Athyglisverð lýsing í bók Svavars.

Lýsingin eða greiningin á fundi ríkisráðs í ævisögu Svavars Gestssonar á fundi ríkisráðs og eðli hans er næsta sláandi.

Fundinum er lýst sem algerlega þýðingarlausum fundi þar sem ekkert markvert gerist í raun og engin mikilsverð mál til umfjöllunar.

Fundurinn virðist einkum miðast við það að hægt sé að taka mynd af forsetanum og ríkisstjórnni líkt og líkast til hefur verið ætlunin með fundum hins valdalausa danska kóngs.

Þess má geta að í frumvarpi að nýrri stjórnarskrá er ríkisráð ekki lengur nefnt né heldur Landsdómur.


mbl.is Hefðbundinn fundur ríkisráðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Svona svipað og þegar íslenskir stjórnmálamenn sækja fundi hjá ESB. Myndatökur og kampavín.

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.12.2012 kl. 17:36

2 identicon

Er þetta ekki meira og minna allt eitt leikrit? Stjórnsýslan sér um reksturinn á þjóðarbúinu, þingmenn lesa skýrslur og lesa í hvað þeir eiga að gera (meirihluti / minnihluti), hlýða sínum foringjum. Ráðherrar og þeirra útvalda lið reynir síðan að halda sér í toppformi til að þola átökin við að koma málum í gegn og rífast í pöblik. Heiðarleg umræða er ekki tii staðar, bara átök, óheiðarleiki og baktjaldamakk. Það er ekki skrýtið að stjórnmálamenn verða oft mjög veikir líkamlega. Þetta er svo óhollt líf að þurfa að leika allan tímann og mega ekki vera þau sjálf.

Það versta er að eftir höfðinu dansa limirnir og íslenska þjóðin er illa farin af skuldasöfnun og mikilli vinnu til víðarbótar við þennan óheiðarleika sem er svo mannskemmandi.

Skaupið var gott.

Rósa Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 1.1.2013 kl. 10:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband