Gömlu dagana gefðu mér...!

Ef kosið væri nú myndu Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur fá 37 þingmenn en stjórnarandstaðan 26.

Þetta er þremur þingmönnum fleiri en Sjallar og Framsókn fengu 2003 og aðeins einum þingmanni minna en þessir tveir flokkar fengu 1999.

Það er því ljóst að Framsókn getur sent Sjálfstæðisflokknum eftirfarandi óskalag um þessar mundir:

Gömlu dagana gefðu mér!

Þá gat ég verið einn með þér.

Nú fylgið geggjað orðið er.

Gömlu dagana gefðu mér!  

Já, dýrðardagar Davíðs og Halldórs virðist vera það sem þjóðin þráir nú, nema að eini munurinn er sá að nú yrðu það Bjarni og Sigmundur Davíð.

2003 náði Framsóknarflokkurinn góðum úrsitum með loforðum um að fólk gæti fengið húsnæði án þess að borga nema en innan við 10% og lifað í sælli skuld upp frá því.

Nú lofar flokkurinn því að skuldin, sem hrunið í lok 17 ára slímsetu Sjallanna blés upp úr öllu valdi, verði borguð að stórum hluta.

Og hver á að borga? Það er aukaatriði og kemur málinu ekki við.  

Og því er að sjálfsögðu tekið jafn fagnandi nú og skuldarklafanum, sem var tekið fagnandi 2003.

Að ekki sé nú talað um að stóriðjuhraðlestin verði sett aftur af stað í samræmi við kosningaloforðin og aftur sent betliskjalið til stóriðjufyrirtækja heimsins frá 1995: "Lægsta orkuverð í heimi!"

Því að öðruvísi munu erlendir fjárfestar ekki fást til að koma hér inn frekar en 1995.  

Skítt með afleiðingarnar, óarðbæran rekstur eða náttúrufórnirnar. Aðilar vinnumarkaðarins munu fagna því að loforðin um að "koma hjólum aftvinnulífsins af stað" verði efnd.  

Svo er að sjá sem meirihluti þjóðarinnar þrái heitt að vegferðin frá 2003 til 2007 og áfram til 2008 verði endurtekin.

Gef oss 2007 aftur!  Það virðist krafan.  Gömlu dagana gefðu mér!  

 


mbl.is Framsókn bætir enn við sig fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samkvæmt þessari skoðanakönnun MMR er fylgi Sjálfstæðisflokksins 28,5% og Framsóknarflokksins 23,8%, eða samtals 52,3%.

Á Alþingi eru 63 þingmenn, helst þurfa því að minnsta kosti 33 þingmenn að styðja ríkisstjórnina.

Að meðaltali
eru tæplega 1,6% atkvæða á bakvið hvern þingmann og 52,4% atkvæða á bakvið 33 þingmenn.

Í alþingiskosningunum vorið 2007 fengu Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn samtals 32 þingmenn, meirihluta þingmanna, en þá mynduðu Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin ríkisstjórn.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur ekki mælst minna frá kosningum

Þorsteinn Briem, 26.2.2013 kl. 22:47

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Ómar ekki svona svartsynn,það geta allir tekið sig á !!!

Haraldur Haraldsson, 27.2.2013 kl. 00:04

3 identicon

Það sem einkennir núverandi ríkisstjórn er

Hraðhindranir og þrengingar = skemmdir og mengun

Fólk er bara orðið þreytt á lifa við stöðuga afturför

og vill fara komast eitthvað áleiðis

Grímur (IP-tala skráð) 27.2.2013 kl. 07:49

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Miðað við þann meðbyr sem þessi ríkisstjórn lagði upp með, má segja að þau hafi klúðrað málinu big time.  Þetta ástand skrifast að stórum hluta á frammistöðu þeirra undanfarin fjögur ár því miður. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.2.2013 kl. 11:24

5 identicon

Big Time er orðið. En sumt getur gerst, - B hefur t.a.m. tilhneigingu til að fá meira kjörfylgi en í skoðanakönnunum, og eins getur orðið 3ja flokka batterí. Ekki víst að B & D nái hreinum meirihluta. En VG og Samfylkingin hafa það ekki aftur eftir þetta kjaftæði allt s.l. 4 árin....

Jón Logi (IP-tala skráð) 27.2.2013 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband