Framsókn afhjúpar sig.

Það hafa verið skiptar skoðanir um það útspil formanna þriggja flokka sem komið hefur fram í stjórnarskrármálinu og um þá samskiptaaðferð sem kom fram á fundi formanna allra flokka á þingi fyrr í vikunni. 

Ég spurði í bloggi: Hver er á móti hverju? Og hefði getað spurt áfram: Hvernig? Og nú hefur að hluta til fengist svar.  

Eitt gott hefur hafst upp úr því: Framsókn hefur afhjúpað sig sem hægra megin við Sjálfstæðisflokkinn í auðlindaákvæðismálinu og að fara gegn afgerandi úrslitum þjóðaratkvæðagreiðslunnar síðastliðið haust og virða þau að vettugi. Og Sjálfstæðismenn eru sem fyrr á sama róli varðandi það að eyða þessu máli með öllum tiltækum ráðum.

Ég trúði vart mínum eigin eyrum og augum að sjá og heyra í formanni flokksins í gær. Þá skaut hann tveimur föstum skotum sem tóku að mínu mati undan honum báða fæturna.

1. Hann vill að sú útgáfa auðlindaákvæðis, sem var uppi árið 2000 en rann út í sandinn, verði notuð sem grundvöllur nú. Hann minnist ekki á það að reynt var aftur fyrir kosningar 2007 að blása lífi í þessa ómynd og út kom bastarður sem Magnús Thoroddsen skaut í tætlur í blaðagrein, svo að eftirminnilegt er.

Enda dagaði þessa hörmulegu tillögu uppi.

Nú vill Framsókn færa klukkuna aftur um 6 til 13 ár í umfjöllun um þetta mál. Og samt tóku yfir 80% vel í auðlindaákvæðið í frumvarpi stjórnlagaráðs síðastliðið haust. 

2. Formaðurinn lýsti því jafnframt að næsta haust yrði enginn tími til að fjalla um stjórnarskrána og að auðvelt yrði að halda þá uppi málþófi sem eyðilegði málið og mokaði því fram á vorþingið, væntanlega með svipaðri útreið.

Þetta var í fullkomnu samræmi við hina dæmalausu "Rakosi-ræðu" sem hann flutti á þingi í fyrra um eilífa ófremdarástand í stjórnarskrármálinu.

Vonin um ný og betri samræðustjórnmál á milli oddvita flokkanna, sem kveikt var á fundi þeirra fyrr í vikunni, var slökkt í gær tveir þeirra afhjúpuðu sig mun skýrar í stjórnarskrármálinu en nokkur átti von á.

Er nokkuð hægt að tala við þessa menn eins og nú er háttað málum ?  

 


mbl.is Líkti Framsóknarflokknum við flugeld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Framsókn oft með rifinn rass,
rosalegt að sjá það flass,
á ruslahaugum skítugt skass,
Skreppur seiðkarl á það hlass.

Þorsteinn Briem, 7.3.2013 kl. 18:46

2 identicon

ohh   how I low that ass

Siggi á Útlátri (IP-tala skráð) 7.3.2013 kl. 19:36

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hve mikið gildir Stjórnarskráin þegar Ísland er komið í ESB?

Hvers vegna er svona mikilvægt að kokgleypa allan pakkann í heilu lagi og blindandi?

Þjóðin kaus um bækling og nokkrar spurningar þann 20 október.

Síðan er búið að breyta og föndra svo mikið við þennan bækling, sem sendur var á hvert heimili, að það getur ekki talist siðferðilega rétt að tala um að þjóðin hafi kosið núverandi og breytt plagg? Þetta snýst um siðferði og réttlæti, en ekki lagaklæki-undanbrögð heimsmafíu-bankaræningjastofnana "fræðimannaskipuðu"!

Þessu verður fólk að svara undanbragðalaust, af heiðarleika og hreinskilni.

Þjóðin á rétt á sönnum fréttaflutningi og upplýsingum, og að ekki sé hægt að breyta því sem kosið var um eftirá, og vitna svo í að þjóðin hafi kosið stjórnarskrár-breytingarnar!

Þú hlýtur að vita það Ómar, að ekki er til fjölmiðlun og upplýsingar á Íslandi, sem ekki tengist pólitískum öflum á einn eða annan hátt. Þú hefur starfað það lengi við fréttaflutning. Ég trúi ekki að þú styðjir óréttlæti, fals og hræsni.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.3.2013 kl. 20:51

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Evrópusambandið breytir ekki íslensku stjórnarskránni.

Þar að auki eru Evrópusambandsríkin sjálfstæð og fullvalda ríki.

Danir breyta dönsku stjórnarskránni og Írar breyta írsku stjórnarskránni.

Þorsteinn Briem, 7.3.2013 kl. 21:02

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um aðild Íslands að Evrópusambandinu:

"Nefndin skoðaði ítarlega þau álitaefni er lúta að vatns- og orkuauðlindum, enda er þar um að ræða grundvallarþætti í auðlindanýtingu á Íslandi.

Meirihlutinn leggur áherslu á að við þessa ítarlegu skoðun kom ekkert fram sem gefur ástæðu til að ætla að aðild að Evrópusambandinu hefði áhrif á íslenska hagsmuni á þessum sviðum og bendir í því sambandi einnig á að fyrirkomulag eignarhalds náttúruauðlinda er ekki viðfangsefni Evrópusambandsins, heldur alfarið á hendi aðildarríkjanna, þar sem innri markaðslöggjöfin tekur ekki á eignarhaldi.

Því er ekki um að ræða yfirþjóðlega eign á auðlindum aðildarríkjanna."

Þorsteinn Briem, 7.3.2013 kl. 21:27

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

"111. gr. Heimilt er að gera þjóðréttarsamninga sem fela í sér framsal ríkisvalds til alþjóðlegra stofnana sem Ísland á aðild að í þágu friðar og efnahagssamvinnu.

Framsal ríkisvalds skal ávallt vera afturkræft.

Með lögum skal afmarka nánar í hverju framsal ríkisvalds samkvæmt þjóðréttarsamningi felst.

Samþykki Alþingi fullgildingu samnings sem felur í sér framsal ríkisvalds skal ákvörðunin borin undir þjóðaratkvæði til samþykktar eða synjunar.

Niðurstaða slíkrar þjóðaratkvæðagreiðslu er bindandi."

Frumvarp Stjórnlagaráðs

Þorsteinn Briem, 7.3.2013 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband