12.2.2013 | 18:47
Ekkert jafnast á við leikhúsið.
Ég skil það vel að Ben Affleck læðist aftarlega inn í sýningarsali til þess að upplifa viðbrögð bíógesta við leik hans. Kvikmyndir og sjónvarp hafa að sjálfsögðu yfirburði yfir leikhúsið varðandi fjölda þeirra, sem njóta listarinnar, en þeir yfirburðir eru meira en þurrkaðir út og gott betur með því óviðjafnanlega gagnvirka sambandi sem myndast milli leikara á sviði og leikhúsgesta.
Þetta samband er svo gefandi og skapandi á báða bóga að eftir að hafa reynt hvort tveggja í 60 ár er það ekki spurning í mínum huga að ekkert jafnist á við leikhúsið enda steig ég mín fyrstu skref þar og á 60 ára leikaraafmæli nú í mars.
Þá er miðað við það að hafa leikið stórt hlutverk gegn borgun í atvinnuleikhúsi.
Fylgist með viðbrögðum áhorfenda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.