Hvað næst? Að banna feitar stórsteikur og stór páskaegg?

Ég tek undir það að stór hluti af vandamáli ofneyslu og offitu stafar af stórum skömmtum af mat og drykk, sem bornir eru fyrir fólk og hvetur það til að klára, þótt það hafi ekki þörf fyrir það.

En vafasamt er að rétt sé að banna þetta, heldur að krefjast þess af veitinguastöðunum að fólk geti fengið keypta minni skammta fyrir eitthvað lægra verð.

Tæplega hálfs lítra flaska af sykruðum gosdrykk inniheldur um 220 hitaeiningar, en 200 gramma páskaegg inniheldur 600 hitaeiningar og 80 grömm af hreinni fitu.


mbl.is Stöðvaði gildistöku laga um gosdrykki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Lögin  voru úrskurðuð ógild vegna þess að þau byggðust á geðþótta og duttlungum, sem eru mjög merkilegt og sennilega nýtt í lögfræði að komast að slíkri niðurstöðu.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 11.3.2013 kl. 22:06

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

2.10.2012:

"... bæjarstjóri segir reglunum ætlað að tryggja að birting gagna sé byggð á málefnalegum forsendum í samræmi við upplýsingalög, stjórnsýslulög og lög um persónuvernd."

Þorsteinn Briem, 11.3.2013 kl. 22:46

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eitt af mörg hundruð dæmum um málefnaleg sjónarmið í dómum Hæstaréttar Íslands er dómur réttarins frá 29. nóvember í fyrra:

"Þá var V hf., að virtum markmiðum reglugerðarinnar, hvorki talinn hafa sýnt fram á að ákvörðun ráðherra um að leggja á útflutningsálagið væri reist á ómálefnalegum sjónarmiðum né að meðalhófs hefði ekki verið gætt."

Stjórnarskrá. Skattur. Jafnræði. Meðalhóf. Eignarréttur. Aflaheimildir. Aflamark. EES-samningurinn.

Þorsteinn Briem, 11.3.2013 kl. 23:34

4 identicon

Það mætti fyrir mér banna hina endalausu sjálftökuskammta af sérlega leiðinlegum raðinnleggjum Steina Breims á annarra manna bloggsíðum.

Gói (IP-tala skráð) 12.3.2013 kl. 06:35

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þú telur þig sem sagt knúinn að lesa allt það sem allir aðrir birta á annarra manna bloggsíðum, Gói.

Þorsteinn Briem, 12.3.2013 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband