Spár Braga Árnasonar.

Fyrir meira en 30 árum gerðu margir grín að því þegar Bragi Árnason spáði fyrir um tæknilega möguleika á nýtingu vetnis við orkuframleiðslu. Í fróðlegu útvarpsviðtali við hann, sem Ari Trausti Guðmundsson átti fyrir nokkrum, spáði hann því að bein nýting sólarorkunnar myndi verða helsta lausnin á orkuvanda mannkyns.

Og þá myndu hin suðlægari lönd verða með pálmann i höndunum.

Ha! Ha! sögðu kannski einhverjir og hlæja enn. En hver veit nema að hláturinn hljóðni einhvern tíma.

Bragi gerði merkar rannsóknir á innstreymi heits vatns inn á Nesjavalla-Hengilssvæðið og frumniðurstöður sýndu, að svæðið væri ekki sjálfbært og orkan ekki endurnýjanleg nema að farið væri niður fyri einn þriðja af núverandi orkunýtingu hið minnsta.

Þessu er ekki hampað enda rímar það ekki við síbyljuna um "hreina og endurnýjanlega orku".

Enginn er spámaður í sínu föðurlandi. Þau orð koma upp í hugann um leið og nafn Braga Árnasonar.


mbl.is Stærsta sólarorkuver heims
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, meira að segja farið að selja norðurljósin a la Einar Ben.

Og -  til hamingju með að vera orðinn atvinnuflugmaður. Betra seint en aldrei...

http://www.visir.is/besta-malamidlun-i-vatnsmyri-utilokud/article/2013130319029

Þjóðólfur (IP-tala skráð) 19.3.2013 kl. 10:14

2 identicon

Hugmyndir þínar um flugvöllinn eru mjög góðar...það verður að skora rugl um landeyjalofthafnarkastala á hólm...

Hrúturinn (IP-tala skráð) 19.3.2013 kl. 10:20

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ærið mikið Ómar klæjar,
undan sínu föðurlandi,
undarlegir alls kyns gæjar,
eru hér með hrút í bandi.

Þorsteinn Briem, 19.3.2013 kl. 14:52

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég hef haft réttindi atvinnuflugmanns síðan 1967, minn kæri Þjóðóflur. Betra var snemma en aldrei!

Ómar Ragnarsson, 19.3.2013 kl. 18:51

5 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Tölur eru oft hjáplegar.

600 milljón dolllara eru 78 milljarðar ISK.

Raforka fyrir 20 þúsund heimil er nærri 20 MW (með kæli og kyndikostnaði )sem þýðir kostnað upp á 3,9 milljarða á megawattið.

Kostnaður við Hellisheiðarvirkjun var kominn i 72 milljarða árið 2012 Hún var þá orðin 300 MW rafafl og 400 MW í varmaafli. Samtals 700 MW.

Kostnaður á hvert framleitt megawatt er þá um 0,1 milljarðar á megawattið eða 1/39 af því sem þetta sólarorkuver kostar.

Sólarorkuver eru því miður ekki heldur sjálfbært því mér skilst að Sólin muni vera uppurinn eftir 5 milljarða ára. Svipaða sögu er víst að segja um varmaframleiðsu í möttlin jarðr, það eru í mesta lagi nokkrir miljarðar ára eftir þar. : )

Guðmundur Jónsson, 19.3.2013 kl. 19:10

6 identicon

Meeeehehe, þetta er nú með betri vísum hjá þeir Steini minn. Ég veit þú kannt vísuna sem byrjar svona:

Ekkert hefur ættarslím...

Hrúturinn (IP-tala skráð) 19.3.2013 kl. 19:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband