.

Einn stórmarkaðurinn auglýsti "xxx, alltaf ódýrari" nógu lengi til þess að maður losnar ekki við minninguna, þótt maður vildi.

Á þeim markaði virðist svona aðferðum oftast vera beitt og því er það nauðsynlegt og þarft að halda í hemilinn á þeirri, að því er virðist, óstöðvandi tilhneigingu til að halda þessu áfram, hvernig sem tautar og raular.  

Enginn endir virðist vera á því að auglýsa "ekki missa af" þessu og hinu, en með þeirri síbylju er ekki verið að auka ánægju fólks heldur vekja óánægju með það að vera sífellt "að missa af" öllum mögulegum og ómögulegum hlutum.


mbl.is Bauhaus bannað að birta fullyrðingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband