Af hverju sleppa sumir við að gefa upplýsingar?

Hrossakjötshneysklið í Evrópu sýnir, að full þörf er á að efla eftirlit með því að vörur, sem seldar eru, séu ekki sviknar, ekki aðeins þar, heldur líka hér á Íslandi. 

Þrátt fyrir að sagt sé að á umbúðum um vörur eigi að vera upplýsingar yfir efnin, sem í þeim eru, og magn hvers þeirra, virðast sumar söluvörur, til dæmis sælgætisvörur, vera undanþegnar þessu, jafnvel þótt aðrir framleiðendur selji mjög líkar vörur með merkingum þar sem fullnaðarupplýsingar er að sjá.

Það er ekki nóg að maður eigi að geta giskað á hve mikið er af efnum í því sem maður kaupir. Annað hvort birta allir framleiðendur sambærilegrar matvöru upplýsingar um innihaldið eða ekki.   


mbl.is „Vörusvik og ekkert annað“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og bensínið ætti að vera með að minnsta kosti vottaða oktantölu

ekki bara heimatilbúna innihaldslýsingu á einhverjum íblönduðum "undraefnum"

Grímur (IP-tala skráð) 28.2.2013 kl. 20:27

2 identicon

Sæll.

Mér finnst þetta tuð í JG í besta falli hallærislegt.

Til hvers eru Neytendasamtökin? Eru þau starfrækt svo hann geti lýst yfir vanþóknun sinni ef eitthvað kemur upp á? Af hverju eiga Neytendasamtökin ekki frumkvæðið að einhverju svona? Hvað er langt síðan Matvælastofnun kannaði þessi mál síðast?

Til hvers þurfum við Neytendasamtökin ef þau eru með öllu óvirk? Það á að leggja þau niður, einhver samtök eiga ekki og þurfa ekki að hafa vit fyrir neytendum. Neytendur eiga að ákveða refsingu þessa fyrirtækis (með því að hætta að versla við það ef þeim sýnist svo þannig að það fari á hausinn) sem sífellt er nefnt á nafn - ekki embættismenn.

Helgi (IP-tala skráð) 28.2.2013 kl. 21:04

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það eru náttúrulega margar hliðar á þessu. Varðandi almennt þann mat sem mikið er í tísku að bjóða uppá í verslunum, þ.e. þennan pakkamat þar sem er unnið kjöt, hakkað og maukað o.þ.h. og svo öllu klappinu velt uppúr einhverjum andskotanum - að eg er frekar hissa á hve fólk er æst í svoleiðis mat. það er augljóst að það er þetta sem selst.

Miðað við allt talið síðustu ára og áratug um heilsu og sona, hollan mat etc. - að fólk skuli þá telja að þetta sé holt! Eitthvað kjöt sem ógerningur er að átta sig á hvernig leit út í byrjun eða hvers eðlis var og augljóslega er samanvið allskyns sykur, salt og kryddblöndur sem líka er ógerningur að átta sig á hvers eðlis er.

Svo var hérna fyrir 20-30 árum alveg óskaplegt að borða venjulegt saltkjöt! það var svo óholt maður að enn þann dag í dag fussar og fólk og sveijar yfir því og það borðað einu sinni ári uppá þjóðlegheitin til málamynda.

Að mínu áliti er ekkert samræmi í afstöðu og gjörðum margra varðandi fæðu.

þ.e. sem dæmi, fussar og sveijar yfir salti og fitu - fer svo og úðar í sig einhverju gumsi velt uppúr einhverju raspsagi - og saltflögur og gos í eftirmat!

það er eins og það skipti mestu máli þegar fólk fer að kaup mat - þá er það útlitið á pakkningunum og að innihaldið sé krönsí.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.2.2013 kl. 22:45

4 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Það er ekki hægt að efla það sem ekki er til!

Eyjólfur Jónsson, 1.3.2013 kl. 09:02

5 identicon

Neitendasamtökin eru frjáls félagasamtök sem lúta engu nema stjórn kosinni á AÐALFUNDI og verða ekki lögð niður með einhverjum Jóhönnugöldrum.

Óskar Jónsson (IP-tala skráð) 1.3.2013 kl. 09:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband