Koltrefjarnar enn í sókn. "Eitthvað annað".

Það eru nokkrir áratugir síðan koltrefjar (composite) komu til sögunnar í flugvélagerð og fyrstu flugvélarnar, smíðaðar nær eingöngu úr þessu efni, komu til sögunnar.

Þetta voru yfirleytt litlar flugvélar, oft heimasmíðaðar. En síðan hafa þessi efni rutt sér til rúm, hægt og bítandi, og nýjasta Dreamlinerþotan hjá Boeing er að stórum hluta úr þessu efni, stærri hluta en nokkur önnur slík vél núna.

Þegar vélinni var hleypt af stokkunum sagði forstjórinn að þetta efni væri framtíðin og að hugsanlega sæu menn fram á stóra þotu þar sem ytra byrðið að minnsta kosti væri allt úr þessum efnum.

Af hverju?

Jú, vegna þess að í hverri þotu úr áli eru þúsundir svokallaðra hnoða, það er hnoðnagla, sem festa einstakar álplötur saman. Til þess að hnoða þessi hnoð þarf mörg hundruð starfsmenn, sem kostar fé að hafa í vinnu.

Orkan, sem þarf til að framleiða koltrefjar, er brot af þeirri orku sem þarf til að framleiða jafn mikið magn af áli.

Þess vegna er framrás koltrefjannna vondar fréttir fyrir áltrúarmenn á Íslandi, sem eru eins og nátttröll frá liðinni öld, þar sem sú trú var lögfest á Íslandi að því meiri orku sem hægt væri að selja "orkufrekum iðnaði", þ. e. stóriðju, á sem allra lægstu verði, því betra.

Koltrefjarnar eru í þeirra huga eitt af því vonda, sem fellur undir hugtakið og skammaryrðið "eitthvað annað."

Nú er runnin upp öld, þar sem orðið og takmarkið "orkumildur iðnaður" er ekið við af eftirsókninni eftir orkubruðlinu því að annars mun mannkynið ekki komast í gegnum 21. öldina.

En áltrúarmenn mega ekki heyra slíkt nefnt. Þeir lifa aðeins fyrir líðandi stund og gefa skít í líf og kjör komandi kynslóða.  


mbl.is Undirbúningur á fullu í koltrefjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eitt af þeim efnum sem notað er í trefjablöndur er hör. Gífurlega sterk náttúruafurð, og auðræktanleg á Íslandi. Takir þú 3 hörstrá (þroskuð) og vindir þau saman, duga þau til að hengja þig!!!!
Þetta er notað í sívaxandi mæli í bílaiðnaði, allt frá klæðningu (dúk) yfir í trefjar í "plaststeypu", - sem sagt trefjablöndu.

Að sjálfsögðu þurfti að blása þessa sprotastarfsemi af á Íslandi. Hér var um stutt bil ræktaður hör á hundruðum hektara. En.... Þetta var landbúnaður......susss susss, og svo þurfti að hefta hér "þenslu" sem til kom af framkvæmdum austan til. Það má segja að hér hafi trefjaiðnaðurinn verið valtaður yfir af áliðnaðinum.
Besti brandarinn er þó sá, að meira fer af áldósum í ruslið (ó-endurnýtt) en samsvarar massanum í fljúgandi flugvélaflota heimsins.....á ári!

Jón Logi (IP-tala skráð) 16.4.2013 kl. 11:02

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Þetta er einnig að verða mjög áberandi í flugvélaiðnaði þar sem flugvélaframleiðendur keppast við að minnka þyngd flugvélanna til að spara eldsneyti.

Skrokkur og vængir á nýjustu flugvél Boeing 787 Dreamliner eru til að mynda um 50% úr trefjum.


Við sjáum einnig þessa þróun í þyrluflugi en nútímaútgáfur af Super Puma og Douphin þyrlum Eurochopter eru með allt burðarvirki úr trefjum, sem og flest allir skrokkhlutar þyrlnanna.

N
otkun á trefjum er ekki bundin við þessar greinar eingöngu því flestar iðngreinar hafa tekið þessum efnum fagnandi og nota trefjar í æ ríkari mæli.
"

Hátæknisetur Íslands á Sauðárkróki

Þorsteinn Briem, 16.4.2013 kl. 11:06

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

11.12.2011:

"Bandaríski bílarisinn General Motors hefur greint frá samstarfi við leiðandi koltrefjaframleiðanda, Teijin Limited.

Með samstarfinu er ætlunin að auka notkun koltrefja umtalsvert í bílum GM.

"GM is [...] the world's largest automaker, by vehicle unit sales, in 2011."

Fyrirtækið Teijin Limited hefur þróað nýja framleiðsluaðferð á koltrefjum, sem gerir framleiðsluferlið styttra og hagkvæmara."

Íslenski bílavefurinn

Þorsteinn Briem, 16.4.2013 kl. 11:11

5 identicon

Einn fyrsti bíllinn sem Ford gerði var með yfirbyggingu úr Hampi og gekk á Hampolíu.

Pálmi Einarsson (IP-tala skráð) 16.4.2013 kl. 13:44

6 identicon

Nútíma svifflugur eru byggðar úr koltrefjum.  Þrjár nýjustu svifflugur Svifflugfélagins eru gerðar úr koltrefjum sem gerir þær léttari og sterkari. Þær þekkjast á því að innri hlið og ómálaðir fletir eru svartir að lit. 

Kristján Sveinbjörnsson (IP-tala skráð) 16.4.2013 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband