Þarf að stjórnarskrárverja sjálfstæði og tilvist lykilstofnana.

Sú var tíðin fyrir um áratug að ef ráðamenn töldu að opinberar eftirlitsstofnanir mökkuðu ekki rétt, var þeim í fyrst hótað að þær yrðu lagðar niður og þær síðan lagðar niður ef hótanir dugðu ekki.

Þetta var illu heilli gert við Þjóðhagsstofnun og látið í veðri vaka að greiningardeildir bankanna og hliðstæðir starfsmenn aðila vinnumarkaðarins gerðu þetta fullvel.

Annað kom á daginn, enda þessir aðilar engum háðir nema eigendum sínum og hagsmunum þeirra og bókstaflega grátbroslegt að sjá eftir á, hvernig "eftirlitshlutverk" greiningardeilanna var ekki einasta gagnslaust, heldur gaf alranga mynd af raunverulegu ástandi.

Fyrir bragðið var það eitt af helstu atriðum í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um Hrunið, að benda á þetta.  

Þegar Skipulagsstofnun lagðist gegn Kárahnjúkavirkjun 2002 sagði Davíð Oddsson að það yrði ekki liðið að "kontóristar úti í bæ" réðu neinu um þær framkvæmdir sem honum væru þóknanlegastar.

Í næsta úrskurði stofnunarinnar árið eftir flaug Villinganesvirkjun í gegn með láði, þótt með henni yrði sökkt landi undir miðlunarlón, sem fylltist af auri á nokkrum áratugum og virkjunin yrði þar með ónýt auk möguleika á flúðasiglingum, sem verða myndu ónýtir alveg frá byrjun.

Og hæstráðandi til sjós og lands gat látið vera að láta Skipulagsstofnun fjúka eins og Þjóðhagsstofnun. Hann hafði náð árangri með hótun sinni.

Í ljósi þessa er ákvæði í frumvarpi stjórnlagaráðs sem gerir það erfiðara fyrir valdafíkna ráðamenn að leggja niður að geðþótta mikilvægustu eftirlitsstofnanir þjóðarinnar.

Það vekur athygli mína, að  hve mörg mál koma upp um þessar mundir, sem er tekið á í nýju stjórnarskránni. Það sýnir að hennar er full þörf.   


mbl.is Ræða nýja þjóðhagsstofnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þér er það lagið Ómar að hagræða sannleikanum eins og þú telur þér henta hverju sinni.
Hvaða bankar voru með greiningadeildir þegar Davíð lagði niður Þjóðhagsstofnun forðum?

Guðmundur Bjarnason (IP-tala skráð) 6.4.2013 kl. 09:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband