Hundruð frambjóðenda hafa ekki getað kosið sig sjálfa.

Síðan núverandi kjördæmaskipan var tekin í meginatriðum1959, hafa Alþingiskosningar verið haldnar 17 sinnum og frambjóðendur hafa samtals verið vel á annan tug þúsunda. Algengt hefur verið að fólk hafi boðið sig fram í öðru kjördæmi en það hefur átt lögheimili í og er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gott dæmi um það.

Í kosningunum 2007 var ég til dæmis í framboði í öðru kjördæmi en ég á heima í og þetta er mjög algengt.

Þessi vegna finnst mér það varla fréttnæmt þótt svona sé háttað um Sturlu Jónsson en öllu fréttnæmara verður hvernig framboðinu reiðir af í höndum landskjörstjórnar á morgun.


mbl.is Sturla getur ekki kosið Sturlu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er nú eðlisólíkt þar sem framboð Sturlu er í raun og veru eins manns framboð.

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 16.4.2013 kl. 07:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband