Hvernig væri að lesa frumvarpið?

Ég tel mig knúinn til að leiðrétta rangfærslur sem nú eru færðar fram varðandi ákvæði frumvarps stjórnlagaráðs um þjóðaratkvæðagreiðslur og slegið upp á áberandi hátt á blogginu.

Fullyrt er í þessum upphrópunum að í nýju stjórnarskránni sé girt fyrir þjóðaratkvæðagreiðslur um þjóðréttarsamninga og að þess vegna hefði ekki verið hægt að halda þjóðaratkvæðagreiðslurnar um Icesave ef ný stjórnarskrá hefði verið í gildi.

Hnykkt er á þessu með því að segja að hefði nýja stjórnarskráin gilt væri "Ísland með tapaða stöðu í Icesave-málinu".  Minna má það nú ekki vera.

Það væri nú munur að hafa haft gömlu stjórnarskrána og getað unnið málið.

Þetta er alrangt. Í 60. grein nýju stjórnarskrárinnar er nákvæmlega sama heimild og nú er fyrir forseta Íslands til að neita að skrifa undir hver þau lög sem hann velur sér og skjóta þeim í dóm þjóðarinnar, og væntanlega hefði nákvæmlega það sama gerst, hvor stjórnarskráin sem hefði verið í gildi. Í ákvæðinu um málskotsrétt forsetans eru engin takmörk sett á það hvaða lögum hann geti skotið í dóm þjóðarinnar.  

67. greinin fjallar hins vegar sérstaklega um þjóðaratkvæðagreiðslur af öðrum toga, sem sé þeim sem sprottnar séu af frumkvæði kjósenda og þar eru settar takmarkanir sem eiga eingöngu við um þær þjóðaratkvæðagreiðslur en ekki um þær þjóðaratkvæðagreiðslur sem forsetinn getur knúið fram.

Þið, sem hafið hæst um það hvað stendur í nýju stjórnarskránni: Hvernig væri að þið læsuð fyrst það sem þið eru að tala um áður en þið ákveðið slá upp rangfærslum á borð við þetta?

P. S. Ég sé nú að á bloggsíðu einni er haldið uppteknum hætti við þessar rangfærslur. Á sem sagt að staglast á þeim svo oft að fólk fari að trúa þeim.  Ég skora á þá sem slíkt stunda að nefna einhvern laga- eða stjórnlagafræðiprófessor sem staðfest geti þær firrur sem þessir bloggarar halda fram.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takmarkaður málskotsréttur þjóðarinnar geldir ótakmarkaðan málskotsrétt forseta.

Málskotsréttur forseta færi aftur í sama farið og rykfélli áratugum saman og það er ekki sjálfgefið að næst þegar við þurfum á því að halda verði forsetinn af sama kalíberi og sá sem nú situr og þori að víkja frá áratuga hefð.

Best væri að færa málskotsréttinn óskertan til þjóðarinnar en virkur og óskertur málskotsréttur forseta er næst besti kostur.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 29.1.2013 kl. 01:04

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Sú staðreynd að Ólafur Ragnar Grímsson beitti þessum rétti 60 árum eftir að hann hafði aldrei verið virkjaður er lagafordæmi, sem þýðir það einfaldlega að þessi réttur var aldrei "geltur" og verður aldrei "geltur".

Ómar Ragnarsson, 29.1.2013 kl. 01:18

3 identicon

Það er ekki hægt að reikna með að allir forsetar verði af sama kaliberi og ÓRG.

Eins og staðan er núna er málskotsréttur forseta staðreynd, meira að segja "ópólitískir" frambjóðendur í síðustu kosningum lýstu sig tilbúna til að beita honum og sigur ÓRG í kosningunum festu hann enn frekar í sessi. ÓRG hefur auk þess mótað ákveðna hefð og ákveðnar væntingar um beitingu hans.

Hvað gerum við ef tillaga stjórnlagaráðs verður að stjórnarskrá og vigdísarforseti situr á Bessastöðum í "næsta Icesave"? Heldur þú að Vigdís hefði þorað að beita 26. greininni í Icesave?

Málskotsréttur forseta var hálfdauður áður en ÓRG var kosinn og verður það aftur ef takmarkaður málskotsréttur almennings leiðir til þess að honum verður ekki beitt áratugum saman.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 29.1.2013 kl. 01:30

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Þegar Alþingi hefur samþykkt frumvarp undirritar forseti Alþingis það og leggur innan tveggja vikna fyrir forseta Íslands til staðfestingar, og veitir undirskrift hans því lagagildi.

Forseti Íslands getur ákveðið innan viku frá móttöku frumvarps að synja því staðfestingar
. Skal sú ákvörðun vera rökstudd og tilkynnt forseta Alþingis.

Frumvarpið fær þá engu að síður lagagildi, en innan þriggja mánaða skal bera lögin undir þjóðaratkvæði til samþykktar eða synjunar.


Einfaldur meirihluti ræður hvort lögin halda gildi sínu. Atkvæðagreiðsla fer þó ekki fram felli Alþingi lögin úr gildi innan fimm daga frá synjun forseta. Um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu skal að öðru leyti mælt fyrir í lögum."

Frumvarp Stjórnlagaráðs - 60. gr. Staðfesting laga


Frumvarp Stjórnlagaráðs með skýringum - Um 60. gr. sjá bls. 125-128


Frumvarp Stjórnlagaráðs

Þorsteinn Briem, 29.1.2013 kl. 01:37

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Núverandi forseti Íslands, sem aldrei hefur verið í Sjálfstæðisflokknum, synjaði að staðfesta frumvarp um fjölmiðla 2. júní 2004 og frumvarpið var dregið til baka.

Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, 17. maí 2004 um að forseti Íslands synji að staðfesta frumvarp um fjölmiðla:


"Forseti [Íslands] blandar sér varla í löggjafarmál persónulega, þó að hann kunni að vera höfundi þessarar greinar ósammála um vald sitt skv. 26. gr. stjórnarskrárinnar."

Þorsteinn Briem, 29.1.2013 kl. 01:52

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Tíu af hundraði kjósenda geta krafist þjóðaratkvæðis um lög sem Alþingi hefur samþykkt. Kröfuna ber að leggja fram innan þriggja mánaða frá samþykkt laganna.

Lögin falla úr gildi, ef kjósendur hafna þeim, en annars halda þau gildi sínu. Alþingi getur þó ákveðið að fella lögin úr gildi áður en til þjóðaratkvæðis kemur.

Þjóðaratkvæðagreiðslan skal fara fram innan árs frá því að krafa kjósenda var lögð fram."

Frumvarp Stjórnlagaráðs - 65. gr. Málskot til þjóðarinnar


Frumvarp Stjórnlagaráðs með skýringum - Um 65. gr. sjá bls. 132-133


Frumvarp Stjórnlagaráðs

Þorsteinn Briem, 29.1.2013 kl. 02:21

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Tvær spuningar.

Hvað fellur undir hugtakið þjóðréttarskuldbindingar í þínum huga?

Og í framhaldi af því.

Hvers vegna er þessi undantekning sett þarna inn og hvað á hún að koma í veg fyrir?

Jón Steinar Ragnarsson, 29.1.2013 kl. 02:49

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Heimilt er að gera þjóðréttarsamninga sem fela í sér framsal ríkisvalds til alþjóðlegra stofnana sem Ísland á aðild að í þágu friðar og efnahagssamvinnu.

Framsal ríkisvalds skal ávallt vera afturkræft.

Með lögum skal afmarka nánar í hverju framsal ríkisvalds samkvæmt þjóðréttarsamningi felst.

Samþykki Alþingi fullgildingu samnings sem felur í sér framsal ríkisvalds skal ákvörðunin borin undir þjóðaratkvæði til samþykktar eða synjunar.

Niðurstaða slíkrar þjóðaratkvæðagreiðslu er bindandi."

Frumvarp Stjórnlagaráðs - 111. gr. Framsal ríkisvalds


Frumvarp Stjórnlagaráðs með skýringum - Um 111. gr. sjá bls. 195-196


Frumvarp Stjórnlagaráðs

Þorsteinn Briem, 29.1.2013 kl. 05:37

9 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Steingrímur og Jóhanna ætluðu að troða Svavarsamningum ofan í kokið á þjóðinni með ofbeldi. Það misstókst. Þetta sama lið ætlar að troða stjórnarskrá sem engin sátt er um, sömu leið. Því verður hafnað. Burt með þetta lið. Við höfum fengið nóg.

Fjöldi sérfræðinga reis upp gegn Icesave og þjóðin reis upp. Nánast allt fræðassamfélagið gagnrýnir stjórnarsrárfrumvarp en Steingrímur og Jóhanna hlusta ekki. Það gerir Omar Ragnarsson heldur ekki. Hann er kominn í vondan félagskap. 

Sigurður Þorsteinsson, 29.1.2013 kl. 06:57

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Niðurstaða talningar atkvæða við þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október síðastliðinn um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga:

1. Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?


Já sögðu
73.408 eða 64,2%."

Þorsteinn Briem, 29.1.2013 kl. 07:02

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Einkavæðing bankanna 2002 var einkavæðing sem fór fram árið 2002 með sölu á ríkisreknum bönkum, Landsbankanum og Búnaðarbankanum, í hendur einkaaðila.

Einkavæðingin var alla tíð nokkuð umdeild og varð enn umdeildari eftir bankahrunið 2008.

Bent hefur verið á að ef öðruvísi hefði verið farið að hefði þenslan í hagkerfinu ekki orðið jafn mikil á jafn skömmum tíma.

Einnig hefur verið gagnrýnt að ekki var fylgt upprunalegri settri stefnu um að bankarnir skyldu verða í dreifðri eignaraðild.

Steingrímur Ari Arason
sagði sig úr einkavæðinganefnd Landsbankans í september 2002 og viðhafði þau orð að hann hefði aldrei kynnst öðrum eins vinnubrögðum."

Geir H. Haarde
, þáverandi fjármálaráðherra, 12.9.2002:

"Við erum ekki sammála Steingrími [Ara Arasyni] þegar hann segir önnur tilboð vera hagstæðari á alla hefðbundna mælikvarða.

Þessu erum við einfaldlega ósammála og það er um þennan ágreining sem málið snýst.

Við byggjum afstöðu okkar á mati HSBC-bankans og einkavæðingarnefnd sendir málið áfram til ráðherranefndar sem tekur þessa ákvörðun eins og henni ber.

Hún er hinn pólitískt ábyrgi aðili í málinu.
"

Þorsteinn Briem, 29.1.2013 kl. 07:04

12 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Vigdís lýsti því yfir að hún hefði lagt mál, sem binda alla óafturkræft um eilífð, í þjóðaratkvæði. Undir það hefðu fallið mál eins og að lögleiða dauðarefsingu og Kárahnjúkamálið.

Síðan gleymist það að forsetinn er eini þjóðkjörni embættismaður þjóðarinnar og verður að standa reikningsskil gerða sinna á fjögurra ára fresti.

Staðreyndin er að nýja stjórnarskráin felur í sér stóraukið beint lýðræði og furðulegt að sjá þegar menn halda hinu gagnstæða fram.

Ómar Ragnarsson, 29.1.2013 kl. 10:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband