Íslenskur Peugeot 505 pallbíll.

Á svipuðum tíma og Mercedes Benz 300TD bíllinn var framleiddur, sem breytt var í pallbíl erlendis, átti Guðmundur Sigurbergsson flugvirki frá Svínafelli í Nesjum í Hornafirði þreyttan Peugeot fólksbíl, sem hann fékk næstum gefins. 

Guðmundur er völundarsmiður eins og margir voru í einangruðum sveitum í Austur-Skaftafellssýslu og gat smíðað hvað sem var. Ef hann vantaði verkfæri smíðaði hann þau sjálfur og sama var að segja um ófáanlega varahluti.

Guðmundur reif efri hluta Peugeotsins ofan af honum, lokaði framhlutanum líkt og um væri að ræða tveggja manna sendibíl, og setti pall með pallhúsi ofan á afturendann.

Pallhúsið var gluggalaust, en það koms sér vel fyrir Guðmund þegar hann notaði það sem svefnstað ef svo bar undir.   


mbl.is Langar þig í Benz pallbíl?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband