Allt of lítið um "lestur pistils."

Gleðilega páska.

Á helgi sem þessari, þegar umferð er með rólegra móti og enginn ætti að vera stressaður, þykiir það fréttnæmt að "lögregla lesi vegfarendum pistilinn" eins og sést hér á mbl.is.

En hversdagsumferðin hjá okkur er svosem ekkert til að hrópa húrra fyrir.   

Ekki eru gefin stefnuljós við gatnamót eða í hringtorgum og þúsundum ökumanna haldið í gíslingu daglega í umferðinni hér á landi.

Mönnum er varnað að komast á milli akreina, andstætt því sem tíiðkast erlendis.

Menn kunna ekki eða fara ekki eftir "rennilás"- eða "tannhjóls"aðferð þar sem tvær akreinar renna saman í eina.

Menn sýna þeim sem á eftir þeim eru við umferðarljós algert tillitsleysi með því að drattast ekki af stað fyrr en þeim hentar þegar löng biðröð bíla er á eftir þeim.

Menn leggja af algerlegu tillitsleysi í bílastæði þannig að það eyðileggur yfir þeim sem vilja leggja í stæðin við hliðina.

Og bílar fólks, sem ekki er hreyfihamlað, eru daglega í bílastæðum sem ætluð eru hreyfihömluðum.

Þetta er íslensk umferð og hún er þess eðlis að það þykir frétt, sem eigi erindi "að lögregla lesi vegfarendum pistilinn."

En það er einmitt það sem alltof lítið er um, ekki vegna þess að það sé æskilegt í sjálfu sér að lögreglan "sé með leiðindi" heldur vegna þess að það er ástæða til þess að breyta háttalaginu í umferðinni úr sífelldum smáhernaði, sofandahátt og tillitsleysi yfir í ánægjulegt fyrirbrigði fyrir alla.


mbl.is Lögreglan las þeim pistilinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gleðilega páska!

Eitt sinn gekk ég yfir götu á rauðu ljósi að nóttu til í Kaupmannahöfn, þar sem ekki var bíl að sjá svo langt sem augað eygði.

En þá var lögreglan allt í einu komin við hlið mér og spurði hvað ég væri eiginlega að gera.

Ég sagðist vera frá Íslandi og þar væru engin svona ljós.

Lögreglan sagðist hafa skilning á þessu atriði og bað að heilsa til Íslands.

Þorsteinn Briem, 31.3.2013 kl. 13:13

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Góð grein Ómar.

Ég ,,flutti konu mína inn" frá Þýskalandi, eða réttara sagt hún tók mig "í fóstur". Það er margt sem við getum lært af Þjóðverjum í umferðinni og umhverfismálum. Fljótlega sagði hún við mig að við Íslendingar værum bæði ,,umhverfissóðar"  og ,,umferðarsóðar"  Við notum ekki stefnuljós nema í undantekningartilfellum. Við þjösnumst of oft áfram. Við hjálpum ekki samferðarfólki okkar, nema að við búum á landsbyggðinni. Við búum til reglur af kerfisköllum, í stað þess að búa til reglur til þess að vinna með fólki. Þannig megum við oft ekki  beygja til hægri þegar rautt er áfram, þó engin umferð sé til vinstri. Sennilega það vitlausasta sem gert hefur verið er að þrengja þau mörk sem hafa verið sem viðmið til sekta. Þannig voru þeir sem  áður óku á  94-96 km hraða, þar sem hámarkshraði var 90  ekki kærðir, nú er viðmiðið 92. Þessi heimskulega regla tekur  ekki tillit til sálfræðinnar. Ef ekið er með tilfinningu í  stað rökhyggju, verður til hættuminni akstur.

Varðandi umhverfismálin þá segir konan okkur verða ,,umhverissóðar". Við eigum bara svo stórt land og erum svo hrokafullir og þess vegna komust við upp ´með þessa óhæfu. Skila hana betur og betur með árunum. Ómar var ríkisstjórnin ekki að  knýja í gegn virkjun í Bjarnaflagi? Erum við samherjar eða mótherjar í því máli. Ég er alfari því meðfylgjandi að náttúran fái að njóta vafans í því tilfelli. Ég er reyndar sannfærður um að við séum sammála hvað það varðar.

Sigurður Þorsteinsson, 31.3.2013 kl. 13:23

3 identicon

Flott saga Steini Briem.

En hvað hefur komið fyrir Sigurð Þorsteinsson? Allt í einu "vernünftig".

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 31.3.2013 kl. 13:30

4 Smámynd: Ólafur Ingi Brandsson

Ég held að það væri góð hugmynd að setja á fót "Umferða-Lögreglu" sem hefur þann eina tilgang að taka fyri umferðarlagabrot eða almennan hálfvitaskap í umferðinni.

Ólafur Ingi Brandsson, 31.3.2013 kl. 16:18

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

6.10.2011:

"Karlmaður á fertugsaldri var í gær dæmdur í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast með hótunum og lífláti á stöðumælavörð við skyldustörf.

Hann var einnig dæmdur fyrir ærumeiðandi móðganir."

Veittist að stöðumælaverði


23.11.2000:


"Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi 26 ára karlmann til að greiða sjötíu þúsund króna sekt í ríkissjóð fyrir að ráðast á stöðumælavörð og slá hann í andlitið með þeim afleiðingum að hann hlaut tvö sár yfir vinstra gagnauga og bólgnaði á vör. "

Sektaður fyrir að slá stöðumælavörð í andlitið

Þorsteinn Briem, 31.3.2013 kl. 16:49

6 identicon

Gleðilega páska.

Ég er innilega sammála öllum atriðum í þessum pistli þínum, Ómar.

Sigurbjörn H. Magnússon (IP-tala skráð) 31.3.2013 kl. 17:34

7 identicon

Góð grein Ómar, þetta er eins og talað útúr mínu hjarta. Og mér finnst að lögreglan megi alveg gera meira af því að tala bara við fólk og sleppa þeim með tiltal, mér leiðist þessi refsigleði. Síðan leiðist mér líka þegar sagt er "Við" um þjóðina. Þó að meirihluti fólks kunni ekki að keyra og sé tillitslaus þá leiðist mér að vera dreginn inní þann hóp.

maggi220 (IP-tala skráð) 31.3.2013 kl. 18:38

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Orðið "við"nota ég af því að mér leiðist að þykjast óskeikull þótt ég reyni eftir föngum að fara eftir því sem ég mæli með.

Ómar Ragnarsson, 31.3.2013 kl. 20:47

9 identicon

Það sem þarf að laga er ökukennslan, krökkunum virðist ekki vera kennt að gera neitt nema bakka í stæði og stoppa á rauðu ljósi. En svo er það vissulega sorgleg staðreynd að löggan skiptir sér ekki af ökulagi fólks nema það sé komið út í skurð.

Maron Bergmann Jónasson (IP-tala skráð) 31.3.2013 kl. 20:49

10 identicon

Ólafur það er til sérstök umferðarlögregla hér á Íslandi. Þá er ég að tala um umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Deildin sinnir umferðarlöggæslu á höfuðborgarsvæðinu.

http://logreglan.is/displayer.asp?cat_id=1042&module_id=220&element_id=15822

Ólafur G Sævarsson (IP-tala skráð) 31.3.2013 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband