20.1.2013 | 21:00
Íslenska landsliðið til sóma!
Það er svolítið skrýtið að segja það að sjaldan hafi maður verið jafn ánægður með landslið Íslands og í tapleik þess nú rétt áðan.
En það gerist ekki á hverjum degi, að sjá heims- og Ólympíumeistara þurfa að leggja sig alla fram og geta prísað sig sæla fyrir að vinna nauman tveggja marka sigur á strákunum okkar í leik sem þar sem ekkert er í boði nema að sigra.
Hvað eftir annað var hægt að gleðjast yfir frábærum tilþrifum okkar manna í besta leiknum, sem þeir léku á þessu heimsmeistaramóti. Einkum var ánægjulegt að sjá hvernig nýliðarnir fjórir, Kári Kristjánsson, Ólafur Gústavsson, Arnór Gunnarsson og vítaskyttan Þórir Ólafsson, sem voru látnir axla ábyrgð í þessum leik, stóðu sig vel, sýndu yfirvegun og oft frábær tilþrif.
Þórir var sallarólegur og öruggur í vítaköstunum og skorað úr þeim öllum sjö.
Eins og við mátti búast var það tapið gegn Rússum í fyrsta leik okkar, sem varð afdrifaríkt. Ef íslenska liðið hefði leikið eins vel gegn þeim og Frökkum hefði sá leikur ekki tapast.
Rússar rétt mörðu Brasilíu í kvöld.
En þess ber að geta að í þessum fyrsta leik okkar á mótinu við Rússa voru Aron Kristjánsson og liðið sjálft í nokkurri óvissu um það hvernig nýliðarnir myndu standa sig og falla inn í leik liðsins.
Ekki var hægt að krefjast þess að liðið spryngi út fullskapað þá og það lægi fyrir í fyrsta leik, en í nú sjáum við í síðasta leik liðsins á þessu heimsmeistaramóti hvað í því og landsliðsþjálfaranum býr.
Frammstaðan nú er jafnvel glæsilegri nú en eins marks sigur á Frökkum á Ólympíuleikunum, því að útsláttarleikur eins og núna, segir meira en leikur í milliriðli eins og leikurinn á OL var.
Við getum hrópað tvö kjörorð: "Jú, við getum það!" - og - "Það gengur betur næst!"
Ísland úr leik eftir hörkuleik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það gengur bara betur næst - Myndband
Þorsteinn Briem, 20.1.2013 kl. 21:14
Nú förum við að einbeita okkur meira að glímu, þar erum við BEST...
hilmar jónsson, 20.1.2013 kl. 23:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.