Hver dagur er gjöf.

IMG_7404Hver dagur lífsins er gjöf. Stundum er munurinn á milli þess að lifa þann daginn og að hann verði hinn síðasti afar lítill og mínúta getur til dæmis skipt máli eins og kemur fram í frétt á mbl.is.IMG_7397

Ég er til dæmis þakkláttur fyrir mörg skipti, þar sem litlu mátti muna og rakst á eitt þeirra þegar ég var að þýða myndina "In memoriam?" sem ég gerði fyrir tíu árum um Kárahnjúkavirkjun fyrir erlendan markað og ætla að frumsýna hér á landi á næstunni, ef Guð lofar. IMG_7396 

Set hér inn stillimyndir úr kvikmyndarskeiði úr myndinni og rétt er að taka fram, að vegna þess hvernig þær eru teknar út, eru þær óskýrar, og að fyrir slysni er ljósmynd úr lokum atburðarásarinnar efst.  IMG_7399 

Á næstefstu ljósmyndinni stend ég eins og lítill dökkur depill neðst í horninu vinstra megin upp við tvö stór ísbjörg undir munna íshellis í Kverkfjöllum og er að gera viðvörunarfrétt vegna hættu á íshruni. IMG_7400

Segi frá því að u.þ.b. einu sinni á hverju ári hrynji jafnvel allt hellisþakið niður þarna yst. IMG_7401

Síðan hleyp ég burtu og byrja aftur að taka mynd fjær, en þá, um það bil mínútu eftir að ég stóð upp við ísbjörgin, hrynur ca þúsund tonna ísstál niður.

Á fjórðu mynd ofan frá sjást ísbjörgin, sem staðið var við, ennþá en eru á næstu mynd, næsta sekúndubroti, horfin sekúndubroti síðar inn í  griðarlega flóðbylgju, sem þeytist meir en tíu metra upp í loftið, blönduð stórum íshnullungum, skellur yfir staðinn þar sem ég stóð rétt áður.

Líkurnar á að ná þessu kvikmyndarskeiði á þann hátt sem það var tekið, með inn"súmmi" og útsúmmi, var um einn á móti 30 milljónum !

Já, maður má þakka fyrir hvern dag, hverja stund og hverja mínútu.  IMG_7401


mbl.is „Mínúta sem skilur á milli“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Næstum varð hann undir ís,
í ansi góðu súmmi,
ætíð honum voðinn vís,
í vinnu jafnt sem rúmmi.

Þorsteinn Briem, 16.4.2013 kl. 15:23

2 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Gott er að hafa það alltaf í huga: Hver mínúta sem við lifum er dýrmæt. Þakklæti er eitthvað sem við gleymum stundum: Þakklæti að lifa, þakklæti að geta gert ýmsa hluti, þakklæti að geta upplifað og njótið stundina.

Úrsúla Jünemann, 16.4.2013 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband