26.2.2013 | 02:28
Var Jónas virkjana- og stóriðjusinni?
Grátbroslegar umræður hafa orðið vegna tilvitnunar og ummæla formanns Sjálfstæðisflokksins um Jónas Hallgrímsson.
Sumir virðast líta svo á og segja fullum fetumn að ljóðlína Jónasar, "..en í fossum afl.." sýni og sanni að hann hafi verið virkjanasinni og skynjað megavöttin, sem hægt væri að fá út úr fossunum til þess að knýja stóriðju á borð við risaálver.
Þetta er skrýtin og grátbrosleg umræða. Jónas vissi ekki að virkjanir og því síður álver væru til, því að hann var búinn að vera dauður í meira en hálfa öld þegar farið var að virkja fallvötnin og dauður í meira en 110 ár áður en það kæmi upp á Íslandi að virkja fyrir stór álver.
Þetta er svona álíka eins og að deila um hvort Jónas hefði verið með eða á móti staðgöngumæðrun eða Reykjavíkurflugvelli.
Athugasemdir
Þetta er ekki allskostar rétt. Vissulega var ekki búið að finna upp rafmagnsnotkun, þótt sjálft rafmagnið væri nýuppgötvað, en Jónas hlaut að vita að vatnsmyllur hafa verið notaðar til ýmissa hluta a.m.k. frá dögum Rómverja. Einmitt á átjándu og nítjándu öld hafði notkun á vatnsafli (mekanísku) aukist mikið og sumstaðar voru sögunarmyllur og heilar verksmiðjur af ýmsu tagi knúnar með afli vatns og fossa.
Vilhjálmur Eyþórsson, 26.2.2013 kl. 03:52
Hér er fjallað um vatnsorkuver síðastliðin 2000 ár. Orkan er þer nýtt beint til að knýja vélar.
http://en.wikipedia.org/wiki/Watermill
Ágúst H Bjarnason, 26.2.2013 kl. 07:20
"Þessi kenning Bjarna Benediktssonar um Jónas Hallgrímsson og orkunýtingu verður að teljast ansi langsótt.
Ekki er kunnugt um að skáldið hafi nokkurs staðar minnst á virkjanir og var hann þó náttúrufræðingur.
Á hinn bóginn er hægt að nefna ótal staði sem vitna um þveröfugan skilning og viðhorf til náttúrunnar," segir Árni Bergmann, fyrrverandi ritstjóri.
Þorsteinn Briem, 26.2.2013 kl. 12:10
"Þetta er skrýtin og grátbrosleg umræða."
Jamm, það er skrítin og grátbrosleg umræða að agnúast út í það að formaður stærsta stjórnmálaflokks skuli dirfast að vitna í eitt af höfuðskáldum landsins. Eru það bara sjálfskipaðir náttúruunnendur sem mega vitna í skáld sem voru náttúruunnendur líka og ortu um náttúruna? Eða eru slík ljóð fyrir alla að njóta, nýta, lesa og vitna í?
Það greinilegt að sumir mega og aðrir ekki.
Sigurjón Sveinsson, 26.2.2013 kl. 13:30
Var formaður Sjálfstæðisflokksins "að vitna í eitt af höfuðskáldum landsins"?!
Allir náttúruunnendur eru sjálfskipaðir.
Þorsteinn Briem, 26.2.2013 kl. 13:56
Jónasi Hallgrímssyni fannst líka allt í lagi að leggja bílum ólöglega.
"Um helgina, á meðan landsfundur Sjálfstæðisflokksins fór fram í Laugardalshöll, hafði lögreglan afskipti af um eitt hundrað ökutækjum (stöðubrot) vegna þessa en á sama tíma var ónotuð bílstæði að finna annars staðar á svæðinu.
Talsvert var lagt á grasbala og graseyjar og er grasið sumstaðar illa farið."
Eitt hundrað landsfundargestir lögðu ólöglega - Myndir
Þorsteinn Briem, 26.2.2013 kl. 14:26
"'Á ávöxtunum skulu þér þekkja þá"
Skuggi (IP-tala skráð) 26.2.2013 kl. 15:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.