Goðsögnin um "mest seldu bíla Bandaríkjanna".

Áratugum saman hefur það verið nokkurs konar goðsögn að Ford F pallbílar hafi verið mest seldu pallbílar Bandaríkjanna og mest selda gerð bíla þar í landi.

Ég hef oft undrast þessa skilgreiningu og linku General Motors í þessu efni, því að í þau skipti sem ég hef gluggað í sölutölur vestra, en það hef ég gert með nokkurra ára millibili síðustu áratugina, hefur komið í ljós að þegar lagðar eru saman sölutölur Chevrolet og GMC pallbíla, hafa þær verið hærri samanlagt en sölutölur Ford F-línunnar.

Langoftast hafa Chevrolet og GMC pallbílarnir verið í aðalatriðum sömu bílarnir en í mismunandi útfærslu hvað útlit og búnað og skráningu snertir auk þess sem GM hefur af mér óskiljanlegum ástæðum haldið í það að skipta þessum bílum á milli tveggja aðskildra tegunda.

Það er ákveðið áróðurs- og söluörvunaratriði fyrir Ford að geta slegið því upp á F-pallbíllinn sé vinsælasta bílgerð Ameríku og hefur áreiðanlega nýst framleiðandanum vel.  


mbl.is Ford-pallbílarnir hafa breyst mikið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhallur Birgir Jósepsson

Þetta passar. Sjálfur hef ég margoft séð þetta sama fullyrt í fréttum innlendra sem erlendra fjölmiðla: Ford F-150 mest seldi bíllinn í Bandaríkjunum. Hefur jafnvel verið fullyrt að hafi verið nánast samfellt frá stríðslokum. Svo eru GMC Sierra og Chevrolet Silverado (í seinni tíð) taldir í næstu sætum með mun meiri samanlagða sölu.

Enginn munur er eða var á GMC og Chevy pallbílunum nema nafnið og minniháttar útlitseinkenni. Þetta þarf svosem ekki að koma á óvart. Það virðist af einhverjum ástæðum hafa verið stefna General Motors að bjóða samskonar bíla undir ýmsum heitum vörumerkja sinna, en í leiðinni að vera með ólíka bíla. Ég man ekki nógu vel öll týpunöfnin, en ýmsar gerðir Chevy, Olds, Buick og Pontiac voru eins, sama stöff og t.d. Impala, Nova, Chevelle/Malibu og jafnvel stundum var Cadillac með í dansinum, ekki síst í seinni tíð þegar Eldorado var nánast sami bíll og Grand Prix svo dæmi sé tekið.

Þórhallur Birgir Jósepsson, 6.2.2013 kl. 14:37

2 Smámynd: Þórhallur Birgir Jósepsson

Nákvæmara að segja að Eldorado hafi verið nánast sami bíll og Tornado enda báðir framdrifnir, en Grand Prix afturdrifinn.

Þórhallur Birgir Jósepsson, 6.2.2013 kl. 14:40

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þetta byrjaði fyrir alvöru hjá GM 1961, þegar þeir komu fram með Pontiac Tempest, Oldsmobile F-85 og Buick Special sem voru nokkurn veginn nákvæmlega sömu bílarnir, nema að ytra byrði neðri hlutans var aðeins öðru vísi. Oldsinn og Bjúkkinn voru með sömu nýju léttu V-8 vélarnar, sem síðar fengu langa framlengingu á lífi í Range Rover, en Tempest var með 4 strokka vél, sem var helmingur af V-8 vél, og með bogið drifskaft.

Árið áður hafði Chrysler sett á flot Plymouth Valiant og Dodge Lancer, sem voru nákvæmlega eins að undanskildu grillinu og merkjunum.

Ómar Ragnarsson, 6.2.2013 kl. 22:32

4 identicon

Þetta má vera rétt en að stilla 2 gerðum/tegundum á móti einni er bara ekki rétt. Þótt að GM kjósi að hafa tvö nöfn í gangi (sem ruglar marga) þá er ekki rétt að bera það saman við sölutölur einnar annarar tegundar. Til að jafna slaginn, hvernig væri þá að bera þetta saman við sölutölur á F-150 og Lincon LT en það er sami bíll fyrir utan meira króm. Hvað ætli komi út úr því ??

Bragi Þór Jónsson (IP-tala skráð) 18.2.2013 kl. 09:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband