31.12.2012 | 00:45
Eru í mótsögn við sjálfa sig heima og heiman.
Þeir Bandaríkjamenn sem halda því fram að eina ráðið við morðöldunni í landinu sé að fjölga byssum þannig að þær verði alls staðar og á endanum allir vopnaðir stangast á við þá skoðun, sem haldið er fram varðandi kjarnorkuvopnaeign þjóða.
Þar halda Kanarnir sem og flestar þjóðir því fram að því fleiri, sem eigi slík vopn, því meiri hætta sé á að þeim verði beitt.
Engin furða er þótt samtök skotvopnaeigenda og vopnaframleiðendur ráði ferðinni vestra því að það eru gríðarlegir hagsmunir þessara aðila að vopnavæða þjóðfélagið upp í topp.
Hugmyndin um að allir séu vopnaðir til þess að verjast öllum er ekki ósvipuð þeirri röksemd fyrir því að allir eigi að eiga sem stærsta bíla, að litlir bílar séu ekki eins öruggir, af því að þeir fari illa út úr árekstrum við stóru drekana.
Tvennt er við það að athuga að sem flestir, helst allir, eigi að aka um á sem stærstum bílum, en það er að sjálfsögðu mikið hagsmunamál fyrir bílaframleiðendur og olíufélög.
Í fyrsta lagi koma flestir af minnstu bílunum jafnvel betur út í öryggisprófunum en stærri bílarnir og hafa margir stóru bílanna komið herfilega út úr þeim.
Í öðru lagi er orsakasambandinu snúið við þegar sagt er að litlir bílar drepi ökumenn sína með því að fara illa út úr árekstrum við stóra bíla.
Þetta er öfugt: Stóru bílarnir fara illa með litlu bílana og drepa ökumenn þeirra ef rétt er að svo sé, sem er raunar hæpin einföldun.
Þegar skoðaðar eru tvær leiðir til að jafna þennan mismun, sem er þó miklu minni en af er látið, sést að mun skynsamlegra er að losna eins og hægt er við stóru, dýru bílana svo að bílaflotinn verði samsettur af eins jafn stórum bilum og unnt er.
Það er mun skárra að stefna að þessu en að útrýma litlu bílunum svo að bílaflotinn verði eins stór, dýr og eyðslufrekur og hægt er.
Síðan má bæta því við að gerðar hafa verið árekstraprófanir þar sem stórir bílar eru látnir lenda í árekstri við litla bíla og hefur komið í ljós að stærðin skiptir ekki öllu höfuðmáli.
Þannig setti tímaritið Auto, motor und sport, Smart, minnsti bíllinn á markaðnum, í árekstur á móti stærstu gerð af Benz S og kom sá litli ótrúlega vel út úr þeim árekstri.
Prófað hefur verið að aka Smart á 160 kílómetra hraða á steinvegg og hann kom heill út úr því og er ekki vitað um neinn annan bíl sem geti leikið þetta eftir.
Og áreksturspróf á milli nýlegs Chevrolet Malibu og miklu stærri bíls, nánast bíldreka af gerðinni Chevrolet Bel Air 1959 var athyglisverður.
Sá litli hreinlega slátraði drekanum og steindrap ökumann hans og sýnd hve langt menn eru komnir í því að auka öryggi bíla.
Í Toyota IQ, sem er næstum helmingi styttri en lengsta Toyotan, eru 9 líknarbelgir og bíllinn með 5 stjörnur í árekstraprófi NCAP.
Efast um gagn vopnaðra varða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Bilar eru oftast öruggari þvi stærri sem þeir eru ( ekki alveg alltaf þó)
Sigurður Andrés Jónsson, 31.12.2012 kl. 03:34
Ökumaður Chevrolet Bel Airsins var vonandi sjálfboðaliði í þessari tilraun.
Sæmundur G. Halldórsson , 31.12.2012 kl. 10:19
Þú ættir bara að sjá hvernig sumir amerísku pallbílarnir hafa farið út úr árekstraprófum, Siguður Andrés.
Ómar Ragnarsson, 31.12.2012 kl. 13:58
Mér finnst þó hugmynd NRA betri heldur en margar aðrar, í ljósi þess hve mikið af skotvopnum er í BNA. Ástæðan fyrir því að þessir menn ráðast á skóla og hve margir farast, er einmitt af því að enginn er vopnaður í skólunum.
Það dytti t.d. fáum í hug að reyna að skjóta alla á samkomum ungra republikana eða fundum NRA.
Ólögleg vopn þýðir lítið, glæpamenn sem vilja verða sér úti um ólögleg vopn geta gert það.
En Obama er auðvitað talsmaður ríkisins, og ríkið er ekkert á móti vopnum, ríkið vill bara geta sagt þeim sem hafa vopn hverja á að skjóta.
Arngrímur stefánsson (IP-tala skráð) 31.12.2012 kl. 14:57
Afhverju þarf að skjóta einhvern Arngrímur?! Afhverju ætti ríkið að segja einhverjum að skjóta einhvern?
Þetta er fáránlegt!
Í ljósi þess að ég hafi farið til Bandaríkjanna, þá vill ég nú bara meina að fólk verði bara smá saman geðveikt af því að anda að sér loftinu þarna vestra. Þetta raka og þétta og mengaða loft getur ekki verið hollt fyrir mann.
Sigurður Heiðar Elíasson, 31.12.2012 kl. 16:32
Það þarf ekki að skjóta einhvern. Ég benti á að sama hve hörð skotvopnalög eru, þá er ríkið alltaf með einkarétt á ofbeldi og notkun vopna. Það er ekki hlutur sem mér finnst jákvæður. Ríkið segir hermönnum hverja má skjóta, flugmönnum hverja má sprengja og dómsvaldið hverja má hengja.
Ég fylgi nú bara þeim gildum að ríkisstjórnir, sem ekki er hægt að treysta fyrir því að framleiða banana er kanski ekki besti aðillinn til að gefa einkaleyfi á vopn og verjur. Lýðræði er ekki sjálfgefinn hlutur, sem Bandaríkjamenn vita nokkuð vel. Að vísu má deila um það að stjórnarskrá Bandaríkjanna nái yfir sjálfvirk skotvopn, en þá má líka benda á að framhlaðningar voru líka flottustu vopn breska hersins á tíma sjálfstæðisyfirlýsingarnar.
Arngrímur Stefánsson (IP-tala skráð) 31.12.2012 kl. 18:48
Sæll Ómar og gledilegt ár. Já þetta með pallbilana sko, hef auðvitað séð fullt af svona árekstrar prófunum á netinu og rétt er það að ekki virðast þeir alltaf koma glæsilega út úr þvi. Oftast koma þeir verst út úr ákeyrslu við steinvegginn góða (eða vonda) Það er að seiga þegar billinn er látinn renna á áhveðnum hraða á steinvegg eða stólpa. Ég ek um á Ford pallbil og hef gert núna i nokkur ár (bý i bandarikjunum) og hef lent i einu tjóni á honum. Var stopp á rauðu ljósi búinn að vera stopp i nokkrar secundur og ég lit i baksýnis spegilinn og sé hvar litill fólksbill kemur æðandi ad mér, bilstjórinn kona, er að tala i simann og er ekki með hugann við aksturinn. Rétt áður en hún skellur á mér lyfti ég fætinum af bremsunni (ósjálfráð viðbrógð, finnst að hoggið verdi ekki eins mikið sko ef hjólin eru ekki læst) Nú hún kastaði minum pallbil svona um einn metra áfram, eyðilagði sinn bill sá ekki á minum (við fyrstu sýn). Þegar að logreglan er búin að taka skýrslu og kranabill er komin til að fjarlæga hennar bil seigir einn logreglumannanna við mig að það var heppilegt að þetta væri ekki á hinn veginn, það er að seiga að hún hafi verið stopp við umferðarljósin og ég komið og ekið aftaná hana. Ég tók þvi þannig að hann væri að seiga að ég hefði farið mun verr út úr þessu en hún gerði ef ég hefði ekið á hana. ÞÁ útskýrði hann fyrir mér einfald dæmi (sagðist oft hafa séð þannig) Hún á þetta léttum bil haggaði mér varla, en ef ég hefði lent á henni á sama hraða hefði ég að miklum likum kastað hennar bil fyrir aðra bila umferð sem hofdu grænt ljós á þessum stað. Afsakaðu stafsetninguna hjá mér, er að reyna mitt besta hér án islends lykkla borðs. Kveðja frá Virginia.
Sigurður Andrés Jónsson, 31.12.2012 kl. 23:02
Afsakið rétt er auðvitað að taka fram að ekki urðu alvarleg meiðsli á fólki sem betur fer. Það er auðvitað númer eitt.
Sigurður Andrés Jónsson, 31.12.2012 kl. 23:15
Sæll Ómar minn og gleðilegt ár.
Mér datt nú bara í hug við lestur þessa blogg þíns að nú væri hann Ómar byrjaður að smakka það.
Þegar ég svo áttaði mig á að það gæti nú ekki verið þá var rökrétt að álykta að við værum bara ekki á sömu skoðun. Svei mér ef ég held að það sé einmitt raunin í nokkrum tilfellum.
Mörgu er ég sammála þér en að flokka bíla með tilliti til útrýmingar er stórhættulegt tal og gæti gefið ákveðnum ráðherra tækifæri til að banna eða skattleggja umfram skynsemi eins og nú virðist tískan.
Gleðilegt ár.
Gummi (IP-tala skráð) 1.1.2013 kl. 01:00
Já Arngrímur! Akkúrat!
Sérðu ekki hvað þetta er fáránlegt?
Sigurður Heiðar Elíasson, 1.1.2013 kl. 01:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.