"Já, við getum það!?"

Það var meira á brattann að sækja fyrir Barack Obama í síðustu kosningum en í kosningunum 2008.

Í kosningunum 2008 naut hann þess að undir slælegri stjórn Republikana var skollin á fjármálakreppa, þar sem einn af stærstu bönkum heims, Lehman Brothers, hafði fallið, og tvær af þremur stærstu bílaverksmiðjum landsins voru tæknilega gjalþrota og þurftu stórfellda ríkisaðstoð. 

Obama hreif kjósendur með ferskri og snjallri frammistöðu á alla lund í aðdraganda kosninganna með kjörorðið "já, við getum það!" sem var hið einfalda kjörorð sem hreif og Obama skilaði vel í leiftrandi ræðum. 

Obama tókst það, sem engum Bandaríkjaforseta úr röðum Demókrata hafði tekist, að koma á endurbættu velferðarkerfi sem þætti þó ekki mikið til koma í Evrópu. 

En á síðari hluta kjörtímabilsins fór honum að fatast flugið, bæði vegna þess að Repúblikanar náðu betri fótfestu í þinginu og nýttu sér það, og einnig vegna þess að Obama varð að hafa það í huga að geta náð endurkjöri og sveigja stefnu sína til hægri til þess að takast það. 

Obama tókst ekki að efna fjölmörg kosningaloforð sín frá 2008, ekki einu sinni að loka Guantanamo fangabúðunum. 

Nú þarf Obama hins vegar ekki að hafa endurkjör í huga eftir fjögur ár, því að lengur má hann hvort eð er ekki vera í embætti, og þá er spurningin hvort hann geti ekki beitt sér betur fyrir bragðið. 

Miðað við það hvernig spilaðist úr spilum Obama á síðasta kjörtímabili, er hins vegar þvi miður ekki að sjá að skár muni takast til nú. 

Bandaríkjamenn stefna fram af "fjárlagaþverhnípinu" og gálgafrestirnir geta varla orðið fleiri. 

Það að halda áfram á braut fjárlagahallsins og að láta þá ríkustu sleppa áfram við að taka sanngjarnan þátt í því að leggja skerf til samfélagsins getur ekki gengið en samt finnst engin lausn.

Kjörorðið "já, við getum það!" stefnir í að snúast upp í andhverfu sína: "nei, við getum það ekki!" 


mbl.is Obama sór embættiseið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Obama hélt bara embættinu vegna þess að Romney er alveg snarvitlaus og kexruglaður.

DoctorE (IP-tala skráð) 20.1.2013 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband