Neyðarlegt eftir tveggja ára starf við nafnasöfnun.

Svo vill til að ég hitti Guðmund Franklín fyrir nokkrum dögum og talið barst að því lymskulega erfiða verki að safna tilskildum fjölda meðmælenda og frambjóðenda fyrir kosningar.

Hann sagðist hafa gert sér grein fyrir þessum vanda fyrir löngu og því tekið tvö ár til að vinna þetta verk og væri því með þetta allt á hreinu.

Ljóst er líka af málatilbúnaði og höfuðstöðvum framboðsins, sem ég rakst á fyrir tilviljun, að mikil vinna hefur farið fram i langan tíma fyrir þetta framboð.

Þess vegna er sú uppákoma að Guðmundur hafi getað tekið þátt í stjórnlagaþingkosningunum 20. október sl. en sé ekki á kjörskrá núna neyðarleg.

Raunar finnst mér tilefni til þess að endurskoða þau skilyrði, sem Íslendingar erlendis verða að sæta til þess að geta kosið hér á landi.

Með tilkomu nets, farsíma og netpósts með facebook og aðgengi að íslenskum fjölmiðlum og löndum sínum hér heima dagi og nótt er það liðin tíð hjá mörgum Íslendingum erlendis að detta út úr íslensku samfélagi.

2007 var sérstakur umræðuþáttur um umhverfismál í Sjónvarpinu en enginn slíkur nú. Finnst mér það furðuleg ráðstöfin í landi, þar sem náttúra og umhverfi leika stærra hlutverk en í flestum öðrum löndum.

Talsmenn Hægri grænna geta því líklega komist hjá því að skilgreina þá stefnu, sem þeir kenna við græna litinn, en ég hef heyrt af afspurn að felist í því að virkja alla þá orku sem virkjanleg er hér á landi.


mbl.is „Þetta er auðvitað bölvað klúður“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ómar vissulega neyðarlegt. Mér fannst líka neyðarlegt að ríkisstjórnin náði aðn á fram virkjun í Bjarnarflagi. Hvernig er tilfinning þín fyri rmálinu?

Sigurður Þorsteinsson, 4.4.2013 kl. 20:12

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ansi er hann Gummi grænn,
gat í tvö ár verið kænn,
kallinn er á velli vænn,
vitlaus þó og of einrænn.

Þorsteinn Briem, 4.4.2013 kl. 20:14

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þetta er ekki alls kostar rétt með Bjarnarflagsvirkjun. Virkjunin var búin að fara í gegnum mat á umhverfisáætlun fyrir áratug og er komin með öll formleg leyfi og með grænt ljós í rammaáætlun.

Hún er sama eðlis og Fljótsdalsvirkjun var 1999 þegar átti að keyra drekkingu Eyjabakka í gegn á því að samkvæmt lagabókstaf hefði hún farið í gegn áratug fyrr.

Forsendur Bjarnarflagsvirkjunar og mats á umhverfisáhrifum hennar eru líka brostnar nú, vegna þess að komið hefur fram í ljósi reynslunnar af mati á umhverfisáhrifum Hellisheiðarvirkjunar, að það var varla pappírsins virði.

Enda má þó bóka: Það verður ekki átakalaust sem menn fá að komast upp með það að endurtaka hörminguna á Hellisheiði við Mývatn.

Ómar Ragnarsson, 6.4.2013 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband