Skil milli tækjanna verða æ óskýrari.

Einkenni nútíma tækni er að þurrka smám saman út mun á tækjakosti. Einu sinni voru jeppar jeppar og fólksbílar fólksbílar. Á árunum 1976-1980 komu fram fjöldaframleiddir bílar í Japan (Subaru), Sovétríkjunum (Lada Niva) og Bandaríkjunum (AMC Eagle) sem voru blendingar af jeppum og fólksbílum tæknilega séð. 

Núna nægir ekki einu sinni orðið jepplingur eða enska orðið (crossover) til að marka skilin.

Fyrstu farsímarnir voru níðþungir og stórir hlunkar. Tölvur voru líka stórar og miklar. Nú er þetta allt að renna saman, ekki bara tölvurnar, heldur líka kvikmyndatöku- og ljósmyndavélar.

Ljósmyndavélar eru núna sumar hverjar orðnar hágæða kvikmyndatökuvélar og enginn vafi á að það á eftir að koma fram tæki, sem er allt í senn, tölva, sími, nettenging, leiðsögutæki, stjórntæki bíls, kvikmyndatökuvél, ljósmyndavél o. s. frv.

Og allt saman í hæstu mögulegu gæðum.  


mbl.is Er þetta snjallsími eða spjaldtölva?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband