Meira en 80 ára sjúkleiki íslensks hagkerfis?

Allt frá því er við Íslendingar kipptum íslensku krónunni úr  sambandi við þá dönsku höfum við ekki ráðið við efnahagsmálin, enda hefur verðgildi hennar hrapað svo þúsundum prósenta skiptir. 

Í byrjun fundust ótal skýringar á þessu. Þegar kreppan dundi yfir, var hún orsökin, þegar borgarastyrjöldin á Spáni kippti burtu fiskflutningum þangað, var hún orsökin.

1939 var svo komið að fella varð gengið. Síðan kom stríðið með meiri uppgripum en dæmi höfðu verið um í sögu þjóðarinnar, en þrátt fyrir þau, óð verðbólgan langtum meira upp árið 1942 en nokkurn tíma fyrr.

Nú var uppgripunum kennt um verðbólguna, sem hélt áfram að vaxa.

Í stríðslok skall á samdráttur og meiri höft og skömmtun en jafnvel þegar kreppan hafði skollið á 1930, en gengið var orðið svo skakkt skráð að það varð að fella það í lok áratugarins.

Nú var samdrættinum kennt um verðbólguna en líka því að fluttir höfðu verið inn togarar og gjaldeyrisforðanum eytt á metttíma!

Og alltaf var kennt um atriðum í hagsveiflum sem líka höfðu dunið á erlendum þjóðum án þess að þær hefðu tekið upp svona óstjórn.  

Nú tók við margfalt gengi og haftaspilling sem Viðreisnarstjórnin réðst gegn og enn var gengið fellt.

Þegar verkföll leiddu af sér 13% launahækkun 1961 var gengið fellt um 13% í kjölfarið og 1967 var gengið fellt tvívegis. Hannibal Valdimarsson sagði þá að skást gæti verið að fella gengið "hreint og heiðarlega".

Þá var Mary Poppins vinsæl og í tilefni af ummælum Hannibals söng ég á skemmtunum þekkt lag úr söngleiknum: 

       Fella gengið hrika-ganta-gríðar-yndislega

       getur kannski sumum fundist hljóma undarlega.

       En Hannibal vill gera þetta "hreint og drengilega": 

       Fella gengið hrika-ganta-gríðar-yndislega.

                             :,: Jammdíri-ríri-riri, jammdíri-jamm :,:

  Og svo lét ég Bjarna Ben syngja þetta, löturhægt og af þunga: 

                             Jammdíri...ríri...ríri...jamm...díri.....jamm! 

 Og nú, meira en 80 árum eftir að svonefnd "víxlverkun kaupgjalds og verðlags" fór af stað, er enn í gangi sama óáran eftir óteljandi gengisfellingar, og textinn úr Mary Poppins fyrir 45 árum er enn í fullu gildi og ekki að sjá annað en að sama ástand ríki áfram næstu ár.  


mbl.is Verðlag hækkar mikið milli mánaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þá greiddu danskir þegnar niður hallann á Íslenskum rekstri. Viltu nú færa hallareksturinn yfir á Evrópusambandið. Verum menn með mönnum og borgum sjálf okkar rekstur. Ekki láta aðra safna fyrir skuldum okkar. Notum okkar eigin gjaædmiðill og hættum að tala hann niður.

Óskar Jónsson (IP-tala skráð) 27.2.2013 kl. 13:05

2 identicon

Nú stígur fjármálaráðherra fram, og og segir að standa verði við þjóðréttarlegar skuldbindingar, þegar samið verði við kröfuhafa gömlu bankanna,og aðra aflandskrónueigendur(snjóhengjuna), það verður eins gott að búið verði að taka vísitöluna úr sambandi þegar sá samningur kemst á,ráðherran talaði ekki um neinar þjóðréttarlegar skuldbindingar þegar ESB ríkin og Noregur, ásamt frændum vorum Dönum og Svíum, þegar þessar þjóðir lögðust gegn því að AGS lánaði Íslandi.

Nú verða ráðamenn að fara að skilja það, að það verður ekki komist út úr þessu rugli, nema að taka upp nýkrónu,Ríkisdal, leið Lilju og Hægri Grænna,gamla krónan höfð í höftum til 20-30 ára, tekin verði upp Hvalrekaskattur og hár útgönguskattur, fyrir þá sem vilja út.

Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 27.2.2013 kl. 13:12

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið við völd í 54 ár, um 80%, af þeim tíma sem liðinn er frá stofnun lýðveldis hér á Íslandi.

Og Sjálfstæðisflokkurinn hefur þá væntanlega verið að tala niður gengi íslensku krónunnar mest allan þennan tíma.

Þessi gríðarlega langi valdatími endaði með gjaldþroti íslensku bankanna og Seðlabanka Íslands haustið 2008.

Ríkisstjórnatal


Og hversu margar þjóðaratkvæðagreiðslur voru haldnar hérlendis
1945-2009, í 65 ár??!!

Svar: Engin!!!

Þorsteinn Briem, 27.2.2013 kl. 13:36

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Árið 2006 var hér eftirspurnarverðbólga, um 8%, þar sem gengi íslensku krónunnar var þá mjög hátt og Íslendingar keyptu nánast allt sem þá langaði til að kaupa, sama hvað það kostaði.

Stýrivextir
Seðlabanka Íslands voru því mjög háir, 14,25%, til að fá Íslendinga til að leggja fyrir og reyna að minnka hér kaup- og byggingaæðið, viðskiptahallann við útlönd og eftirspurnarverðbólguna.

Og útlendingar keyptu mikið af Jöklabréfum, sem hækkaði gengi íslensku krónunnar enn frekar.

Jöklabréf


En eftir gjaldþrot íslensku bankanna haustið 2008 var hér mikil verðbólga vegna gengishruns íslensku krónunnar, þar sem mun fleiri krónur þurfti nú til að kaupa erlendar vörur og aðföng en árið 2006.

Þorsteinn Briem, 27.2.2013 kl. 13:53

5 identicon

Í 54 ár hafa Breimararnir dafnað ágætlega og ekki liðið hungur. Ekki átt í stríði svo teljandi sé. Mestmegnis haft það ágætt og svo verður áfram . Þ.e.a.s ef við kjósum rétt.

Það þarf engar atkvæðagreiðslur þegar allir eru sáttir með það sem ákveðið er. það er aðeins í upplausn þegar enginn veit sitt rjúkandi ráð, að leia þarf allsherjar samþykkis.

Mistökin dem átti að dæma Geir fyrir var að láta Þorgerði plata sig í samstarf við Ingibjörgu og co. Hefði hann haldið áfram með Framsókn og eins manns meirihluta hefði ekkert hrun hér orðið, öðruvísi en varð allsstaðar. Samfóklíkan með bankaliðinu menntuðu að Bifröst , Jóni, Hreini, útrásinni, prófssorunum hjá RUV, sorpblaðaliðinu hjá 365 og semsagt öllu liðinu sem kenndi þjófunum að þeir gætu ráðið öllu með miðlunum sínum, er þeir komu í veg fyrir fjölmiðlalögin, eru þeir seku. 

Óskar Jónsson (IP-tala skráð) 27.2.2013 kl. 13:57

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Núverandi forseti Íslands, sem aldrei hefur verið í Sjálfstæðisflokknum, synjaði að staðfesta frumvarp um fjölmiðla 2. júní 2004 og frumvarpið var dregið til baka.

Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, 17. maí 2004 um að forseti Íslands synji að staðfesta frumvarp um fjölmiðla:


"Forseti [Íslands] blandar sér varla í löggjafarmál persónulega, þó að hann kunni að vera höfundi þessarar greinar ósammála um vald sitt skv. 26. gr. stjórnarskrárinnar."

Þorsteinn Briem, 27.2.2013 kl. 14:27

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

15.5.2012:

"Á síðastliðnum 18 árum hafa stýrivextir Seðlabanka Íslands verið á bilinu 4,25% til 18%.

Bankinn hefur fjórum sinnum á tímabilinu hafið hækkunarferli sem staðið hefur frá 3 mánuðum upp í rúm 4 ár.

Óverðtryggð lán næm fyrir vaxtahækkunum


Ef vextir væru hins vegar mjög neikvæðir hætta Íslendingar að leggja fyrir og íbúðarkaupendur fá stórfé ókeypis frá börnum og gamalmennum, líkt og á áttunda áratugnum.

Þorsteinn Briem, 27.2.2013 kl. 14:37

8 identicon

Ég þekki nú varla neinn sem er að leggja fyrir, en fleiri sem eru að sligast eða stopp vegna okurvaxta....

Jón Logi (IP-tala skráð) 27.2.2013 kl. 14:41

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Árið 1995 voru sett lög um vísitölu neysluverðs, nr. 12/1995 og leysti hún vísitölu framfærslukostnaðar af hólmi.

Þá var jafnframt ákveðið með lögum um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001nota vísitölu neysluverðs eina til verðtryggingar."

Davíð Oddsson
var forsætisráðherra árin 1995 og 2001.

Þorsteinn Briem, 27.2.2013 kl. 14:48

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þegar einstaklingar og fyrirtæki taka lán í bönkum og sparisjóðum koma peningarnir frá þeim sem leggja þar fyrir.

Og sá sem lánar öðrum peninga vill að sjálfsögðu fá raunvexti af láninu.

Þannig vill sá sem lánar hér ókunnugum manni eina milljón króna að sjálfsögðu fá meira en eina milljón króna til baka að ári liðnu en ekki sömu upphæð eða 900 þúsund krónur.

En Jón Logi heldur náttúrlega að ég ætli að gefa honum peninga, rétt eins og ég gaf húsbyggjendum á Dalvík peninga á áttunda áratugnum, án þess að sparisjóðurinn á Dalvík spyrði hvort ég hefði einhvern áhuga á því.

Þorsteinn Briem, 27.2.2013 kl. 15:14

11 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Hefði hann verið áfram í samvinnu við Framsókn hefði ekkert hrun orðið".

Kanntu annan? Það var fyrir sérstakt snarræði á ögurstund að bankakerfið hrundi ekki 2006. Þetta var upplýst í fyrra, sex árum síðar. Eftir það blés bankakerfið út með vaxandi hraða og því miður féll það ekki 2006 vegna þess að þá hefði hrunið orðið mun minna.

Ómar Ragnarsson, 27.2.2013 kl. 15:19

12 identicon

Steini, vertu ekkimeð þetta bull.

Mest allan minn búskap hef ég t.d. þurft að bera mjög háa vexti, - svo háa að TVÖFÖLDUN á stofnupphæð getur átt sér stað á 4ra ára fresti. Fyrsta milljónin mín í skuld væri því í dag 32 millur m.v. 24 ár.  1, 2, 4, 8, 16, 32, eða í tvítölukóða 11111100 m.v. 8 bita :D

Það má nú margt á milli vera, og þegar ferðamenn útlendir spyrja mig um vexti á Íslandi og súpa svo hveljur og segja af hverju?.þá svara ég bara með því að vaxtastefnan hér sé "gaga". Enda rétt.

Vextir til húsbyggjenda verða að vera það þolanlegir að ekki verði á endanum greitt fyrir heila götu í staðin fyrir eitt hús. Og verðtrygging ætti að vera fótur fyrir lágvöxtum oná, ekki einhverju svínaríi.

Jón Logi (IP-tala skráð) 27.2.2013 kl. 15:56

13 identicon

Nýlegar rannsóknir hafa sýnt að verðbólga er eitthvað sem Íslendingar þekkja ekki. Vísitala er orð sem fundið var upp í fyrra og Íslendingum var ókunnugt um tengingar vísitölu, verðbólgu og verðtryggingar. Rekin eru dómsmál, sem teljast sigurstrangleg, byggð á þessum forsendum sem þá munu færa fjármálakerfið aftur til þess sem það var í æsku okkar þegar allt var svo miklu betra.

Harmur (IP-tala skráð) 27.2.2013 kl. 16:34

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Peningar eru eign, rétt eins og til að mynda húsnæði og tæki, sem eru keypt fyrir peninga til að einstaklingar og fyrirtæki geti haft af þeim einhvern ávinning.

Heimilin leggja fyrir og fyrirtækin fá hjá þeim lán í gegnum banka til að geta keypt húsnæði og tæki.

Og fólk vill að sjálfsögðu fá raunvexti af peningum sem eru þeirra eign en Jón Logi leigir að sjálfsögðu ferðamönnum herbergi fyrir ekki neitt eða þá að hann hækkar aldrei gjaldskrána hjá sér.

Raunvextir eru vextir umfram verðbólgu
og nú er hún 4,8% hér á Íslandi, mun meiri en á evrusvæðinu.

Þorsteinn Briem, 27.2.2013 kl. 16:35

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stýrivextir Seðlabanka Íslands voru komnir í 18% haustið 2008 og verðbólgan hér á Íslandi var 18,6% í janúar 2009, þegar Davíð Oddsson var ennþá bankastjóri Seðlabankans.

Og verðbólgan hér var 84% árið 1983 þegar Ragnar Arnalds, átrúnaðargoð Jóns Vals Jenssonar, var fjármálaráðherra.

Grikkir og Írar hafa því engan áhuga á að leita í hans smiðju varðandi "sjálfstæði" smárra gjaldmiðla og 80% Íra eru ánægð með evruna.

Ef
Írar og Grikkir vildu hins vegar segja sig úr Evrópusambandinu og hætta að nota evruna sem gjaldmiðil sinn væru þeir löngu búnir að því.

Áttatíu prósent Íra ánægð með evruna

Þorsteinn Briem, 27.2.2013 kl. 16:52

16 identicon

Haha, Steini, mikið óssssköööp er þér illa við þegar ég rek þig á gat.
Peningur er ávísun á eign, og afstæður sem slíkur, og óhreyfð eign sem engu skilar rýrnar reyndar. Merkilegt þó að þú hreyfir við engu með útreikninga, enda mikil vinna að kötta & peista fram úr hugsun.
Ég var að hugsa um það að nefna það hvort þér tækist ekki að blanda Davíð saman við mig einhvern veginn, og sé eftir því að hafa ekki spáð því fyrir.
Heldur þú kannski að við Dabbi séum bræður, heheheh.....

Jón Logi (IP-tala skráð) 27.2.2013 kl. 22:39

17 identicon

Svo er það rúsínan, - að verja okurvaxtastefnu samtímis að kenna hinum hataða Dabba um...ekki sé ég þar tengingu við mig Mr. Briem

Jón Logi (IP-tala skráð) 27.2.2013 kl. 22:40

18 Smámynd: Steingrímur Helgason

Zjaldan erum við Zteinar reknir á gat.
Við rötum í götin viljandi.

Steingrímur Helgason, 27.2.2013 kl. 23:48

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Peningar eru að sjálfsögðu eign og fyrir þá eign get ég fengið aðrar eignir, til að mynda húsnæði og bifreið.

Og þess vegna selt aftur húsnæðið og fengið fyrir það peninga.

Ef Jón Logi stæli bifreið gæti dómstóll refsað honum fyrir það og það sama á að sjálfsögðu við um peninga, enda er um eignir að ræða í báðum tilfellum.

En þessi einföldu sannindi skilur Jón Logi að sjálfsögðu ekki.

Þar að auki má benda honum á að ég skrifaði daglega fréttir um til að mynda efnahagsmál í Morgunblaðið í mörg ár þegar það var gefið út í meira en fimmtíu þúsund eintökum.

Gaf þar einnig vikulega út sérblað um sjávarútvegsmál við annan mann en stundum einn og aldrei voru gerðar athugasemdir við þessi skrif mín öll þessi ár.

Þorsteinn Briem, 28.2.2013 kl. 00:07

20 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þetta með að litið sé á peninga sem verðmæti - eg held nefnilega að þetta sé alveg umhugsunarvert. Íslendingar margir líta eins og dáldið öðrum augum á peninga en td. okkar nágranaþjóðir í Evrópu. það þarf ekki annað en fara til Danmerkur til að sjá það. Sést enn betur í Noregi. Íslendingar hinsvegar eins og líta á peninga eitthvað sem á að eyða strax! þeir líta ekki á peninginn sem verðmæti eða tæki til að geyma verðmæti.

Í okkar nágrannalöndum, V- og N- Evrópu er td. innstæður heilagar. Verðmæti sem fólk geymir þar.

það var þessvegna sem svo vont orðspor komst á Ísland vegna framferðiðinskringum innstæður sem ísland safnaði í gegnum útibú. Svona hefur ekkert ríki í Evrópu hagað sér. það er bara litið á þetta sem þjófnað. Sem er að vissu leiti réttnefni. þó íslendingar munu nú dratthalast fyrir rest til að borga þetta uppí topp plús álag - þá er skaðinn af þessu alveg gífurlegur.

Nú, það sem sagt er í fyrstu athugasemd að danir hafi styrkt ísland fyrr á tíð, þá er það rétt að vissu leiti.

En hvernig var það síðustu 10-20 ár? Island safnaði lánum erlendis frá í þúsunda milljarða tali! Þúsunda milljarða. þó allt þetta fé hafi ekki komið hingað - þá kom hluti af því hingað náttúrulega. Svo fer allt á hvínandi hausinn sem vonlegt er því sjallar hafa ekkert fjármálavit - með stórfelldu defálti og skaða fyrir útlendinga!

þá er nú bara hreinlegra og heiðarlegra að fá styrk frá dönum. Mundi eg segja. Mun heiðarlegra og eðlilegra heldur en standa í svona andskotans sjallavitleysu.

það er samt alveg ljóst að Ísland er svo langt í frá búið að bíta úr nálinni vegna framferðis sjalla og framsóknarmanna á gróðæristíma þeirra. Langt í frá.

Maður spekúlerar meira að segja í hvort þetta sé ekki bara rétt að byrja. Mér lít illa á hvernig sumir eru farnir að tala um ,,hraklega hrægamma" út og suður. það er alveg leið sem er fær varðandi snjóhengju, aflandskrónur og kröfuhafa. Leið sem er skynsöm og eðlileg og felur í sér sanngirni.

En búið er á undanförnum misserum að æsa svo upp þjóðrembinginn og öfga, að maður er uggandi um hvort sú skepna sé ekki alveg við það breytast í Fenrisúlf. Og ef menn ætla ofan í kaupið að fara að næra úlfinn núna - mér líst ekki á það. Mér líst illa á að fæða slíka skepnu.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.2.2013 kl. 00:57

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

Dæmi:

"6. Aðrar eignir

6.1. Rekstrarfjármunir og aðrar efnislegar eignir


6.2. Sjóður og bankainnstæður


6.3. Eigin hlutabréf


6.4. Aðrar eignir"


Efnahagsreikningur - Eignir

Þorsteinn Briem, 28.2.2013 kl. 02:21

22 identicon

Já ég kann annann Ómar. 2006 voru engar aðgerðir gerðar til að bjarga bönkunum. Landsbankinn var í góðu gengi þá. Þeir bankar Samrásarinnar  sem þá voru í erfiðleikum hefði  bankamálaráðherrann átt að tukta til . Það er svo að koma æ betur í ljós að Landsbankinn átti vel fyrir sínu og enginn ástæða var til að reka hann í þrot , nema að kröfu Samfylkingarinnar, eitt yfir alla banka, ekki bara okkar vinabanka.

Óskar Jónsson (IP-tala skráð) 28.2.2013 kl. 08:10

23 identicon

Mr. Briem, - nú ert þú farinn að vera rætinn og ómálefnalegur. Ég hef aðeins bent á timburmennina sem fylgja okurvöxtum.
Skal ég nú bæta við.
Peningar eru ávísun á eign. Þar sem þeir eru fljótandi per se hefur það verið svo að af þeirri "eign" er krafist vaxta.
Bankar voru í upphafi geymslustofnun sem svo kom þessu vaxtadæmi af stað, - því það kostar jú að geyma peninga á öruggan hátt. En þá er stutt í gamblið, - og meginreglan hefur verið sú, að því hærri sem vextir eru, því meiri er áhættan.
Hávextir Íslendinga voru e.t.v. aldrei geggjaðri en þegar verðbólgan var sem minnst, þá var vægi stýrivaxta meira. Altso, - Höfuðstóll+verðtrygging+stýrivextir+vextir+kostnaður, - yfirdráttur á reikningi gat farið yfir 20% á meðan jákvæður ballans var nánast enginn ef dæminu var snúið við.
Hávextir skapa gífurlega arðsemiskröfu, og þurrka þar með út allt það sem þarf á þolinmóðu fjármagni að halda.
Hávextir sköpuðu jarðveginn fyrir dellu eins og IceSave og brjálaða þenslu, þvi að þetta endar alltaf í gróða-vítahring sem svo springur.
Svo veltur ævintýrið ofan á pöpulinn sem skal borga. Það er þjófnaður. Og talandi um þjófnað:

"Ef Jón Logi stæli bifreið gæti dómstóll refsað honum fyrir það og það sama á að sjálfsögðu við um peninga, enda er um eignir að ræða í báðum tilfellum.

En þessi einföldu sannindi skilur Jón Logi að sjálfsögðu ekki"

Ég skil ekki hvað þú átt við með þessu, - þetta er að mínu mati ómerkileg og heimskuleg sneið. Finndu einhver rök fyrir þessu og taktu pillurnar þínar

Jón Logi (IP-tala skráð) 28.2.2013 kl. 08:51

24 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Óskar, þú ert að djóka eða? Landsbankinn ,,ekki að þroti kominn"? Hann var gjörsamlega í hvínandi ruglinu og bjargaði sér með því að ríkið Ísland veitti honu leyfi til að seylast í vasa heiðvirtra EU borgara! Allt með samþykki og fullum vilja ríkisins.

Útí Evrópu er hvergi litið svona vitleysislega á viðkomandi efni eins og hér. ,,,Einkabanki" o.s.frv. Banknn hefði aldrei getað gert þetta sem hann gerði nema með fullum stuðningi íslenska ríkisins.

Undrun og vanþóknun breskra og hollenskra yfirvalda var fullomlega eðlilegur. það hagar ekkert ríki sér svona eins Ísland gerði. það er siðlaust.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.2.2013 kl. 13:39

25 identicon

Misstirðu af dóminum í Icesave málinu? Og misstirðu af því að sérstaklega í Bretlandi hefur verið jákvæð umræða um niðurstöðu dómsins, - það fór hrollur um þenkjandi Breta við þá tilhugsun að Breskir ríkisborgarar gætu þá eins átt það á hættu að vera ábekingar á stórum gjldþrotum bresktengdum annars staðar á jarðkúlunni.

Ef maður spilar upp á háar upphæðir í vaxta-spilavítinu er maður að taka áhættu, og fær skellinn sjálfur ef illa fer. Max Keiser komst vel að orði þegar hann líkti þessu við að tapa pening í Las Vegas og ætlast svo til að landsmenn bættu það.

Jón Logi (IP-tala skráð) 28.2.2013 kl. 17:49

26 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Auðvitað var enginn ,,jákvæð umræða" um dóminn í bretlandi. það eru allt of margir íslendingar sem láta moggann spila með sig.

það sem dómurinn þýðir í raun er - að ísland verður hugsanlega ábyrgt upp í topp!

Jafnframt hefur það gert frá fyrstu stigum málsins, og það kom reyndar að mestu í ljós strax 2009, að hinn fallni banki á eignir fyrir umræddri skuld með tímanum. þar kemur til skuldarbréf frá Íslanddi í gegnum svokallaðann ,,nýja landsbanka" sem er nánast 100% í eigu ríkisins.

Ofanlýst var ekki frá gengið á upphafsstigum málsins.

þessvegna í sjálfu sér má ætla að þeir B&H bíði bara í rólegheitum eftir að þeir íslendingar dratthalist við að borga þessa skuld upp í topp plús álag.

þessi umræða hérna uppi um að ábyrgð ríkja vegna innstæðna í Evrópu sé svo mikil o.s.fv. - þetta er ekkert relevant umræða. þetta er bara eitt af því sem fundið var hérna upp til heimabrúks.

Öll ríki Evrópu, þar með talið Ísland, lýstu yfir nánast 100% ábyrgð á öllum innstæðum 2008-2010 og sumir lengur. þ.m.t. Ísland.

það er ekkert ríki í Evrópu, svo vitað sé, sem hefur mismunað svona herfilega eftir þjóðerni. Nema Ísland.

það liggur fyrir sú astaða allra ríkja Evrópu að innstæður samkv. dírektífi eru tryggðar og ríkin beri ábyrgð á því að sú skylda sé uppfyllt. það tekur enginn þennan dóm alvarlega. þessi dómur er bara eitthvað irrelevant.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.2.2013 kl. 18:41

27 identicon

I beg to differ,,,,

Hvaðan hefur þú það annars að allar mínar heimildir séu úr mogganum? Það vill svo til að ég les gjarnan erlenda miðla, og hitti mikið af útlendingum. T.d. Hollendinga og Breta. M.a. bankamenn! En mest Þjóðverja.
Engan hef ég hitt sem hefði samsinnt þér mr, Ómar Bjarki....

Jón Logi (IP-tala skráð) 1.3.2013 kl. 08:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband