Vestfirska sauðkindin bjargaði stofninum 1952.

Upp úr 1950 var svo komið, að grípa þurfti til róttækra aðgerða til að koma í veg fyrir mæðiveiki eyðilegði meira af íslenska sauðfjárstofninum en hún hafði þá þegar gert.

Gripið var til stófellds niðurskurðar og gengið hart fram í því. Dæmi um það var frægur eltingaleikur við hina landsfrægu Herdísarvíkur-Surtlu sem var hundelt vikum saman og loksins felld. 

Hún var langdýrasta sauðkind Íslandssögunnar því að fé var lagt til höfuðs henni. 

Eini landshlutinn, þar sem tryggt þótti að sauðfé væri ósýkt voru Vestfirðir og naut sá landshluti þess hve afskorinn hann er frá landinu. 

Til að koma upp sauðfjárstofni að ný var því farið út í stórfellda flutninga á sauðfé að vestan yfir í aðra landshluta og man ég vel eftir straumi fjárflutningabíla um þjóðveginn um Langadal þegar ég var þar í sveit á sumrin. 

Ég er að vísu afar hrifinn af seiglu og "refskap" íslenski tófunnar sem var hér þegar landnámsmenn komu og hefur því þraukað í landinu í þúsundir ára, og ég er ekki hrifinn af beit sauðfjár á ofbeitta afrétti.

En ég get alveg tekið undir það að vestfirska sauðkindin eigi skilið að öðlast heiður fyrir framlag sitt sem lífsbjörg fyrir Vestfirðinga og útrás til annarra landshluta til bjargar sauðfjárrækt þar.

En ef fuglar eru gjaldgengir kemur örninn að sjálfsögðu líka til greina. En hann er reyndar ránfugl rétt eins og refurinn er rándýr. 

 


mbl.is Refurinn umdeilt einkennisdýr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Refurinn á sama rétt og við hér á Íslandi. En þann rétt á minkurinn ekki, hann er óværa eins og lúsin.  Ætli  refurinn sér stærri hlut en við viljum láta þá verður hann að fækka okkur.  

Hrólfur Þ Hraundal, 27.1.2013 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband