2.2.2013 | 19:10
Ýmislegt kemur á óvart.
Það kemur ekki á óvart þótt bíll, sem ekið er á 192ja kílómetra hraða á vegg fari í köku eins og tengd frétt á mbl.is sýnir.
En á YouTube má sjá margar athyglisverðar árekstratilraunir með bíla, sem eru af mörgum stærðum og gerðum og frá mismunandi tímum og löndum.
Sem dæmi má nefna tilraun, þar sem Smart bíl, sem er stysti og minnsti fjöldaframleiddi bíllinn á markaðnum í dag, er ekið á 110 kílómetra hraða á steinvegg og kemur ekki einasta heillegur út úr þessum hrikalega harða árekstri, heldur er hægt að opna dyrnar og loka þeim eftir áreksturinn og framrúðan er enn á sínum stað!
Efast ég um að miklu stærri bílar leiki þetta eftir.
Á hinn bóginn er hrikalegt að sjá suma árekstrana eins og til dæmis á kínverskum bílum þar sem til dæmis frambyggður Volkswagen pallbíll af gömlu geriðinni leggst algerlega saman og nýr Chevrolet Malibu nánast gereyðir miklu stærri 1959 Chevrolet Bel Air bíldreka.
Fiat Ceicento fer illa út úr árekstri en gamli Fiat 126 örbíllinn ekki eins illa farinn.
Síðan kemur stór amerískur pallbíll alveg ótrúlega illa út úr árekstraprófun.
En sjón er sögu ríkari þegar farið er inn á YouTube til að sjá þessar prófandir og fleiri.
Keyrði á vegg á 192 km hraða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.