Notað sem rök gegn notkun belta í bílum og flugvélum.

Flugslysið hörmulega í Munchen fyrir 55 árum var gríðarleg blóðtaka fyrir Manchester United, sem missti að mestu gullaldarlið sitt í einu vetfangi.

Þegar rætt var um það hér á landi að lögleiða notkun bílbelta myndaðist öflug andstaða við það og var ansi langt seilst í röksemdafærslu gegn notkun beltanna. Ein þeirra röksemda sem oftast og mest var hamrað var á, var sú, að í flugslysinu í Munchen hefðu einhverjir af hinum látnu farist vegna þess að þeir voru með beltin spennt en hefðu sloppið ef þeir hefðu ekki notað beltin.

Þetta voru alveg fáránleg rök, vegna þess, að ef þau voru gild, var auðvitað best að farþegar spenntu sig aldrei um borð í flugvélum og allra síst í lendingu eða flugtaki.

En ótrúlega margir lögðu trúnað á þessi rök og að beltin væru til bölvunar og myndu fjölga slysum.

Af því, sem ég hef barist fyrir um ævina, eru þessi tregða og andóf eitt það dapurlegasta sem ég hef orðið að fást við.


mbl.is 55 ár liðin frá harmleiknum í München
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband