15.2.2013 | 16:52
Nú þarf það sama í Helguvík.
Kísilver á Bakka er ljósár frá álverinu á Bakka sem hélt allri orku Norðulands í gíslingu árum saman.
Bæði þar og í Helguvík þurfa slík risaálver 650 megavött hvort og mun meiri orku en hægt er að útvega.
Guðni Jóhannesson, orkumálastjóri, lýsti því fyrir nokkrum árum hve galin sú söluaðferð væri, að undirrita viljayfirlýsingu um það að selja meiri orku en til er, og bægja þannig sjálfkrafa í burtu öðrum kaupendum.
Með bæði Helguvík og Bakka, sem voru á dagskrá á sama tíma, var búið að koma orkuseljendum í vonlausa samningsaðstöðu varðandi að geta selt orkuna á því verði sem tryggði arðbæra sölu.
Sem betur fer tókst að koma Alcoa í burtu frá Húsavík, en ekki fyrr en þrákelkni stóriðjufíklanna hafði seinkað fyrir því sem nú hefur gerst.
Nú er bara að koma vitinu fyrir þá sem á siðlausan hátt hleyptu Norðuráli að í Helguvík með því að láta fjóra aðila undirrita samkomulag sem valtaði yfir aðra 12-15 aðila, sem flækst hefðu í orkuöflunina, og ruddu þar með allri samkeppni um orkuna í burtu, enda orkan ekki fyrir hendi, komu orkuseljandum í vonlausa samningsaðstöðu, seinkuðu fyrir annarri uppbyggingu og létu sig engu varða hagsmuni komandi kynslóða varðandi þá rányrkju, sem meginhluti orkuvinnslunnar kostaði auk stórfelldra óafturkræfra umhverfisspjalla.
Þetta er mikill gleðidagur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú er seinþreyttur Ómar.
Það þarf að virkja, það geta ekki allir prjónað og prjónað sokka og vettlinga og haft af því lifibrauð.
Kristinn J (IP-tala skráð) 15.2.2013 kl. 17:17
Þarna skapast 100 störf í staðinn fyrir 1000
Gunnar Th. Gunnarsson, 15.2.2013 kl. 17:21
Norðurál: "Álver í Helguvík þarf 625 MW þegar það er komið í fulla stærð."
Háhitasvæði á Reykjanesskaga:
Eldvörp 50 MW,
Sveifluháls 50 MW,
Gráuhnúkar 45 MW,
Hverahlíð 90 MW,
Meitillinn 45 MW,
Sandfell 50 MW,
Reykjanes 50 MW,
Stóra-Sandvík 50 MW.
Samtals 430 MW.
En engan veginn víst að hægt verði að fullnýta allar þessar átta virkjanir, enda þótt þær hafi verið samþykktar á Alþingi.
Og hvað þá að álver í Helguvík geti fengið raforku frá þeim mjög fljótlega.
Þorsteinn Briem, 15.2.2013 kl. 18:38
Jafnvel þótt álframleiðslan yrði þrefölduð frá því sem nú er og öllum náttúruverðmætum og orku Íslands fórnað vyrir þau, þurfa yfir 92% mannaflans að starfa við "eitthvað annað".
Það hefur enginn haldið því fram að þau 99% mannaflans sem nú vinna annars staðar en í álverum vinni við það að prjóna sokka eða vettlinga.
Ómar Ragnarsson, 15.2.2013 kl. 22:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.