Sýnir nauðsyn og gríðarlegt gildi íslenskrar mælingaraðferðar.

Hækkun flugfargjalda vegna hættu á bótakrafna af völdum eldgosa á Íslandi sýnir hver gríðarlega mikils virði einföld og ódýr íslensk uppfinning varðandi mælingar á öskumagni í loft getur verið.

Þar er verið að tala um hundraða milljarða tjón að óþörfu vegna lokunar flugvalla þegar eldgos á borð við eldgosið í Eyjafjallajökli eru í gangi. IMG_0032

Flugvöllum víða um lönd var lokað að óþörfu dögum saman vegna þess að í stað þess að mæla öskumagnið í loftinu á einfaldan hátt, eins og gert var á einshreyfils flugvélinni TF-TAL í Grímsvatnagosinu 2011, og byggja á því öskumagni sem raunverulega var í loftinu, var byggt á tölvuspá, sem gerð var í London. IMG_0031

Í þessari einföldu mælingu 2011 var hægt að koma í veg fyrir lokun flugvalla á Íslandi í heilan dag. IMG_0036

Klukkan fjögur í dag flytur Jónas Elíasson prófessor fyrirlestur í Raunvísindadeild Háskóla Íslands, húsi VR  2, stofu 157,  um þessar mælingar og sams konar mælingar, sem gerðar hafa verið síðan á hans vegum í Japan.


mbl.is „Flugfélög skaðabótaskyld fyrir eldfjöll á Íslandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband