4.4.2013 | 19:18
"Eðlilegt ástand" við Heklu síðan í fyrra er "óvissa."
Eftir að þessi bloggpistill er skrifaður gæti Hekla verið byrjuð að gjósa innan klukkustundar. Svona óútreiknanlegt er þetta fyrrum frægasta eldfjall landsins og skiptir engu hvort ástand til flugs við fjallið er gult eða grænt og ekki skiptir heldur máli hið stórbætta kerfi mælinga á svæðinu.
Síðast var ekki hægt að senda út gosaðvörun nema með minna en klukkustundar fyrirvara.
Fjallið er alveg einstaklega sérviturt ef hægt er að nota slíkt orðalag um eldfjall, en kannski frekar um eldfjall sem er með svona "mannlegt" nafn.
Þannig gaus árið 1913 um tíu kílómetra fyrir austan fjallið og hraun rann þá, og sömuleiðist gaus við Krakatind 1878, en þessi gos eru ekki talið til hreinræktaðra Heklugosa, heldur var skilgreining gossins 1947 sú að Hekla hefði sofið í 102 ár á undan því gosi. Skjálftavirkni 4,5 kílómetrum fyrir norðaustan hátind þess nú gefur því sennilega ekki sérlega nákvæma vísbendingu um það sem í vændum er.
Í hátt í þúsöld gaus fjallið nokkuð reglulega með hálfrar til einnar aldar millibili. En 1970 tók það allt í einu upp á því að gjósa aðeins 23 árum eftir næsta gos á undan og hefur síðan gosið reglulega með rúmlega áratugs millibili.
Eftir gosið 1991 velti einn af jarðfræðingum okkar upp þeim möguleika að fjallið sé að breyta um fasa og að verða jafnvel hættulegra en nokkru sinni fyrr, það er að það stefni í stóra sprengingu þar á borð við gosin í Vesuvíusi 79 f.kr., í Krakatá 1883, eða St. Helens suður af Seattle 1980 með tilheyrandi flóði sjóðandi eimyrju sem drepur allt sem á vegi verður.
Tvö önnur eldfjöll á Íslandi, Snæfellsjökull og Öræfajökull, geta verið hættuleg í þessu tilliti og þar með hættulegustu eldfjöll landsins vegna byggðar og umferðar í nágrenni við þau.
Óvissustigi aflétt af Heklu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Senn er horfið Suðurland,
Selfoss einnig hnakkaband,
það nú verður gríðar grand,
Guðna batnar loks ástand.
Þorsteinn Briem, 4.4.2013 kl. 19:44
Hvílíkur leirburður trekk í trekk...Þú átt verulega erfitt núna, Steini Breim. Hvert "bloggið" á fætur öðru eins og vanviti fari með fingurna á lyklaborðið. Sérðu þetta ekki sjálfur, maður ?
Ómar, er ekki hægt að losa okkur sem lesum hið ágæta blogg þitt, við þessa óværu ?
Már Elíson, 4.4.2013 kl. 23:49
Már Elíson,
Skammastu sjálfur í burtu, öfgahægri fáráður.
Þetta blogg er aldrei meira lesið en þegar ég birti hér vísur.
Tólf þúsund innlit hér síðastliðna viku, sem er met.
Þar að auki kemur þér ekkert við hverjir birta hér vísur og athugasemdir.
Þorsteinn Briem, 5.4.2013 kl. 00:10
Þetta eru mun erfiðari veikindi hjá þér en ég hélt, sé ég.
Hingað til hef ég ekki séð neina vísu og engar athugasemdir frá þér. Bara stolnar kópíur sem þú klínur öllum til ama hér og leirburð dauðans. - Öfgahægri...?...Sá er illa lasinn.
Már Elíson, 5.4.2013 kl. 18:36
Steini Brím
á ekkert stím
sem Heklu getur stoppað
eins og lím
hans endarím
ekkert getur toppað
p.s. þetta var altso öfugmælavísa
Jón Logi (IP-tala skráð) 6.4.2013 kl. 10:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.