Hvers vegna er lúffað fyrir svona löguðu ?

Dæmið, sem Skúli Helgason nefnir sem um mál, sem allir styðja og eru einhuga um, en þingmenn tveggja flokka á þingi halda uppi sex klukkustunda málþófi um, er ekki aðeins dæmi um það að menn svífist einskis til að að koma í veg fyrir eðlilega afgreiðslu mála á Alþingi þegar þeim hentar það, heldur vekur ekki síður umhugsun, hvers vegna þetta er látið viðgangast ár eftir ár og áratug eftir áratug.

Hvers vegna ætla menn nú að telja það eðlilegt og óhjákvæmilegt, að þegar nýr þingmeirihluti myndi stjórn eftir kosningar, þá muni hann nota tafir og málþóf til þess að koma í veg fyrir að vilji yfirgnæfandi meirihluta í þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá nái fram að ganga?  

Og af því að nú stendur yfir svonefnt "umferðarátak" sem ekki er vanþörf á, set ég hér inn táknræna mynd, tekna í bílastæði af algengri hegðun í umferðinni okkar. 

IMG_2632

Stóra bílnum er greinilega lagt þannig að hann taki tvö bílastæði svo að enginn annar komist í þau.

En af því að litli bíllinn er sá mjósti á landinu kemst hann samt fyrir í öðru stæðinu innan markalína þess.

Og hvaða viðbrögðum getur maður síðan átt von á í svona tilfelli?

Jú, í öðru svipuðu tilfelli varð eigandi stóra bílsins fokreiður út af því að ég hefði komið í veg fyrir að konan hans kæmist inn í bílinn.

"Ég er með taug og get dregið þig", sagði ég.

"Dregið mig? Hvaða bull er þetta?" sagði hann.

"Jú," svaraði ég, "þú hlýtur að vera með bilaðan bakkgír úr því að þú getur ekki bakkað bakka tvo metra til þess að konan komist inn í bílinn og hún hlýtur að geta gengið þessa tvo metra úr því að hún er komin út að bílnum."

"Þú ert ósvífinn frekjuhundur og með yfirgang", sagði hann. "Ég lagði á undan þér og þú frekjast með þinn bíl alveg upp að mínum og lokar fyrir konunni minni að komast inn í bílinn."

"Allt í lagi," sagði ég. "Úr því að við erum ósammála og þú telur mig hafa brotið umferðarlögin skulum við bara kalla á lögregluna og láta hana og dómstóla skera úr um þetta. En ég bendi þér á að línurnar, sem afmarka bílastæðin, sýna greinilega að þú leggur ólöglega en ég legg löglega."

"Farðu til andskotans!" sagði hann um leið og hann settist upp í bílinn og tók greinilega ekki tilboði mínu. 

Svipaðar rökræður eru nú hafðar uppi af hendi þeirra, sem telja, að af því að þeir voru á undan til að sölsa til sín meira en þeir áttu rétt á, þá megi ekki hagga við þeim.   


mbl.is Tefja ágreiningslaust mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ómar fól á taugum tók,
sem tvö þar vildi stæði,
þó var hann með lítinn lók,
sem lafði í hans bræði.

Þorsteinn Briem, 9.3.2013 kl. 01:42

2 identicon

Hves vegna eru menn að vasast í þessari stjórnarskrárdellu?

sbr.http://eyjan.pressan.is/frettir/2013/03/08/sorglegt-hvernig-hagsmunagaeslufolki-fjarmagnseigenda-hefur-tekist-ad-sundra-barattunni-fyrir-rettlaeti/

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 9.3.2013 kl. 08:14

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Bílnum vinstramegin við jeepan er líka vitlaust lagt og hvað leiðir af öðru.  Svo kemur þröngsýnis maður á línunna og fjasið byrjar.

  

Hrólfur Þ Hraundal, 9.3.2013 kl. 08:25

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Stjórnarskrár slitna ekki eins og gamall hjólbarði, þær hrörna ekki eins og við. En þær þurfa að fá að þróast eins og tegundir jarðar.  Ég er almennt séð á móti byltingum og ný stjórnarskrá er ó þróuð bylting.

Hrólfur Þ Hraundal, 9.3.2013 kl. 10:34

5 identicon

Sæll Ómar

Langar bara til að benda þér og lesendum þínum á þetta myndskeið: http://www.youtube.com/watch?v=pfHvr1La2LI

Kv.

JG

Jón Guðmundsson (IP-tala skráð) 9.3.2013 kl. 11:58

6 identicon

Það er ekkert nýtt að íslendingur hafni þeim lögum og reglum sem ekki henta hvejru sinni.

Skuggi (IP-tala skráð) 9.3.2013 kl. 13:24

7 identicon

Hérna út í Noregi eru menn rukkaðir miskunnarlaust af bílastæðavörðum ef menn leggja yfir, eða á línunum.

300 NOK = 6.600 ISK, takk fyrir. Ég var einu sinni nálægt því að fá svona sekt, kom að bílnum þegar hann ætlaði að fara að setja á hann sektarmiða. Ég skýrði mína ástæðu fyrir þessu, en bílnum hægra meginn við hliðina á mér var lagt á línu, ég gerði það þess vegna líka, og svo allir hinir 10 bílarnir vinstrameginn við mig. Ég spurði hann hvort hann myndi setja 300 NOK sekt á þá alla og hann svaraði JÁ. Ég spurði hann þá, hvort það væri ekki bara sangjarnara að rukka þennan sem upphaflega lagði á línunni, og eyðilagði þar með stæðaröðina um 3000 NOK, þannig að hann myndi borga "tjónið" fyrir alla hina, enda var hann valdur af því. Þá hló vörðurinn og sagði þetta góða hugmynd :-)

Nossari (IP-tala skráð) 9.3.2013 kl. 15:14

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hafi litla bílnum vinstra megin við jeppann ver lagt í stæðið þar á undan, gat bílstjóri jeppans einfaldlega bakkað honum inn í stæðið þétt upp við litla bílinn og farið út úr honum.

Og hafi hann verið með farþega, gat hann hleypt farþeganum út áður.

Ég brá á það ráð að bakka mínum bíl í stæðið til þess að vera innan marka þess og eins til þess auðvelda þeim, sem kæmi í stæðið hægra megin við mig til þess að komast út úr sínum bíl.

Það er hægt nýta bílastæðin miklu betur með því að leggja bílnum sitt á hvað áfram eða afturábak í þau.

En maður sér aldrei nokkurn mann leggja hér bíl af neinni tillitssemi við aðra sem á eftir koma.

Ómar Ragnarsson, 9.3.2013 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband