Nálgast "dýrðina" frá 1931.

Framsóknarflokkurinn fékk meirihluta þingmanna í Alþingiskosningunum 1931 þótt fylgið væri aðeins 35%. Ástæðan var óréttlæti í úthlutun þingsæta. 35% atkvæða vógu meira en 65%.

Nú er flokkurinn að sigla yfir í svipaða "dýrð" og 1931 að fá meirihluta á þingi út á afgerandi minnihluta atkvæða, - að rúmlega 40% greiddra atkvæða skili fleiri þingmönnum en tæplega 60%, og að aftur myndi þetta gerast vegna óréttlætis í úthlutun þingsæta.

Ef segja má að Sjálfstæðisflokkurinn gjaldi þess meðal annars nú að hafa verið aðal "brennuvargurinn" í aðdraganda Hrunsins er furðulegt að meðreiðarsveinninn í 12 af 13 árum í aðdraganda Hrunsins skuli fara með himinskautum í fylgi um þessar mundir.

Ástæðan getur verið sú að Framsóknarflokkurinn losaði sig við líkin í lestinni strax við Hrun. Fólk er búið að gleyma Halldóri Ásgrímssyni, Finni Ingólfssyni, Valgerði Sverrisdóttur og Siv Friðleifsdóttur.

Fólk er búið að gleyma öðrum aðalgerandanum í því að kveikja hér stærstu græðgissápukúlu allra tíma með einkavinavæðingu bankanna og eldsneyti fyrir þá í formi þess að hrinda af stað kapphlaupi á húsnæðislánamarkaði auk skefjalausra stóriðju- og virkjanaframkvæmda.

Aðeins ári fyrir hið fyrirsjáanlega hrun (bankakerfið var dauðvona haustið 2006) hrópuðu Framsóknarmenn: "Árangur áfram! Ekkert stopp!" en þessari grátbroslegu staðreynd er fólk búið að gleyma.

Sjálfstæðisflokkurinn situr hins vegar uppi með Bjarna Benediktsson og fleiri sem tengjast Hruninu blasa við kjósendum.

Hið hlálega er að hvorki Framsóknarmenn né aðrir áttu von á því að dómur EFTA-dómstólsins félli Íslendingum í vil, en þessi dómur, sem var einstakt happ, varð helsta rósin í hnappagati Framsóknarmanna og þó einkum Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.

2009 lögðu Framsóknarmenn til flata niðurfellingu á skuldum en stjórnarflokkunum fannst ekki réttlátt að sá hluti skuldara, sem ekki þyrftu á slíku að halda, fengju að njóta slíks.

Í staðinn var farið út í afar flókna og seinlega úrvinnslu á skuldavanda heimilanna sem hefur ekki leyst þann vanda nema að allt of takmörkuðu leyti eins og umræðan nú sýnir glögglega.

Og nú viðurkenna margir andstæðingar Framsóknarmanna að tillögur þeirra hefðu verið framkvæmanlegur valkostur 2009, að minnsta kosti að einhverju marki, en segja á móti, að nú sé ástandið miklu flóknara en þá.

En þarna nýtur Framsókn "eftirá"útskýringa og þar með er varpað trúverðugra ljósi en ella á gylliboð þeirra nú.  

   


mbl.is Framsókn fengi 40%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er furðulegt.

Mesta og spilltasta afturhaldsklíkan á klakanum, Framsókn, er orðin toppurinn í tilverunni hjá innbyggjurum.

Kögunar strákurinn „for president“.

 Hvar er skynsemin, hvar er raunsæi?

Hvar er „commin sense“?

Djísus kræst!

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 5.4.2013 kl. 13:53

2 identicon

Hver þjóð fær þá ríkisstjórn sem hún á skilið. Íslendingar virðast ekki eiga gott skilið.

Stefna Framsóknarflokksins er bólu- og hrunstefna. Líklegast er hún ekki framkvæmanleg. Sigmundur Davíð hefur þó tilkynnt að það verði stofnuð nefnd til að finna leiðina og að það sé ekki í boði að komast að því að þetta sé ekki hægt!!!

Blekkingin um að skuldalækkunin verði ekki á kostnað ríkissjóðs virðist ganga vel í fólk. Þó er ljóst að ef þetta fé finnst  þá er hægt að verja því í hvað sem er á vegum ríkisins. Meira vit væri í að greiða niður himinháar skuldir ríkisins og auka fjárframlög til Landsspítala.

Skuldaleiðrétting ætti aðeins að ná til þeirra sem keyptu sína fyrstu íbúð 2006-2008 enda eru skuldir heimilanna sem hlutfall af landsframleiðslu ekki hærri en 2006. Einnig þarf að rétta hag leigjenda sem Framsóknarflokkurinn horfir alveg framhjá. 

Mér finnst ótrúlegt að fólk kaupi það að það sé á valdi ríkisstjórnarinnar að færa fé frá erlendum vogunarsjóðum til skuldara. Ég held að margir sem ætla að kjósa Framsókn þegi um það eins og mannsmorð. Allavega vill engin kannast við það svo að ég verði var við.

Það er undarleg forgangsröðun að lækka fasteignaskuldir auðmanna og annarra sem fara létt með að greiða skuldir sínar en láta þá verst settu sem ekkert eiga sitja á hakanum.

Ásmundur (IP-tala skráð) 5.4.2013 kl. 17:37

3 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Alltaf hékk Framsókn í mörg ár, inni sem hinn stjórnarflokkurinn með Sjálfsstæðisflokknum þrátt fyrir að hafa ekki hlotið nema örfáa prósent kosningu á landsvísu. Sníkjudýr á fíl sem hékk þarna og saug næringu frá þjóðinni elítunni innan flokksins til ágóða. Söguna þekkjum við öll.

Ragna Birgisdóttir, 5.4.2013 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband