5.4.2013 | 15:00
Jafnræði fæst aðeins án álvers.
Álver á Bakka datt upp fyrir af því að "túrbínutrixið" úr Laxárdeilunni dugði ekki, sem sé að ana af stað með stærstu mögulegu framkvæmdir og binda hendur allra á hálfu landinu fram í tímann án þess að vitað væri, hvort það væri til orka né fáanlegt viðunandi orkuverð. Að ekki sé minnst á gríðarleg óafturkræf umhverfisspjöll og eyðileggingu einstæðra náttúrugersema.
Ef menn krefjast jafnræðis á milli Bakka og Helguvíkur ætti risaálver í Helguvík að detta út af borðinu á nákvæmlega sama hátt og af sömu orsökum og álverið á Bakka. Þetta er ekki flóknara en það.
Harðar deilur um Helguvík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.