15.2.2013 | 00:38
Götunum þyrlað upp að óþörfu.
Viku eftir viku og senn mánuð eftir mánuð eru götur Reykjavíkur auðar, enda hefur hitinn frá áramótum verið á svipuðu róli og í byrjun apríl í meðalári.
Tugþúsundir negldra hjólbarða rífa göturnar upp dögum og vikum saman, enda er malarefnið í malbikinu hér margfalt lélegra en í öðrum löndum. Í ofanálag sér maður nú saltbíla fara á kvöldin og úða salti á marauðar og þurrar götur til þess eins að þær verði votar af saltinu, sem úðast upp síðan upp á bílana.
Svifryk yfir mörkum þarf því ekki að koma neinum á óvart. Né heldur óþarfa tjón sem nemur hundruðum milljóna á götum og bílum.
Svifryk yfir heilsuverndarmörk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála Ómar, ég finn mun á þvi að vera hér í hreinu lofti í Fljótshlíðinni, þ.e meðan askan fýkur ekki mikið alla vega.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 15.2.2013 kl. 03:01
Þetta er pólitiskt kjarkleysi og þekkingarskortur Ómar. Ég hef aldrei notað nagla í borginni og skil ekki hvað ég ætti að gera við þá. Síðast fékk ég mér Toyo harðkornadekk og gripið er alveg hreint ótrúlegt. Hreinlega límast við snjó en blautur klaki eru einu skilyrðin þar sem þau virka lakar en naglar. En það eru ekki nema nokkrir dagar á ári.
Það væri í góðu lagi að banna notkun nagladekkja í borginni og það ætti ekki að þurfa að hafa neikvæð áhrif á slysatíðni, tel ég.
Gylfi Gylfason, 15.2.2013 kl. 08:19
Banna nagla í borginni nema hjá atvinnubílum
Gunnar Th. Gunnarsson, 15.2.2013 kl. 09:14
Gunnar, mega þá íbúar á landsbyggðinni þar sem oftar er þörf á nöglum, ekki koma til borgarinnar yfir vetrarmánuði. Er ekki möguleiki að hugsa aðeina áður en vaðið er af stað með misgáfuleg boð og bönn. Sjálfur hef ég ekki notað nagladekk í mörg ár, en stundum er það nauðsynlegt.
Kjartan (IP-tala skráð) 15.2.2013 kl. 11:44
Jú, landsbyggðarmenn væru undanþegnir
Gunnar Th. Gunnarsson, 15.2.2013 kl. 12:28
Ég keyri um á loftbóludekkjum á leigubíl hér austur á fjörðum. 3-4 dagar á þessum vetri hefur það verið bagalegt vegna bleytuhálku. Í frosti hafa dekkin frábært grip.
Gunnar Th. Gunnarsson, 15.2.2013 kl. 12:31
... en þessir örfáu dagar á vetri gera það að verkum að ég verð að velja naglana næst.... því miður
Gunnar Th. Gunnarsson, 15.2.2013 kl. 12:35
Ég held að það eigi alveg að vera hægt að aka um á höfuðborgarsvæðinu án nagla. Ég hafði verið mikill "nagladekkjamaður" í gegnum tíðina en kynntist harðkornadekkjum nýlega og finnst þau frábær.
Eftir á að hyggja held ég líka að ég hafi treyst um of á naglanna og keyrt þar að leiðandi hraðar en ég geri í dag. Er viss um að það eigi við um fleiri. Kannski má spyrja sig: Auka nagadekk líka hraðann?
Meiri hraði/meiri mengun? :)
Marinó Már Marinósson, 15.2.2013 kl. 13:41
Það gæti alveg verið, Marinó.
Gunnar Th. Gunnarsson, 15.2.2013 kl. 13:58
Eina skiptið sem ég hefi farið útaf í hálku var ég á harðkornadekkum. Síðan hef ég ekið á nagladekkum á veturna enda þykir mér vænna um fjölskylduna en malbikið.
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 15.2.2013 kl. 22:15
Það er full þörf á nagladekkjum innann borgarmarkanna, vegna rangra vinnubragða við hálkuvarnir, þar sem höfuð áhersla er lögð á stætóleiðir, en þjónusta við íbúanna er látinn sitja á hakanum. Auk þess sem vel er hægt að komast hjá því að spæna malbikið upp með nöglum. þar hefur aksturslagið mest að segja. Ég hef ekki notað harðkorna eða loftbóludekk vegna kostnaðar. Ég á tvo bíla, annar fer lítið sem ekkert út fyrir borgina á veturna, hann hef ég á nöglum, núverandi dekk undirhonum eru keyrð um 40.000 km. og naglarnir enn í góðu ástandi, reikna með þau dugi einn vetur en a.m.k. . Hinn, sem ég nota til að komast í vinnuna vestur á Rifi á Snæfellsnesi, Hyundai i10, þar áður notaði ég Nissan micra, hef ég á naglalausum vetrardekkjum án nokkura vandræða.
samúel sigurjónsson (IP-tala skráð) 15.2.2013 kl. 22:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.