13.1.2013 | 15:29
Á réttri leið að mínu mati, - ekki rangri.
Þegar Volkswagen Golf kom á markaðinn 1973 var ódýrasta gerðin 750 kíló og bíllinn 3,70 m langur og 1,61 á breidd.
Með hverri nýrri kynslóð hefur bíllinn lengst, breikkað og þyngst eins og flestar aðrar gerðir bílar hafa gert.
6. kynslóðin 4,19 - 1,78 og 1217 kíló. Hálfum metra lengri og næstum hálfu tonni þyngri.
Helstu keppinautarnir hafa flestir verið í sömu þróun; sem ekki hefur stöðvast hjá þeim, að lengjast, breikka og þyngjast, en nú kemur 7. kynslóð Golf og er 100 kílóum léttari en áður og á réttri leið, léttari og sparneytnari þótt rými fyrir fólk og farangur sé aukið.
Ég sá í íslenskri umsögn um nýja Golfinn, að eini mínusinn við hann væri að hann hefði ekki breyst nógu mikið í útliti, væntanlega ekki nógu mikið eltandi tískuna, sem felst í miklum "skúlptúrum" allan hringinn, síminnkandi gluggum, sem eru að nálgast það að verða mjóar rifur og breiðum stólpum sem gera útsýni úr bílunum æ verra í allar áttir.
Þessu er ég algerlega ósammála. Ég tek þvert á móti ofan fyrir hönnuðum Golf að láta ekki lokkast sig inn í svona tískusamkeppni, heldur hanna fallegan bíl, sem viðheldur sínum alþekkta og gróna svip og býður upp á gott útsýni. Þar finnst mér nýi Golfinn vera á réttri leið, leið sem keppinautarnir munu þurfa að feta fyrr eða síðar, þegar þeir eru komnir á endastöð í eltingaleiknum um háar vélarhlífar og stuttar gluggarifur og engin leið að sinna nýjungagirni önnur en að fikra sig til baka, - í áttina að Golf.
Ný kynslóð VW Golf frumsýnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála þessari greiningu.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.1.2013 kl. 17:33
Sæll, ég ók inn í hægri hlið á VW Golf í s.l. viku. Hann var á rauðu ljósi. Ég á ameriskum jeppa. Golfinn er ónýtur. Ég er tilbúinn á eyða 16,5 l/100 km fyrir að vera EKKI á svona beiglum. Hreint drasl sem fólk er æst til að kaupa, þessi Golfeigandi þessi tapaði öllum sparnaði sínum fyrir á að vera á púddu sem "eyðir 3,5 l/100 km" á sekúndubroti. Það sá varla á mínum bíl! Hann í órétti og verður áratugi að vinna upp sitt tap!
Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 13.1.2013 kl. 21:03
Ég hef einnig átt amerískan jeppa með ónýtar bremsur.
Hef hinsvegar aldrei átt beiglu sem eyðir 3,5 l/100 km á sekúndubroti.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 13.1.2013 kl. 21:32
Samkvæmt Félagi íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) er rekstrarkostnaður nýrrar bifreiðar, sem kostar 2,7 milljónir króna, 1,173 milljónir króna á ári, miðað við 15 þúsund kílómetra akstur á ári, en nýrrar bifreiðar sem kostar fimm milljónir, 1,766 milljónir króna á ári, miðað við sama akstur.
Mismunurinn er um 600 þúsund krónur á ári, eða 2,4 milljónir króna á fjórum árum, meira en verðmunurinn á þessum tveimur bifreiðum, sem er 2,3 milljónir króna.
Meðalakstur einkabíla í Reykjavík er um 11 þúsund kílómetrar á ári, eða 30 kílómetrar á dag.
FÍB - Rekstrarkostnaður bifreiða - Janúar 2012
Þorsteinn Briem, 13.1.2013 kl. 22:47
Sá sem kaupir ódýrari bifreiðina græðir því á fjórum árum um fimm milljónir króna, verð dýrari bifreiðarinnar, á því að kaupa hana ekki, 2,4 milljóna króna rekstrarkostnað og 2,3 milljóna króna mismun á kaupverði bifreiðanna.
(Sjá athugasemd hér að ofan.)
Þorsteinn Briem, 13.1.2013 kl. 23:29
Það er ójafn leikur, Örn, á hvaða bíl sem er, þegar einn bíll ekur inn í hliðina á hinum. Ef þú hefði ekið á þessum ameríska jeppa inn hliðina í dýrustu gerð af Benz S hefði sá bíll líka farið illa.
Boðskapur þinn virðist vera sá að allir eigi að aka um á stórum amerískum jeppadrekum.
Ef allir gerðu það myndi aðstaðan verða önnur í árekstrum, því að margir þessara amerísku jeppa hafa farið herfilega út úr árekstraprófunum.
Ómar Ragnarsson, 13.1.2013 kl. 23:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.