Eini óumbreytanlegi þingmeirihlutinn.

Þrátt fyrir kröfu þjóðfundar og þjóðaratkvæðagreiðslu um jafnt vægi atkvæða og aukið persónukjör, sem frumvarp stjórnlagaráðs til nýrrar stjórnarskrár endurspegaði, virðist einhver ósýnilegur þingmeirihluti þvælast fyrir umbótum í þessum málum.

Það leiðir hugann að því að allt frá október 1959 hefur verið einn og sami þingmeirihlutinn allan þennan tíma:

Það er sá meirihluti þingmanna sem er fyrir hverjar kosningar í "öruggum sætum" og getur setið rólegur á kosninganótt með sitt glas og fagnað því óhjákvæmilega, að vera kosnir á þing.

Þetta myndi breytast ef val þingmanna yrði alfarið fært inn í kjörklefana. Nú eru svo miklar sviptingar á atkvæðafylginu að hugsanlega gæti þetta breyst 27. apríl.

Þess má geta, að í síðustu kosningunum með gamla laginu, í júní 1959, féll Emil Jónsson forsætisráðherra í kjördæmi sínu í Hafnarfirði, og Jón Pálmason, forseti sameinaðs Alþingis, féll í Austur-Húnavatnssýslu.  


mbl.is 82% munur á atkvæðavægi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"4. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er?

sögðu 78,4%.

5.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt?

Já sögðu 66,5%.
"

Niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október 2012 - Þorkell Helgason stærðfræðingur

Þorsteinn Briem, 15.4.2013 kl. 20:19

2 Smámynd: Sigurður Antonsson

Lýðræðið er ófullkomið, sérstaklega fulltrúalýðræðið. Betri stjórnarskrá átti að bæta hér úr. Jafn kosningaréttur er grundvallaratriði og persónukjör eykur rétt kjósenda. Gömlu flokkarnir hafa fyrir löngu undirbúið kosningabaráttuna með hliðsjón af misvægi atkvæða. Þeir höfðu engan áhuga á að bæta stjórnarskrána.

Fimm prósent hlutfallið er líka ósanngjarnt fyrir nýja flokka, lágmark til að koma að manni, einkum þegar stóru flokkarnir eru styrktir af ríkinu.

Þeir sem vilja beint lýðræði eiga að kjósa þá flokka sem vilja breytingar. Er það ekki Lýðræðisvaktin og Píratar? Það hefur sannað sig í löndum eins og Sviss að kjósendur eru mun hæfari til að taka ákvarðanir en fullrúar í flestum málum. Kjósendur eru miklu betur upplýstir en áður, þökk sé netinu. Steini Briem er eldsnöggur að ná fram staðreyndum sem skipta máli.

Sigurður Antonsson, 15.4.2013 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband