11.1.2013 | 13:30
Eitt misnotað færi skiptir ekki öllu, heldur þau öll til samans.
Vei þeim leikmanni, sem tekur vítakast í lok leiks og tekst ekki að skora. Vei þeim leikmanni, sem er í dauðafæri í lok leiks og skorar ekki!
Í allri umræðu um leikinn og minningu um hann er þessi eini leikmaður sökudólgurinn, maðurinn sem eyðilagði allt fyrir hinum leikmönnunum.
Því miður er ofangreint viðhorf alltof ríkjandi og ætti raunar að vera útlægt.Það gleymist að fara í gegnum það af hverju staðan var sú í leikslok sem raun bar vitni.
Liðið í heild tapar eða vinnur leiki, ekki einstakir leikmenn.
Allir þeir, sem klikka á vítaköstum eða dauðafærum í fyrri hluta fyrri hálfleiks eða fyrri hluta seinni hálfleiks eiga jafna "sök" á tapinu, - ekki þessi eini sem mistókst í leikslok.
Sama gildir um "hetjurnar" sem ráða úrslitum á síðustu sekúndunum með því að skora mörk eða verja vítaköst.
Og við skulum ekki spyrja að því af hverju þeir, sem gera mistök á síðustu stundu leiksins, gerðu mistökin, heldur að því hvers vegna komin var upp sú staða, sem var í leikslok.
Dauðafærið ekki nýtt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"..Tapið virtist fara illa í menn og í framhaldinu komu tveir leikir, við Spánverja og Frakka, þar sem íslenska liðið átti aldrei raunhæfa möguleika á sigri eftir að flautað var af..."
Er ekki yfirleitt erfitt að snúa leik sér í vil eftir að búið er að flauta hann af?
Guðmundur Pétursson, 11.1.2013 kl. 20:19
Blessaður Ómar.
Þessi grein á mbl er aðeins brot úr lengri grein sem birtist í HM blaði Morgunblaðsins í gær, föstudag. Þar eru rifjaðir upp leikir íslenska landsliðsins á HM 2011. Fyrirsögnin er tilvitnun í viðtal við Ólaf Stefánsson í mótslok, sem vitnað er til í greininni. Þar sagði hann m.a. að íslenska landsliðið hafi ekki nýtt það dauðafæri sem það var komið í eftir riðlakeppni mótsins til þess að komast í undanúrslit á HM í fyrsta sinn.
Kveðja, Ívar Benediktsson, íþróttafréttamaður Mogga og mbl.is.
Ívar Benediktsson (IP-tala skráð) 12.1.2013 kl. 10:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.