Hemmi og Helgi Núma gerðu þetta líka 1967.

Upplýst hefur verið hér á mbl.is að Eiður Smári Guðjohnsen hafi kallað til Lior Refaelov, "tökum veggspil!" þegar honum var skipt inn á völlinn, þeir tveir hefðu gert þetta í framhaldinu og Refaelov fengið boltann frá Eiði og skoraði mark.

Þetta er ekki einsdæmi. Íslensk knattspyrnusaga geymir svipað atvik frá 1967.

Þá lögðu þeir Hermann Gunnarsson og Helgi Númason, sem voru fremst í sókninni í landsliði Íslands, á ráðin varðandi það, að ef Hermann byrjaði með boltann á miðju eftir að andstæðingarnir hefðu skorað mark, skyldi Helgi hlaupa í átt að markinu á ská upp til vinstri og Hemmi senda honum boltann, en síðan skyldi Hemmni  bruna sjálfur upp hægra megin við Helga og fá boltann aftur frá honum og koma sér í skotfæri.

Þetta gekk eftir og þegar Hemmi fékk boltann í skotfærinu skoraði hann glæsilegt mark, sem var annað mark Íslendinga í þessum landsleik og eitt af fallegustu mörkum þessa leiks og íslenska landsliðsins á þessum árum, algerlega afurð tveggja góðra sóknarmanna. 

Einn galli var þó á þessu: Íslendingar skoruðu að vísu tvö mörk í þessum leik og það voru fleiri mörk en þeir höfðu nokkurn tíma skorað í fimm landsleikjum við Dani fram að því.

En því miður skoruðu Danir 14 mörk í leiknum, sem þar með komst í sögubækurnar sem endemi í landsleikjasögu Evrópu.


mbl.is Eiður var búinn að skipuleggja markið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband