10.1.2013 | 19:22
Þarf hugarfarsbreytingu.
Svipað á við um fíkniefndavandann og fíknina í orkubruðl hvað það snertir, að höfuðatriði er að vinna að umbótum á réttum enda viðfangsefnisins, ef svo má segja, þ. e. eftirspurninni frekar en framboðinu.
Ef hægt er að minnka eftirspurn eftir fíkniefnum er auðveldara að takast á við framleiðslu og dreifingu.
Miðað við stærð og framleiðslukostnað er Chevrolet Volt vafalaust seldur á lágu verði.
Verðið er hins vegar það hátt að sjálfkrafa fellur út meirihluti bílakaupenda, þeir sem hafa ekki efni á að fjárfesta í svona bíl.
Þeir, sem meiri tekjur hafa, eru hins vegar oft í þeirri stöðu að þeim er skítsama um það hvort bíllinn er umhverfismildur eða ekki.
Ég hef undanfarin ár verið oft á ferðinni austur fyrir fjall og á sama tíma sem maður er að læðast upp Kambana með lágmarks eyðslu á minnsta bíl landsins bruna nánast í hverri ferð fram hjá manni stórir 2-3ja tonna drekar með vélar allt að 350 hestafla vélum, sem spyrnt er upp brekkuna á yfir 100 kílómetra hraða og meira en 30 lítra eyðslu á hundraðið.
Þessi fjölmenni markhópur er augljóslega bæði það vel stæður án snefils af umhverfisvitund að það er erfitt að sjá hvort bílar eins og Volt höfða til þeirra.
Getum sagt bless við bensínið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það kom ekki fram í fréttinni hvað bíllinn eyðir af bensíni við að hlaða geymana, veistu það Ómar? Það er væntanlega talsvert minna en sambærilegur bensínbíll eyðir við að nýta bensínið beint til þess að knýja bílinn áfram.
50-60 kílómetra drægni er of lítið til að það freisti annarra nema hörðustu umhverfissinnanna, væri annað mál ef rafbílarnir kæmust 150 km. á hleðslunni.
Theódór Norðkvist, 10.1.2013 kl. 20:51
Meðalakstur einkabíla í Reykjavík er um 11 þúsund kílómetrar á ári, eða 30 kílómetrar á dag.
Iðnaðarráðuneytið 2008 - Innlend orka í stað innflutts eldsneytis
Þorsteinn Briem, 10.1.2013 kl. 22:07
Að meðaltali ekur bíleigandi á Íslandi 90% af akstri sínum innan þéttbýlisins og þar njóta nýjustu "plug-in" bílarnir sín því að yfir nóttina eða á meðan eigandinn er á vinnustað, er hægt að endurhlaða rafhlöðurnar.
Þeir nýjustu komast yfir 100 kílómetra á hleðslunni og síðan er hægt að halda áfram á bensínvélinni í allt að 500 kílómetra, rétt eins og verið sé að aka venjulegum bensínbíl.
Ómar Ragnarsson, 11.1.2013 kl. 01:27
Flestir keyra stutta spotta, - þar er straumurinn nægur og hitt sem back-up. Passar vel í venjulega snattið. Nú og ef svo fer að langt er farið, þá eru menn í heildina ca í versta falli með bensínbílseyðslu? Hefði nú reyndar haldið að betra væri þá að tengja beint á drif heldur en hleðslu....hvar er brellan þarna?
Jón Logi (IP-tala skráð) 11.1.2013 kl. 21:15
Chevrolet Volt
Þorsteinn Briem, 11.1.2013 kl. 21:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.