Dregur enn í sundur með Framsókn og Sjöllum.

Þótt Sjálfstæðisflokkurinn bæti við sig 1,7 prósentustigum bætir Framsókn við sig 2,5, þannig að það dregur enn í sundur með þeim. Ef Sjallar eru ánægðir með þetta gildir hið fornkveðna, að "litlu verður Vöggur feginn."

Rétt eins og í byggðakosningunum 2010 skín í gegn óánægjan með núverandi stjórnmálaöfl og hegðun stjórnmálamanna, til dæmis á Alþingi, að undanskildum Framsóknarflokknum að sjálfsögðu.

Einhver hefði látið segja sér það tvisvar að tveir nýir flokkar, Björt framtíð og Píratar, væru komnir í svipað fylgi og Samfylkingin, að Vinstri grænir stefndu í að fá aðeins um þriðjung þess fylgis, sem þeir fengu í kosningunum 2009 og að meira en 30% kjósenda ætluðu að kjósa einhver önnur framboð en fjórflokkinn.  


mbl.is Sjálfstæðisflokkur bætir við sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Hvað ætli margir skili auðu til að sýna andúð sýna á stjórnkerfinu!

Sigurður Haraldsson, 15.4.2013 kl. 12:22

2 identicon

Segðu Sigurður!

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 15.4.2013 kl. 12:34

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Halda mætti að þú treystir skoðanakönnunum eins og nýju neti, Ómar Ragnarsson.

Hver heldur þú að skekkjumörkin séu í þessum skoðanakönnunum?!

Þú segir: "Þótt Sjálfstæðisflokkurinn bæti við sig 1,7 prósentustigum bætir Framsókn við sig 2,5, þannig að það dregur enn í sundur með þeim."

Hvort fylgi þessara tveggja flokka hefur í raun aukist eða minnkað frá síðustu skoðanakönnun veit enginn.

Í síðustu alþingiskosningum fengu Vinstri grænir um 20% færri atkvæði í kosningunum en skoðanakönnun Capacent Gallup á fylgi flokkanna sýndi í sama mánuði og kosningarnar fóru fram.

Framsóknarflokkurinn fékk hins vegar um 40% fleiri atkvæði í kosningunum og Borgarahreyfingin um 140% fleiri atkvæði en skoðanakönnunin sýndi.

Kosningar til Alþingis 25.4.2009


Capacent Gallup 8.4.2009: Lítil breyting á fylgi flokkanna

Þorsteinn Briem, 15.4.2013 kl. 13:13

4 Smámynd: Sævar Óli Helgason

Yaaaaarrr... Áfram Píratar...!

Sævar Óli Helgason, 15.4.2013 kl. 14:55

5 identicon

Hefur fólk yfir 67 ára ekki lengur kosningarétt?

eða skiptir skoðun þeirra bara engu máli

Grímur (IP-tala skráð) 15.4.2013 kl. 19:57

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég trúi ekkert á skoðanakannanir en man hins vegar ekki eftir könnun, sem hefur reynst áberandi röng, þegar hægt hefur verið að sannreyna hana nokkrum dögum síðar í kosningunum sjálfum.

Ómar Ragnarsson, 16.4.2013 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband