Flugfreyjur spjara sig vel.

Sigurlaug Sverrisdóttir er ekki fyrsta íslenska flugfreyjan sem spjarar sig vel. 

Þóra Guðmundsdóttir stofnaði flugfélagið Atlanta 1986 með Arngrími Jóhannsyni flugstjóra, manni sínum og var sagt í gamni að bókhald félagsins og aðalskrifstofa væri í eldhúsinu heima hjá þeim, enda viðskiptahugmyndin tær snilld og afar heimilsvæn.

1950 vann íslenska flugfreyjan Margrét Guðmundsdóttir alþjóðlega samkeppni á sínu sviði og á sínum tíma var Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra flugfreyja og formaður flugfreyjufélags Íslands.

Námsárangur íslenskra kvenna sýnir og sannar að gríðarlegir hæfileikar og mannauður býr í íslenskum konum.

Það var gaman að heyra á rás 1 á RUV í dag hvernig Sigurð Grímsson kvikmyndatökumaður lýsti heimsókn sinni og Angeliku konu hans til lítils samfélags á eyju við Afríku, þar sem konur hafa meir völd en karlar og velja sér eiginmenn en ekki öfugt eins og áður var lenska á Vesturlöndum.

Þetta er samfélag iðins og vinnusams fólks og lifandi sönnun þess að mannkynið þarf á hæfileikum, völdum og áhrifum sterkra kvenna að halda.  

 

 


mbl.is Var flugfreyja en á nú flugfélag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það er svo furðulegt að karlmenn halda að þeir velji sér maka, en þetta er víst mikill misskliningur.

Konur velja sér maka og nota liktarskinið til þess.

http://www.pbs.org/wgbh/evolution/library/01/6/l_016_08.html

Auðvitað á þetta ekki við í þjóðfélögum þar sem að foreldrar velja maka fyrir afkvæmi sín.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 4.3.2013 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband