Forgangaröðun Bjarna: Að snerta ekki núverandi stjórnarskrá.

Á síðustu metrum kjörtímabilsins kemur forgangsröðun Bjarna Benediktssonar berlega í ljós.

Fyrir fjórum árum hófu hann og hans menn leikinn strax þegar stjórnarskrármálið komst á dagskrá að frumkvæði Framsóknarmanna með því að beita málþófi til að hindra að þáverandi þingmeirihluti gæti komið því til leiðar að skynsamlegasta fyrirkomulag málsins á þeim tímapunkti gæti náð fram að ganga.

Og nú höfum við endurtekninguna á hreinu: Það er forgangsmál hjá honum að hreyfa ekki við stjórnarskránni, ekki einu sinni að "kroppa í hana."

Ágætt að fá staðfestingu á því sem þó hefur legið fyrir í þau heilu fjögur ár sem Bjarni og hans menn hafa beitt öllum mögulegum brögðum til að stöðva málið: Óbreytt stjórnarskrá er forgangsmál hjá þeim.


mbl.is „Lágmarksreisn fyrir þingið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband