Gott mál, eitt af málum Íslandshreyfingarinnar.

Eitt af þeim málum sem bar á góma í kosningabaráttu Íslandshreyfingarinnar 2007 var það að reikna það út í hörgul hve dýrir í raun landflutningar innanlands væru miðað við sjóflutninga. Vitað er að hinir stóru flutningabílar fara mjög illa með vegina, margfalt verr en minni bílar.

Aukakostnaður við þetta hleypur líklega á hundruðum milljóna króna á ári ef ekki milljörðum og þetta allt verður að taka með í dæmið við samanburð á flutningskostnaði.

Skipin slíta hins vegar hvorki sjónum né hafnamannvirkjum.  


mbl.is Fagnaðarefni fyrir landsbyggðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ómar. Innilega sammála þér núna, eins og svo oft áður :-)

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.3.2013 kl. 23:33

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta er ekki bara spurning um kostnað, heldur einnig hvað neytandinn vill. Sumt er  ekki raunhæft að flytja á sjó, t.d. ýmsar dagvörur verslana og ýmislegt fleira sem neytandinn vill fá strax.

 Það mun örugglega verða tap á sjóflutningum en það er gert ráð fyrir niðurgreiðslum fyrstu fimm árin. Hvað svo?

Gunnar Th. Gunnarsson, 30.3.2013 kl. 23:54

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Tæplega 32 þúsund bifreiðar með 750 kg eru jafngildar sliti af völdum einnar bifreiðar með tíu tonna öxulþunga.

Bifreið sem veldur sliti hækkar aksturskostnað annarra bifreiða í kjölfar slits.

Hagfræðistofnun - Samanburður á beinni gjaldtöku og samfélagslegum kostnaði við flutninga, bls. 46

Þorsteinn Briem, 31.3.2013 kl. 00:13

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Ekki var það eini flokkurinn sem var með það á stefnuskrá samkvæmt mínu minni.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 31.3.2013 kl. 00:23

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Vandræðin við að minka vöruflutninga á vegum landsins er fyrst og fremst sá að 2/3 þjóðarinnar er samankominn á littlum bletti í kringum Seltjarnarnesið.Ekki er í fljótu bragði hægt að sjá að það muni lækka vöruverð að  fara að drita innflutningum með valdboði á hverja krummaskuð.

Sigurgeir Jónsson, 31.3.2013 kl. 01:00

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

9.3.2013:

"Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gærmorgun tillögu innanríkisráðherra um að fresta útboði á strandsiglingum við Ísland.

Bæði Samskip og Eimskip hafa tilkynnt fyrirætlanir um strandsiglingar sem hefjast munu á næstu vikum.
"

Útboðið sett í bið

Þorsteinn Briem, 31.3.2013 kl. 01:09

7 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

En þessi umræða hefur vissulega gert það að verkum að útflytjendur á Landsbyggðinni  hafa fengið sinn hlut að einhverju leyti,  leiðréttan gagnvart okri skipafélaganna.

Sigurgeir Jónsson, 31.3.2013 kl. 01:15

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

14.3.2013:

"Hann lokar þó ekki á þann möguleika að fjölga jafnvel enn frekar viðkomustöðum hérlendis og nefnir í því samhengi að viðræður hafi átt sér stað við aðila á Vestfjörðum, Sauðárkróki, Hvammstanga og Húsavík."

Eimskip hefur strandsiglingar í dag

Þorsteinn Briem, 31.3.2013 kl. 01:32

9 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Og kaupendur fá vöruna betri og ferskari,en ef hún hefði verið keyrð til hafna á höyuðborgarsvæðinu.Landsbyggðin lifi.

Sigurgeir Jónsson, 31.3.2013 kl. 01:42

10 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það var eitt af fyrstu baráttumálumi Framsóknarflokksins, eftrir að hann var stofnaður, og Þorsteinn Briem var kosinn formaður, að íslendingar sjálfir ættu skip sem flutt gætu vörur á sem flesta staði á Íslandi.Það tókst.

Sigurgeir Jónsson, 31.3.2013 kl. 01:50

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

8.3.2013:

"Skipið Pioneer Bay fer frá Reykjavík til Ísafjarðar og verður þar 19. mars.

Daginn eftir verður skipið á Akureyri og siglir þaðan til Reyðarfjarðar og svo áleiðis til Immingham í Bretlandi og Rotterdam í Hollandi með viðkomu í Kollafirði í Færeyjum."

"Nýja siglingaleiðin dregur úr landflutningum og sparar þannig dýra olíu.

Jafnframt því að draga þannig úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda minnkar álag á þjóðvegakerfið."

Samskip - Strandsiglingar að hefjast

Þorsteinn Briem, 31.3.2013 kl. 01:51

12 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

En ég er ekki viss um að sá hinn sami Þorsteinn Briem teldi það vitlegt að halda uppi skipaferðum til Búðardals.

Sigurgeir Jónsson, 31.3.2013 kl. 02:00

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Áreiðanlega ekki, Sigurgeir Jónsson.

Þorsteinn Briem, 31.3.2013 kl. 02:05

14 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Í dag.

Sigurgeir Jónsson, 31.3.2013 kl. 02:06

15 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ríkisrekin útgerð í að flytja vörur er álika gáfuleg eins og að reka útgerð við að veiða fisk.Hvortetveggja er rugl.

Sigurgeir Jónsson, 31.3.2013 kl. 03:36

16 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Gunnar, það er nú ekkert komið í ljós hvort það þarf að niðurgreiða.Það er hugsanlega hægt að hagræða,t.d. hef bent á tengingu við ferðamannaiðnaðinn .Landflutningar verða alltaf,með dagvörur(mjólk og annað) og svo frá skipi til dreyfbýlisstaða.En ég held það verði mikill kostur að losna við stóru treilerana af vegunum.Niðurgreiðsla á sjóflutningum á rétt á sér ef kostnaður er minni en viðhald vega vegna þessara landflutninga kostar.Hef verið með í kollinum lestarkerfi (Rafmagnslestir) milli landshluta sem flytur vörur,fólk og bíla.Mér er sagt að það sé alltof dýrt.Kosturinn sem ég sé í því er sparnaður á gjaldeyri við að kaupa inn olíu og bensín,fljótari vöruafgreiðsla og viðhaldssparnaður.Tel að menn eigi að vera vakandi fyrir þeim möguleika því með aukinni tækni minnkar verð á þessum lestum (eins og með tölvurnar) og einhvern tímann í náinni framtíð gæti þetta verið hagkvæmt.

Jósef Smári Ásmundsson, 31.3.2013 kl. 08:37

17 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Með viðhaldssparnaði er ég að sjálfsögðu að tala um vegina.

Jósef Smári Ásmundsson, 31.3.2013 kl. 08:38

18 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

 Að flytja flutninga af sjó og upp á okkar veikbyggða vegakerfi var meira en bara mistök og um það þarf ekki að hafa svo mörg orð.  En því hefur á stundum verið haldið fram að við höfum verið svo heppin að losna við Járnbrautarlestirnar,  það var nú meira andskotans happið.  Skip nota olíu og bílar nota olíu og flugvélar nota olíu en nútíma lestir nota rafmagn sem sumstaðar er reyndar framleitt með olíu, en hér er það framleitt með vatni. 

Það þarf því ekki að hugsa það lengi til að sjá að svona vantar okkur og það kemur og því fyrr því betra. Allt kostar og olía líka, hún verður ekki ódýrari og gildir einu hvar eða hvenær hún finnst.  Rannsóknar nefndir og skýrslusmiðir kosta líka sem og svona framkvæmd, sem vel er hægt að byrja að nota þó hún nái ekki hringinn.  En fyrst þarf að finna leguna og grundvöllinn.            

Hrólfur Þ Hraundal, 31.3.2013 kl. 10:23

19 identicon

Sammála þér Hrólfur. Að öllu leyti.
Bý rétt við þjóðveg no. 1, og þetta eru engir smáræðis þungaflutningar sem fara hér hjá.
Ímyndi menn sér bara fiskflutninga o.fl, - þegar verið er að stíma með vörur frá austurlandi og í bæinn og annað til baka, þetta er hellingur.
Svo annað, t.d. byggingarefni og svoleiðis nokk.
Strandsiglingar eiga eftir að "tappa" þungaflutningum og umderð af þjóðvegunum í senn.
Gaman væri að vita hvort ekki væri hægt að vera með smá farþegaflutninga með. Þetta er að komast í tísku, sbr. hinn vinsæli norski póstbátur ;)

Jón Logi (IP-tala skráð) 31.3.2013 kl. 10:45

20 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Já Jón Logi. Það var klassi að ferðast með Heklunni og Esjunni ef manni lá ekki dauðan á og samt voru þær ekki svo lengi í förum.  

Hrólfur Þ Hraundal, 31.3.2013 kl. 11:09

21 identicon

Að sönnu hefur aldrei verið formaður fyrir Framsóknarflokknum sem heitið hefur Þorsteinn Briem.  Þosteinn Briem hét hinsvegar síðasti formaður Bændaflokksins, og var frægur bókasafnari.

Fyrsti formaður Framsóknarflokksins hét Ólafur Briem og var faðir umrædds Þorsteins.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 31.3.2013 kl. 12:14

22 identicon

Nú varð mér lítillega á í messunni.  Formaður Bændaflokksins var sr. Þorsteinn Briem þingmaður Dalamanna, en bókasafnarinn var  Þorsteinn Þorsteinsson sýslumaður í Dalasýslu.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 31.3.2013 kl. 12:27

23 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Jón Logi.Þetta er akkúrat það sem ég er að tala um með því að tengja strandflutninga og ferðamannaiðnað saman.

Jósef Smári Ásmundsson, 31.3.2013 kl. 12:32

24 Smámynd: Þorsteinn Briem

Rétt hjá þér, Þorvaldur S.

Faðir minn ólst upp hjá afabróður mínum, Þorsteini Briem á Akranesi, og ég heiti í höfuðið á þeim mæta manni, sem var þingmaður Dalamanna og sonur Ólafs Briem, fyrsta formanns Framsóknarflokksins.

Þorsteinn Briem


Ólafur Briem

Þorsteinn Briem, 31.3.2013 kl. 12:50

25 identicon

Það er bara stæll að fara með skipi. Og kannski hægt að búa svo um hnútana að taka bíl með og fara út á miðri leið t.d.
Afi minn heitinn fór með nokkrum ungum piltum með strandflutningaskipi frá Reykjavík til Raufarhafnar, hvar þeir stigu á land með reiðhjól sín, og hjóluðu til Reykjavíkur. Það mun hafa verið 1930, og þeir eyddu 10 dögum í hjólatúrinn. Voru létt búnir og keyptu kost nær jafn óðum í kauptúnum og sveitabæjum.
Stæll á þessu!

Jón Logi (IP-tala skráð) 31.3.2013 kl. 15:21

26 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Er fólk búið að gleyma hvers vegna strandferðirnar lögðust af? Markaðurinn tók þá ákvörðun en ekki ríkisvaldið. Það verður alltaf tap á strandsiglingum, bara spurning hvort er betra; niðurgreiða strandsiglingarnar eða veita meira fé í vegakerfið.

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.3.2013 kl. 15:50

27 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Nýja siglingaleiðin dregur úr landflutningum og sparar þannig dýra olíu.

Jafnframt því að draga þannig úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda minnkar álag á þjóðvegakerfið."

Samskip - Strandsiglingar að hefjast


Samskip og Eimskip eru einnig með landflutninga.


Landflutningar - Samskip


Flytjandi - Eimskip

Þorsteinn Briem, 31.3.2013 kl. 17:10

28 identicon

Það væri gaman að vita hvernig þetta kemur verðlega út í dag m.v. þann tíma er þær voru lagðar af. Hækkun á olíu ætti að vera strandsiglingum í vil, og sú hefur heldur betur orðið.
Og.....stundum klippist hringvegurinn....eru menn ekki að gleyma nokkrum tilfellum?

Jón Logi (IP-tala skráð) 31.3.2013 kl. 20:29

29 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Sammála Gunnar.Það verður að meta hvað kemur betur út peningalega.

Jósef Smári Ásmundsson, 31.3.2013 kl. 21:32

30 identicon

Væru vöruflutningar á landi látnir greiða raunkostnað við viðhald og rekstur vegakerfisins væri ekki spurning hver útkoma dæmisins væri, en eins og kunnugt er slítur hver flutningabíll veginum á við 6000 fólksbíla.  Það má því segja að vöruflutningar á landi séu stórkostlega niðurgreiddir og í því sambandi væri verulega þjóðhagslega hagkvæmt að styrkja sjóflutninga.  Það er til dæmis algerlega út í hött að flytja áburð, sement, steypustyrktarjárn eða aðra þungavöru landleiðis.  En nú þykjast tvö skipafélög geta þetta án styrks og er það vel.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 1.4.2013 kl. 11:23

31 identicon

Það er samt nógu dýrt að reka vörubíl !

En ekki má gleyma því að ekki eru alls staðar hafnir. Vöruflutningar á vegum eru óhjákvæmilegir, - þurfa bara ekki að vera svona miklir.

Og enn er ég skotinn í hugmyndinni um farþega með ;)

Jón Logi (IP-tala skráð) 1.4.2013 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband