Stórar stundir hjá vinum mínum þessa dagana.

Gamalgróinn vinur minn og snillingur, Laddi, á stórar stundir þessa dagana.

Síðdegis var frumsýnd kvikmyndin Ófeigur snýr aftur við mikla ánægju frumsýningargesta, en í þeirri mynd leikur Laddi eitt aðalhlutverkið sem myndin er kennd við. Síðan taka við sýningarnar hans næstu daga, sem ekki er að efa að verða frábærar eins og við má búast hjá þessum hæfileikaríka leikara og spunameistara af Guðs náð.

Fleiri sneru aftur en Ófeigur í kvöld. Ágúst Guðmundsson sneri líka aftur í góðri og eftirminnilegri endurkomu sem kvikmyndagerðarmaður og í þetta sinn með mynd þar sem hann er allt í öllu, handritshöfundur, framleiðandi o. s. frv. og mér finnst ástæða til að óska honum til hamingju með það.

Þegar litið var yfir hóp tæknifólksins, sem vann við myndina, fékk maður eins konar dejavu-tillfinningu frá gömlu dögunum mínum á Stöð tvö, þar sem bræðurnir snjöllu Bergsteinn og Þorvarður Björgúlfssynir, Anna Katrín Guðmundsdóttir og fleira snjallt fólk, sem ólst upp á Stöðinni voru í framvarðasveit.

Einnig átti stóran hlut í þessari skemmtilegu og húmanisku mynd fólk, sem síðar kom við sögu á Stöð 2 svo sem Ingi R. Ingason, tengdasonur minn.

Af því sést, að enda þótt mörgum fyndist Stöð 2 vera algerlega ofaukið í íslensku þjóðlífi í byrjun og sóun á peningum í hallarekstri sínum, hefur hún skilað því öllu  til baka og miklu meira til í öllum þeim mannauði og afurðum sem nú skapar milljarðatekjur í kvikmyndagerð hér á landi.

Karl Olgeirsson stimplaði sig inn með mjög vel heppnaðri tónlist myndarinnar og helstu leikararnir stóðu sig afar vel.


mbl.is Ítrekað uppselt á Ladda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðisflokkurinn og íþróttaálfurinn frá Siglufirði halda að það geti eingöngu verið útflutningur sem þeir geta kysst og kjassað.

Eins og til dæmis þorskurinn.

Þorsteinn Briem, 28.3.2013 kl. 03:40

2 identicon

Stöð tvö var beinlínis sköpuð með þjófstolnum smá yfirborguðum starfsmönnum RUV Þar vá meðal þér. Enginn kostnaður við þjálfun mannskaps. Bara stela honum og fá ódýrt. Sem betur fer er Laddi ekki samgróinn og ég efast um að hann sé gamalgróinn.

Þorvaldur (IP-tala skráð) 28.3.2013 kl. 06:22

3 identicon

Svona ræktar þjóðfélag sköpunargleði. Með frelsi og fórnum.

Halldór Berg Harðarson (IP-tala skráð) 28.3.2013 kl. 11:45

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég hef skipt tvisvar um vinnustað í þau 44 ár sem ég hef verið sjónvarpsmaður. Í hvorugt skiptið hagnaðast ég á því peningalega heldur gerði ég það í bæði skiptin til að hrista upp í mér og bæta getu mína.

En svo er að sjá sem sumir telji þetta vera höfuðsynd mína og að það sé alveg hræðilegt að maður, sem vinnur í sinni gein skuli ekki vera alla tíð njörvaður niður á sama vinnustaðnum.  

Ómar Ragnarsson, 28.3.2013 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband