Loksins verðskuldaður stórsigur.

Í mörg ár hefur Hera Björk Þórhallsdóttir búið yfir hæfileikum sem hefðu átt að skila henni efst upp á stjörnuhimin íslenskra söngkvenna. Bubbi Morthens vissi hvað hann söng og hvað hún söng þegar hann hvatti hana til dáða og kom henni rækilega á framfæri á sínum tíma. 

En verðskuldaður frami hefur látið á sér standa, sá frami að standa á sviði sem sigurvegari í stórri söngvakeppni.

Hera var skammt frá því þegar hún komst í annað sæti hjá Dönum fyrir Evróvisíon með lag sem hefði átt að skila henni sigri þar og jafnvel sigri í keppninni í heild.

Hún gafst ekki upp heldur hélt áfram þótt svo virtist sem lengra myndi hún ekki komast.

Nú hefur hún loks brotist í gegn um alla múra og er kominn á þann stall og tind sem hún á skilið að standa á.  

Við Íslendingar höfum áður átt söngkonu, sem söng Latin-tónlist snilldarlega og elskaði það.

Það var Ellý Vilhjálms sem aldrei fékk tækifæri til að fara á fullu inn á þá braut, enda aðrir tímar en nú.

Að heyra Ellý syngja Heyr mína bæn og hlusta síðan á söngkonuna sem söng sama lag til sigurs í Evróvision er eins og hlusta lævirkja á móti músartísti.

Nú hefur Hera brillerað í þeim víkingi sem Ellý hefði getað farið í og það er með mikilli gleði sem ég óska henni, móður hennar og öðrum aðstandendum til hamingju með þetta mikla afrek.  


mbl.is Mikil læti í stuðningsmönnum Heru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Eyþór Ingi kemur úr miklum Eurovision bæ, Dalvíkurbyggð, en af öllum Eurovisionförum Íslands eru þrír keppendur fæddir eða uppaldir í sveitarfélaginu og þrír aðrir með sterk tengsl eða hafa haft viðdvöl í sveitarfélaginu um lengri eða skemmri tíma.

Þetta eru þau Matthías Matthíasson, Friðrik Ómar Hjörleifsson, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Hera Björk, Daníel Ágúst og Pálmi Gunnarsson."

Þorsteinn Briem, 2.3.2013 kl. 13:32

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hagræn áhrif menningar - Dr. Ágúst Einarsson:

"Framlag menningar til landsframleiðslu er 4% en landbúnaðar 1%."

Þorsteinn Briem, 2.3.2013 kl. 13:55

3 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Hera Björk er stórkostleg söngkona Mér finnst alltaf eins og að hún hafi ekkert fyrir þessu sama hvaða lög hún syngur og líklega er það þannig hjá þessari elsku.

Ragna Birgisdóttir, 2.3.2013 kl. 19:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband