3.3.2013 | 14:48
Gef oss 2007 aftur !
Ég hef að undanförnu verið að benda á það, að stjórnmálaflokkarnir tveir sem leiddu þjóðina í tólf ár fram til 2007 með þeim afleiðingum að uppblásið bankakerfið var í raun hrunið þá, eru með fylgi allt upp á 40 þingmenn gegn 23 í skoðanakönnunum.
Þess vegna er það rétt hhjá Þorsteini Pálssyni að með þessu áframhaldi gætu kostirnir verið skýrir varðandi næstu stjórn og að Framsóknarflokkurinn verði í gamalkunnugri lykilstöðu.
Sjálfstæðisflokkurinn var með ágætan fulltrúa í Silfri Egils áðan sem gaf sýn inni í hugarheim þeirra, sem þar ráða ferðinni.
Hann fullyrti margt.
Að þjóðaratkvæðageiðslan í fyrrahaust hefði verið marklaus af því að minnihluti þjóðarinnar tók þátt í henni. Hið rétta er að litlu munaði að helmingur kosningabærra manna tæki þátt.
En væntanlega telur þá þessi Sjalli að þjóðaratkvæðagreiðslan um sambandslagasamninginn 1918 hafi verið marklaus af því að minnihluti kosningabærra manna tók þátt í henni.
Og að ekkert sé að marka neinar forsetakosningar í Bandaríkjunum frá upphafi af því að innan við 30% kosningabærra manna kjósi að meðaltali hvern forseta.
Sú var tíð að Sjálfstæðisflokkurinn taldi sig brjóstvörn lýðræðisins á Íslandi. Nú tala talsmenn hans hins vegar einföldustu lýðræðisreglur niður og berjast með kjafti og klóm gegn lýðræðis- og réttarbótum hvenær sem þeir koma því við.
Sagt var í Silfrinu að minnihluti þingmanna vildi nýja stjórnarskrá. Samt fóru atkvæðagreiðslur þar 30 - 15.
Grundvöllur svona leikfimi er sá að telja ævinlega að þeir sem ekki greiddu atkvæðii eða sátu hjá hafi verið á móti viðkomandi máli eða frambjóðanda.
Sjallinn ungi sagði til dæmis að sá fulltrúi í stjórnlagaráði, sem flest atkvæði fékk, hefði aðeins verið með 4% fylgi, en í sibylju eru Sjallar að gera lítið úr fulltrúunum með svona talnaleikfimi.
Hið rétta og óumdeilanlega er að 28 þúsund manns eða meira en þriðjungur þátttakenda settu nafn Þorvaldar Gylfasonar á kjörseðil sinn og töldu þannig rétt að hann yrði einn af 25 kjörnum fulltrúum.
Sjallinn ungi í Silfrinu hefði kastað fram tölunni 3% varðandi mig og Salvöru Nordald þegar hið rétta er að um 24 þúsund kjósendur, eða 30% settu okkar nöfn á kjörseðilinn sem viljayfirlýsingu um að við yrðm í hópi 25 fulltrúa á stjórnlagaþingi.
Það er ömurlegt að neyðast til að fást við svona rangfærslur.
Gaman væri að þessir leikfimismenn svöruðu því hve margir hefðu kosið Bjarna Benediktsson í síðustu kosningum.
Með hugarleikfimi sinni myndu þeir fá út að enginn hefði kosið hann, því að þeir sem kusu lista Sjálfstæðisflokksins í kjördæmi hans hefðu verið að kjósa listann sem heild en ekki einstaka frambjóðendur á listanum !
Kjósendur hafi nú skýra valkosti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ómar Ragnarsson,
"... eru með fylgi allt upp á 40 þingmenn gegn 23 í skoðanakönnunum."
Útskýrðu nú nákvæmlega fyrir okkur hvernig Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn fengju samtals allt að 40 þingmenn, samkvæmt þessum nýjustu skoðanakönnunum.
Þorsteinn Briem, 3.3.2013 kl. 15:18
Sæll.
Þú segir: "Ég hef að undanförnu verið að benda á það, að stjórnmálaflokkarnir tveir sem leiddu þjóðina í tólf ár fram til 2007 með þeim afleiðingum að uppblásið bankakerfið var í raun hrunið þá . . . . "
Hvernig blésu stjórnmálaflokkarnir upp bankakerfið? Hvað olli hruninu? Hvaða tengsl er á milli hrunsins hér og hruns annars staðar? Getur þú svarað þessu Ómar?
Málið er að stjórnmálaflokkar í Íslandi eru svo lélegir að þeir gætu ekki valdið hruni þó þeir settu það á stefnuskrá sína. Valkostir kjósenda eru ekki góðir en það gengur heldur ekki að sumir gangi um og básúni tóma vitleysu um hrunið.
Helgi (IP-tala skráð) 3.3.2013 kl. 15:31
... í framhaldi pistils þíns þá vaknar óneitanlega spurningin hvort Íslendingar hefðu áhuga á því að fá tímabilið 2009 - 2013 aftur með öllum þeim hroðalegu mistökum og eyðslu í ýmis gæluverkefni sem raun ber um. Ég held ekki!
Ómar (IP-tala skráð) 3.3.2013 kl. 15:46
Samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 frá 27. og 28. febrúar síðastliðnum fengju Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn samtals 55,5% atkvæða.
1.3.2013:
Fylgi Sjálfstæðisflokksins minnkar
Að meðaltali eru um 1,59% atkvæða á bakvið hvern þingmann og samkvæmt þessari skoðanakönnun fengju Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn því 34 þingmenn.
Og samkvæmt skoðanakönnun MMR frá því í febrúar síðastliðnum fengju Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn samtals 52,3% atkvæða og því 32 þingmenn.
26.2.2013:
Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur ekki mælst minna frá kosningum
Í síðustu alþingiskosningum voru 1,59% atkvæða á bakvið hvern þingmann Vinstri grænna en Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar 1,53%, Framsóknarflokksins 1,69% og Borgarahreyfingarinnar 1,85%.
Kosningar til Alþingis 25.4.2009
Á Alþingi eru 63 þingmenn, helst þurfa því að minnsta kosti 33 þingmenn að styðja ríkisstjórnina og að meðaltali eru um 52,4% atkvæða á bakvið 33 þingmenn.
Í alþingiskosningunum vorið 2007 fengu Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn samtals 32 þingmenn, meirihluta þingmanna, en þá mynduðu Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin ríkisstjórn.
Þorsteinn Briem, 3.3.2013 kl. 15:55
Í þínum útreikningum, Steini, gleymir þú að taka það með í reikninginn að 10 - 17% atkvæða, sem hafa lent á framboðum, sem lenda undir 5% þröskuldinum, hafa fallið dauð.
Þegar Sjallar fá tæp 30 prósent og Framsókn 26, eru það að vísu 56% samtals af öllum greiddum atkvæðum.
En af því að 10% falla niður dauð, fá aðrir flokkar, sem koma manni á þing ekki 44% heldur 34%.
Það þýðir að að Sjallar og Framsókn fá rúm 62% af þeim atkvæðum sem skila þingmönnum af sér, á móti 37% hinna, sem koma mönnum á þing.
Það þýða 39 til 40 þingmenn eftir því hvernig síðustu þingsætin skila sér inn.
Ómar Ragnarsson, 3.3.2013 kl. 21:29
Ómar Ragnarsson,
Að meðaltali eru um 1,59% atkvæða á bakvið hvern þingmann, á Alþingi eru 63 þingmenn og 1,59% sinnum 63 þingmenn eru um 100% atkvæða (100,17%).
Samkvæmt ofangreindri skoðanakönnun MMR frá febrúar síðastliðnum fengju Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn samtals 52,3% atkvæða, dauð atkvæði smáflokka yrðu samtals 10,1% en Samfylkingin, Björt framtíð og Vinstri grænir fengju afganginn.
Og það eru öll atkvæðin (100%) á stöplariti MMR:
26.2.2013:
Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur ekki mælst minna frá kosningum
Og ef við bætum þessum dauðu atkvæðum (10,1%) smáflokkanna við atkvæði Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar og Vinstri grænna í sömu hlutföllum og þeir fengju í þessari skoðanakönnun MMR fengju Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn samtals 5,3% þessara dauðu atkvæða og því samtals 57,6% atkvæða og 36 þingmenn.
Hins vegar veit að sjálfsögðu enginn hversu mörg dauð atkvæði smáflokka verða í alþingiskosningunum nú í vor og einum þeirra gæti nægt einungis 5% atkvæða til að ná þremur mönnum á þing.
Því ætti að fara mjög varlega í að útdeila dauðum atkvæðum smáflokka í skoðanakönnunum til annarra flokka og hvað þá að gefa Sjálfstæðisflokknum þingmenn, sem hann hefur ekki fengið í skoðanakönnunum.
Þorsteinn Briem, 4.3.2013 kl. 00:00
Ef hafa má söguna til hliðsjónar, þá fær Framsókn meira en spáð er, og Sjálfstæðisflokkurinn svipað eða aðeins minna. Menn eru eitthvað feimnir við x-B í skoðanakönnunum.
Niðurstaðan er samt nokk pottþéttur þingmeirihluti.
Jón Logi (IP-tala skráð) 4.3.2013 kl. 08:44
Við erum klárlega ekki búin að gera upp hrunið og það verður seinnt gert með fjórflokknum!
Sigurður Haraldsson, 4.3.2013 kl. 12:33
þetta með bankakerfið og hvernig framsókn og sjálfstæðisflokkur kölluðu þetta yfir okkur er því miður bara satt hjá Ómari. þessi tveir flokkar hafa setið saman í stjórn næstum stanslaust síðan 1944!! Í örfá skipti eins og td núna er hvorugur þeirra við völd.
Að kjósa sjálfstæðisflokkinn með Bjarna spilta Ben strengjabrúðu Davíðis og Björns Bjarna sem öllu stjórna þarna enn bakvið tjöldin er álíka gáfulegegt eins og ef þjóðverjar hefðu kosið naista á þing 1949 og sagt að það yrði bara að fá þá aftur að til að byggja upp landið eftir sprengjuárásir bandamanna. Alveg fáránlegt að þessi gjörspiltu flokkar og þá sérstaklega sjálfsæðisflokkur skuli yfirhöfuð mælast með 1% fylgi!
ólafur (IP-tala skráð) 4.3.2013 kl. 14:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.