Kannski var leitað á netinu að heppilegustu veðurspánni?

Það fór ekkert á milli mála í veðurspánni fyrir gærdaginn að spáð var úrhellisrigningu og miklum hlýindum alls staðar á landinu, eins og verið hafa í meira en viku. 

Á netinu mátti sjá spá um 30 til 40 millimetra úrkomu og hita allt að 10 stigum.  

Til dæmis um hlýindin hefur´í meira en viku verið allt að fimm stiga hiti og stanslaus hlýindi á Sauðárflugvelli á Brúaröræfum, sem er í 660 metra hæð yfir sjó.

Mér dettur helst í hug að í þessari ferð hafi svipað gerst og áður hefur gerst í óhappaferðum um hálendið, að leitað hafi verið á netinu að einhverrri veðurspá erlendis, sem væri hagstæðari en sú íslenska og hún notuð með þeim rökum að oft hafi erlendar spár verið réttari en hin íslenska. 

Ég get varla látið mér detta aðra skýringu á þessu atviki.  

 


mbl.is Ekki í háskaför í fyrsta sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ruglið í sambandi við túrismann og þá bólu, hér á Íslandi er engu lagi líkt, og er farið að slaga hátt upp í bankaruglið sem orsakaði hrunið. Sama sagan mun endurtaka sig með ferðaþjónustuna, og hrunið verður ekki minna þegar sú bóla springur. Við heimtum að nafn þessarar ferðaskrifstofu verði birt!

óli (IP-tala skráð) 26.2.2013 kl. 17:45

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fjöldi starfa í ferðaþjónustunni hér á Íslandi var um 8.400 árið 2007 (fyrir fimm árum) og þar af voru 5.400 störf í einkennandi ferðaþjónustugreinum, til dæmis gisti‐ og veitingaþjónustu, farþegaflutningum og ferðaskrifstofum.

Um þrjú þúsund störf voru þá í tengdum greinum, til dæmis smásölu, afþreyingu, verslun, menningu, tómstundum og þjónustu tengdri farþegaflutningum.

Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum - Febrúar 2010


Þar að auki er ferðaþjónusta í öllum bæjum, þorpum og sveitum landsins.

Stóriðja er hins vegar einungis á örfáum stöðum á landinu.


7.3.2012:


"Þrjú álver eru rekin á Íslandi og hjá þeim starfa um tvö þúsund manns en þegar bætt er við þeim sem tengjast álverunum teljast um 4.800 starfa í áliðnaði og tengdum greinum.

Þetta kemur fram í skýrslu sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands vann fyrir Samtök álframleiðenda."

Fjöldi starfa í ferðaþjónustunni
hérlendis var um 8.400 árið 2007 og ef þeim störfum hefur fjölgað frá þeim tíma um 6,8% á ári að meðaltali, líkt og erlendum ferðamönnum fjölgaði hér á síðasta áratug, voru þessi störf um tólf þúsund í fyrra, um þrisvar sinnum fleiri en í álverunum hér og tengdum greinum.

Erlendum ferðamönnum hefur hins vegar fjölgað mun meira en um 6,8% á ári að meðaltali hér á Íslandi síðastliðin fimm ár.

Þorsteinn Briem, 26.2.2013 kl. 17:55

3 identicon

Extreme!

Hrúturinn (IP-tala skráð) 26.2.2013 kl. 19:05

4 identicon

Sammála að það er rétt að birta nafn þessa fyrirtækis, fullt af svörtum sauðum í þessari túristakeyrslu sem þurfa aðhald.

Jóhann (IP-tala skráð) 26.2.2013 kl. 20:05

5 identicon

Ég er ekki að mæla á móti ferðaþjónustu, heldur að vara við henni í stórum stíl, og að fleiri ferðamenn komi hingað enn innviðir landsins ráða við (vegakerfið, regluverk og þ.h) (og einnig að yfirkeyra náttúru landsins með túrisma). Ef treyst er á þetta sem stóratvinnuveg, og fjárfest sem slikt, verður höggið þeim mun meira og hrunið alvarlega þegar þessi atvinnugrein dalar, sem er bersýnilegt miðað við langvarandi kreppu í heiminum. Spánverjar hafa treyst mikið á ferðaþjónustu. Hún hefur á síðustu tveimur árum dregist saman um 30%, og er það ein skýringin á hræðilegu atvinnuleysi á Spáni. Ísland er í tísku núna þessa stundina, sumpart af því við erum láglaunaland, sem vonandi verður ekki lengi. Mér finnst sem íslending helvíti hart að geta ekki ferðast um eigið land og notið veitinga og gistingar, þar þjónustustaðirnar eru með verðlag langt fyrir ofan kaupgetu venjulegra íslendinga. Það er búið að verðleggja heimaþjóðina út af markaðinum. Þeim mun verra verður ástandið þegar útlendu túristarnir hætta að koma, þá eru íslendingar hættir að venjast því að ferðast um ísland. Eina vitræna ferðaþjónustan miðað við íslenskar aðstæður er að taka á móti hæfilegum fjölda útlendinga (hámark c.a. 100 þús pr. ár) og að allar ferðir séu ENGÖNGU skipulagðar og þar komi eingöngu að starfi íslendingar sem hafi tilskylda kunnáttu og reynslu. Og allur útbúnaður  sem þeir nota verði eingöngu íslenskt, og vandlega verði þess gætt að spilla ekki náttúru íslands.

óli (IP-tala skráð) 26.2.2013 kl. 20:32

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland er eitt strjálbýlasta land í heimi.

Hér á Íslandi eru þrír íbúar á hvern ferkílómetra og hingað til Íslands kemur nú um hálf milljón erlendra ferðamanna á ári.

Miðað við að hver erlendur ferðamaður dveljist hér á Íslandi í eina viku eru hér að meðaltali um tíu þúsund erlendir ferðamenn á degi hverjum allt árið á öllu landinu.

Um níu af hverjum tíu Íslendingum ferðuðust innanlands árið 2009 og gistu þá að meðaltali tvær vikur á þessum ferðalögum.

Að meðaltali voru því um
ellefu þúsund Íslendingar á ferðalögum innanlands á degi hverjum árið 2009.

Að meðaltali voru því FLEIRI ÍSLENDINGAR á ferðalögum hérlendis en erlendir ferðamenn á degi hverjum árið 2009.

Þeir sem ekki eru á ferðalögum utan síns heimabæjar ferðast þar flestir nær daglega til og frá skóla og vinnu. Og fólk er yfirleitt ekki á ferðalögum utan síns heimabæjar nema nokkrar vikur á ári.

Langflestir menga því mun meira í sínum heimabæ en utan hans, hvort sem þeir búa hérlendis eða erlendis.


Í hverri rútu og flugvél eru yfirleitt fjölmargir farþegar en í hverjum einkabíl á höfuðborgarsvæðinu hér á Íslandi er eingöngu bílstjórinn í fjölmörgum tilfellum.

Ef erlendir ferðamenn kæmu ekki hingað til Íslands myndu þeir ferðast til annarra landa og menga álíka mikið í þeim ferðum.

Og innan við 1% af flugvélaflota Evrópu flýgur með farþega sem hér dvelja.

Þorsteinn Briem, 26.2.2013 kl. 20:41

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Um 3,4 milljónir manna heimsóttu Yellowstone-þjóðgarðinn í Bandaríkjunum árið 2011 en garðurinn var stofnaður árið 1872 og ég veit ekki betur en að hann sé í góðu lagi.

Yellowstone National Park


Þar að auki getum við Íslendingar yfirleitt ekki bannað erlendum ferðamönnum að koma hingað til Íslands.

"Á kynningarfundi á Grand hóteli [22. þessa mánaðar] fór Andrew Gordon, yfirmaður markaðsrannsókna hjá Airbus, yfir framtíðarsýn fyrirtækisins á flugmarkaðinn.

Gordon segir að flugumferð muni áfram aukast mikið á heimsmælikvarða, þrátt fyrir hærra olíuverð.

Hann spáir því að flugumferð muni tvöfaldast á næstu 15 árum og stækkandi millistétt sé ein af helstu ástæðum aukinnar flugumferðar."

Þorsteinn Briem, 26.2.2013 kl. 21:07

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

22.8.2012:

"Ferðamannaþjónustan blómstrar á Spáni og aldrei hafa jafn margir ferðamenn sótt landið heim og í síðasta mánuði.

Mesta aukningin var meðal þýskra ferðamanna.

Ferðamannaheimsóknum fjölgaði um 4,4% milli ára og alls komu 7,7 milljónir ferðamanna til Spánar í júlí.

Ferðamannaþjónustan er ein mikilvægasta atvinnugreinin í landinu og 10% af vergri landsframleiðslu koma frá greininni."

Ferðamannaþjónustan á Spáni í blóma


Erlendir ferðamenn koma hins vegar ekki hingað til Íslands til að liggja í sólbaði á sumrin.

Þorsteinn Briem, 26.2.2013 kl. 21:28

9 identicon

Nafn ferðaskrifstofunnar er löngu komið fram. Eins og fréttin er sett fram virðist, þó undarlegt sé, að einhver hafi séð einhverkonar markaðstækifæri í þessari umfjöllun. Meti svo hver fyrir sig útskýringar bílstjórans

http://visir.is/eg-hugsadi-fyrst-um-folkid-og-sidan-fjolskylduna-mina/article/2013130229193

Guðmundur Ben (IP-tala skráð) 26.2.2013 kl. 22:49

10 identicon

Var ekki Spánn líka hættur að vera "ódýrt" land, og önnur spennandi tekin að gleypa túrista, t.a.m. Tyrkland?
Möguleikar okkur í túrisma eru líka miklir, því að heimurinn er að "uppgötva" okkur á veldisvaxandi hraða.

Jón Logi (IP-tala skráð) 27.2.2013 kl. 07:20

12 identicon

Það þýðir 16 ríki EU undir okkur. Skyldu þeir reikna atvinnuleysið með, og taka 0 inn í þá sem ekki fá bætur, eða þá bara bæturnar, - eða gildir þetta bara um þá sem hafa starf?

Jón Logi (IP-tala skráð) 28.2.2013 kl. 08:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband