Tvö gerólík lönd þessar vikurnar.

Stundum er sagt að tvær þjóðir búi í landinu þegar kjörum er misskipt á milli þjóðfélagshópa.

En þetta getur líka átt við um landshagi, veðurfar og umhverfi.

Þannig er litla Ísland er eins og tvö gerólík lönd eða heimsálfur þessar vikurnar. Ég var að koma ofan frá Akranesi í kvöld í opnum bíl í 8-9 stiga hita á sama tíma snjóflóð falla á norðanverðu landinu og þar er allt á kafi í snjó og frera.

Þetta gerist helst á vorin og sem betur fer getur myndin stundum snúist við á sumrin þegar svöl og hryssingsleg suðvestan áttin með skúrum lemur syðri hluta landsins, en heitur og þurr hnjúkaþeyr með meira en 20 stiga hita steypist ofan af hálendinu fyrir norðan og austan í sólskini um sumardýrð.


mbl.is Minna slasaður en talið var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekur nú í opnum bíl,
eftirlaunaþeginn,
enginn sér þó auðan díl,
Akureyrarmegin.

Þorsteinn Briem, 17.4.2013 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband