Borgað sé í samræmi við not ?

Eitt af þeim lögmálum sem litið hafa dagsins ljós varðandi not fólks af auðlindum jarðar og þjónustu er lögmálið um það að þeir sem nota, borgi, og þá í samræmi við magn þessara nota.

Ljósasta dæmið um þetta er hvernig fólk borgar mismunandi mikið við eldsneytisdæluna eftir því hve miklu eldsneyti það eyddi eða eftir því hvað farartæki þeirra er sparneytið.

Ljóst er líka að bíll fjölskyldu með fjóra einstaklinga um borð í bíl, sem vega til dæmis samtals 400 kíló, eyðir meira eldsneyti en ef fjórir einstaklingar um borð vægju aðeins 200 kíló. Að þessu leyti er borgað meira fyrir þyngri farminn en hinn léttari.  

Í Japan eru í gildi reglur um opinber gjöld af bifreiðum þar sem bílar innan við 3,40 að lengd og 1,48 á breidd fá miklar ívilnanir. Þetta mætti kalla rýmisívilnum, þ. e. að þeir sem nota meira rými af malbiki borgi meira en hinir, sem lítið rými nota.

Þetta er drjúg upphæð. Þannig aka 100 þúsund bílar, líkla ca 4,50 metra langir að jafnaði, um austasta hluta Miklubrautar.

Ef meðallengd þessara bíla væri 4 metrar, sem samsvarar bílum af gerðinni VW Póló, Skoda Fabia o. fl. þ. e. næsta stærðarflokki fyrir neðan Golfklassann, myndu 50 kílómetrar af malbiki bara á Miklubrautinni losna á hverjum dagi sem annars eru þaktir stáli.

Stytting bíla myndi leysa ýmsa umferðarhnúta á álagstímum og spara útgjöld í vegamannvirkjum og viðhaldi þeirra.

Þess vegna væri sanngjarnt að taka upp rýmisgjald á bíla, miðað við lengd þeirra, og minnka önnur gjöld á bílum í staðinn.

Flug snýst um að lyfta þunga frá jörðu upp í mikla hæð og snýst líka um það að hafa vængi nógu stóra til að geta skilað honum um loftin blá. Því stærri vængir, því meiri loftmótstaða og eldsneytiskostnaður.

Farið er eftir þyngd varðandi gjald fyrir vöruflutninga í flugi og hvers vegna ekki að taka að einhverju leyti tillit til þyngdar varðandi fólksflutninga svo að þeir sem nota borgi að einhverju leyti í samræmi við not sín?   


mbl.is Farþegar rukkaðir út frá þyngd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: K.H.S.

Súrefnismælar á feitabollurnar . Samm´sla.

K.H.S., 3.4.2013 kl. 14:45

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ómar flýgur ætíð frítt,
út í löndin lítill,
það finnst feitum skolli skítt,
í skókassa sá trítill.

Þorsteinn Briem, 3.4.2013 kl. 15:46

3 identicon

Fólk með mörg börn þarf augljóslega lengri bíla og auðvitað skal það borga mest eins og í öllu öðru hérna

Wilfred (IP-tala skráð) 3.4.2013 kl. 18:04

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Fiat Multipla var allt fram til 2010 með sæti fyrir sex og aðeins 3,99 m langur.

Til landsins hafa nú verið fluttir nokkrir sex sæta kínverskir bílar með drifi á öllum hjólum, sem eru aðeins um 3,60 metra langir. Ford C-Max með sín sjö sæti er aðeins 4,38 metra langur.

Mun ráðlegra er að ívilna barnmörgum fjölskyldum með barnabótum en með því að hafa kerfi sem hvetur til bruðls.   

Ómar Ragnarsson, 3.4.2013 kl. 19:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband