16.3.2013 | 22:03
Eini hluti bílsins, sem er í snertingu við móður jörð.
Ég á gamla bíla sem eru flestir lúnir og erfitt að halda þeim við. Margir eru í geymslu án númera, að því er virðist verðlausir. En eitt er þeim öllum sameiginlegt: Dekkin undir þeim eru góð og hafa forgang.
Ástæðan er einföld, og byggð á reynslu úr rallakstrinum. Dekkin eru númer eitt, þegar geta bílsins er annars vegar.
Margir gerðu þau mistök að byrja að bæta kraft og getu bílsins ofan frá og niður í gegnum driflínuna, en áttuðu sig á því vegna bilana, t. d. þegar vélaraflið braut gírkassann og síðar drifið, að það þurfti að gera þetta öfugt, byrja á dekkjunum og bæta síðan hlutina upp driflínuna og enda á vélinni.
Dekkin eru eini hluti bílsins sem snertir móður jörð og því skiptir engu hve miklum kostum bíllinn er búinn að öðru leyti; - ef dekkin eru léleg er allt í steik og bíllinn stundum beinlínis hættulegur. Svo einfalt er það.
Dekk eru ekki bara dekk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mikið rétt!
Bíleigendur spá oft alveg ótrúlega lítið í dekkin undir bílnum.
Sjálfur er ég t.d. mjög skeptiskur á fyrirbærið "heilsársdekk" (sem er ekki það sama og ónegld vetrardekk) og reyni oft að útskýra að heilsársdekk sé svona málamiðlun, hvorki góð á sumrin eða veturna, svipað og "heilsársskór".
Einar Karl, 17.3.2013 kl. 11:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.