Drægið reynist aðalatriðið.

Það liðu ekki mörg ár frá því að bílaöld hófst í raun á Íslandi fyrir réttum hundrað árum þangað til búið var að setja upp bensínstöðvar úti á landi. Síðan þá hefur notendur bílanna getað gengið að því vísu að geta lagt af stað upp í akstur án þess að þurfa að hafa sérstakar áhyggjur að verða eldsneytislausir.

Eftir hátt í aldar reynslu af þessu er skiljanlegt að notendur rafbíla setji fyrir sig takmarkað drægi þeirra.

Eldsneytislaus rafbíll er í raun á sama stigi og bilaður bíll.  

Jafnvel þótt hægt sé að stinga honum í rafsamband á staðnum jafngildir hann biluðum bíll meðan beðið er eftir því að hægt sé að aka honum aftur af stað.

Þegar fyrstu rafbílarnir komu hingað fyrir um 15 árum lét ég mér detta í hug að hægt væri að leysa þetta með rafbílum, sem væru þannig útbúnir, að hægt væri á afar fljótlegan og einfaldan hátt að skipta út tómum rafgeymum og hlöðnum á álíka löngum tíma á þjónustustöðvum og nú tekur að fylla bensíngeymi.

Þetta varndamál hefur hins vegar ekki tekist að leysa, heldur er reynt að framleiða blendingsbíla, þar sem eldsneyti á bílnum getur tekið við af raforkunni sjálfkrafa þegar raforkuna þrýtur.

Þessi bílar eru flóknari og dýrari smíð en annaðhvort rafbílar eða bensín/dísilbílar og þar hefur hnífurinn staðið í kúnni.

En það er framþróun í þessum málum, og vegna þeirrar sérstöðu Íslands að hafa yfir hreinni raforku að ráða hljótum við að stefna að því að vera í fararbroddi í þessum efnum.  


mbl.is Verðum í fararbroddi rafbílavæðingarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhallur Birgir Jósepsson

Ég held þetta sé ekki sambærilegt við upphaf bílaaldar.

Í fyrsta lagi er dreifing olíu (og bensíns) og áfylling miklu einfaldari en rafhleðslunnar.

Í öðru lagi hafa menn nú val um að vera á rafbíl eða bensín/dísil bíl, þá var í raun ekkert val.

Áfyllingin er enn í dag óyfirstigið vandamál rafbílanna. Skiptigeymar búa bara til annað risavaxið vandamál: Til að hafa þá til reiðu, t.d. í Borgarnesi eða Staðarskála, þarf stóra og öfluga hleðslustöð til að hlaða aftur á tómu geymana, sú hleðslustöð þarf öflug aðflutningkerfi, og svo þarf stóra geymsluskemmu fyrir bæði hlöðnu og tómu geymana eða öllu heldur geymasamstæðurnar.

Þá er eftir að tala um að enn hafa menn ekki komist yfir alvarlega ágalla í endingu geymanna. Tesla hefur vissulega tekist að vinna nokkuð á þeim vanda, en langt er enn í land að finna lausn sem er nægilega ódýr og praktísk til að duga.

Annað eldsneyti (alternative fuel) er vissulega bæði nauðsyn og eftirsóknarvert sem slíkt, en því miður er það bara ekki enn í augsýn sem nothæfur kostur.

Það mun hins vegar örugglega koma fyrr eða síðar. Á leiðinni til þeirra tímamóta þurfum við vissulega að prófa eitt og annað eins og metan, vetni, efnahvarfa o.s.frv. Almenningur verður samt ekki ginnkeyptur fyrir þessum "lausnum" fyrr en þær sanna sig.

Það er vissulega virðingarvert að sjá hve Renault/Nissan leggur mikið í að finna lausnina og verður fróðlegt að fylgjast með hvernig gengur. Ég hef hins vegar ekki mikla trú á að raftækjasalanum gangi vel í hörðum bílabransanum, ekki frekar en olíufélaginu gekk hér um árið í hörðum heimi bókabransans.

Þórhallur Birgir Jósepsson, 17.4.2013 kl. 12:01

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Í umfjöllun um rafbílamálin í Morgunblaðinu í dag segir Gísli Gíslason, framkvæmdastjóri Even, fyrirtækið eiga von á að fá á næstunni indverskan rafbíl, e2o, og geti hann orðið ódýrasti bíllinn á markaðnum.

Þá sé von á bíl með um 500 kílómetra drægni í sumar."

Hámarksdrægni rafbílsins Nissan LEAF er 200 km., samkvæmt NEDC.

Nissan LEAF rafbíll í ELKO


Rafmagnskostnaður rafbílsins Nissan LEAF er 3 krónur á kílómetra, samkvæmt ELKO, eða 1.164 krónur á milli Reykjavíkur og Akureyrar (388 km.) og 1.437 krónur á milli Reykjavíkur og Húsavíkur (479 km.)

Og Hringvegurinn (þjóðvegur númer 1) er 1.332 km.

En meðalakstur einkabíla í Reykjavík er um 11.000 km. á ári, eða 30 km. á dag
.

Vegagerðin - Vegalengdir


Og miðað við rafbíla með 500 kílómetra drægni gæfist í langflestum tilfellum nægur tími til að hlaða bílana á Húsavík og í Reykjavík.

Þar að auki er hægt að stinga rafbílum í samband við innstungur íbúða.

"Nissan LEAF var valinn bíll ársins í Evrópu árið 2011."

Og Nissan LEAF kostar hér á Íslandi frá 4,69 milljónum króna.

"Rekstrarkostnaður rafbíla er umtalsvert lægri en bensínbíla.

Viðhald minnkar um allt að 2/3
og orkukostnaður er einungis brot af bensínkostnaði venjulegra bíla."

"Hröð þróun hefur orðið á rafhlöðum og hleðslutækni síðustu ár.

Hægt er að hlaða flesta rafbíla í venjulegri innstungu (210 volt), en þá tekur um 6-8 tíma að fullhlaða rafhlöðurnar.

Hægt verður að fá sérstaka hleðslustaura sem veita meiri orku inn á bílana (þriggja fasa rafmagn - 380 volt) sem styttir hleðslutímann í um 3 tíma.

Stefnt er að því að setja upp hraðhleðslustöðvar um allt land sem gerir flestum rafbílaeigendum mögulegt að 80% hleðslu á 15-30 mínútum."

Even rafbílar hf.

Þorsteinn Briem, 17.4.2013 kl. 12:26

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Alltaf best fyrir Sjálfstæðisflokkinn að láta allar nýjungar eiga sig.

Þorsteinn Briem, 17.4.2013 kl. 12:54

4 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Við á loftslag.is skrifuðum hugleiðingar um rafmagnsbíla árið 2010, þegar Nissan Leaf var nýlega kominn á markað, sjá <a href="http://www.loftslag.is/?p=7493">Rafmagnsbílar</a>. Þar eru m.a. örlitlar hugleiðingar um þær áskoranir sem um ræðir varðandi rafbílavæðingu. Þá var einnig byrjað á rannsókn til að skoða neyslumynstrið - þ.e. hvernig fólk velur að hlaða bílana og hvar og hvernig notkunin fer fram.

 Það virðast alltaf vera einhver hræðsla við nýjungar og breytingar, þannig að það er væntanlega mikil áksorun að breyta því hvernig við "fyllum" á bílinn í framtíðinni - en það mun leysast, enda ekki annað í boði en að hætta að brenna jarðefnaeldsneyti í því magni sem við gerum í dag.

Sveinn Atli Gunnarsson, 17.4.2013 kl. 14:05

5 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Hér er tengillinn virkur - Rafmagnsbílar

Sveinn Atli Gunnarsson, 17.4.2013 kl. 14:06

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 17.4.2013 kl. 14:51

7 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Já Steini, Amish fólkið er væntanlega gott dæmi um hræðslu við breytingar

Sveinn Atli Gunnarsson, 17.4.2013 kl. 14:57

8 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Er ekki bara hægt að hafa þetta eins og með gaskútana?Þú ekur á bílnum úr Reykjavík til Selfoss Færð þar bara annan bíl og heldur áfram en skilur hinn eftir í hleðslu.Nei ég segi nú bara svona.

Jósef Smári Ásmundsson, 17.4.2013 kl. 15:41

9 identicon

Sæll Ómar.

Ég hef alltaf notið þess að lesa þin blogg, enda eigum við eitt sameiginlegt áhugmál sem er einkaflugið. Við höfum hist nokkrum sinnum niður á Rvík flugvelli þar sem okkar áhugamál eiga samleið.  En mig langar að spyrja þig út í þessar athugasemdir, ávallt á þinni síðu, varðandi þennan Steina Briem..??? Svo virðist á öðrum bloggum að hann láti ekki sjá sig þar, en ávallt á þinni síðu.? Hvað veldur því að hann leggur sig við það, að kommenta ávallt á þína síðu.?? Þetta er bara forvitni að minni hálfu.

M.b.kv.

Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 17.4.2013 kl. 20:50

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sigurður Kristján Hjaltested,

Ómar Ragnarsson svarar ekki hér fyrir mína hönd.

Þér kemur ekki vitund við
hvar ég skrifa athugasemdir.

En Þú finnur þig að sjálfsögðu knúinn til að lesa allar athugasemdir sem aðrir skrifa á annarra manna bloggsíðum.

Og þar að auki sé ekki til neitt annað í heiminum en Moggabloggið, til dæmis Facebook.

Þorsteinn Briem, 17.4.2013 kl. 21:09

11 identicon

Sammála Sigurði.

Steini er að eyðileggja bloggið þitt með þessu óþolandi spammi !

Ég hef alltaf lesið þig Ómar en áhugi minn á þinum skrifum hefur farið harkalega niður eftir að þessi maður yfirtók kommentakerfið hjá þér.

Steini svarar alltaf með skítkasti og þar sem ég nenni ekki að svara skítkastinu hans við þessi skrif mín þá langar mig bara að segja:

Steini...hundskastu til að spamma þitt blogg sem enginn nennir að lesa því þú ert dónalegur og hundleiðinlegur !

Drullastu burt af þessu ágæta bloggi hans Ómars geðsjúklingurinn þinn !

runar (IP-tala skráð) 18.4.2013 kl. 09:58

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það er mikill misskilningur ef menn halda að hægt sé að segja hvað sem er í fjölmiðlum landsins og bloggsíður eru einnig fjölmiðlar:

"234. gr. Hver, sem meiðir æru annars manns með móðgun í orðum eða athöfnum, og hver, sem ber slíkt út, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 1 ári.

235. gr. Ef maður dróttar að öðrum manni einhverju því, sem verða myndi virðingu hans til hnekkis, eða ber slíka aðdróttun út, þá varðar það sektum eða fangelsi allt að 1 ári.

236. gr.ærumeiðandi aðdróttun höfð í frammi eða borin út gegn betri vitund, þá varðar það fangelsi allt að 2 árum.

aðdróttun birt eða borin út opinberlega, enda þótt sakaráberi hafi ekki haft sennilega ástæðu til að halda hana rétta, þá varðar það sektum eða fangelsi allt að 2 árum.

237. gr. Ef maður bregður manni brigslum án nokkurs tilefnis, þá varðar það sektum, þótt hann segi satt.&#147;

Almenn hegningarlög nr. 19/1940

Þorsteinn Briem, 18.4.2013 kl. 13:02

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

"runar",

Þú ert
aumingi og vesalingur sem skrifar undir dulnefni og hefur því engan rétt hér.

Ég gæti þess vegna fullyrt hér að þú sért barnaníðingur án þess að þú gætir gert eitthvað í því.

Þar að auki kemur þér ekkert við hverjir skrifa hér athugasemdir.

Og mér er nákvæmlega sama hvað þér eða einhverjum öðrum finnst um mínar athugasemdir.

Þorsteinn Briem, 18.4.2013 kl. 13:27

14 identicon

Ok Steini...þetta er í annað skiptið sem þú kemur með barnanýðinginn gegn mér, af sömu ástæðu...ég skrifa ekki undir dulnefni því nafn mitt er Rúnar.

Ef þú stæðir á móti mér þá efast ég um að þú hefðir skítkast þitt eftir því ef þú gerðir það þá væri lítið eftir af þér.

Þú skalt gæta orða þinna steini...þú veist ekki hvað þú getur kallað yfir þig þegar þú ferð ítrekað í barnanýðingslýsingarorðið !

Það getur ært óstöðugan helvítis drullukuntan þín

runar (IP-tala skráð) 18.4.2013 kl. 17:11

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

"runar",

Ég þakka hlý orð í minn garð.


Hvað hefur þú sjálfur skrifað hér um rafbíla?

Akkúrat ekki neitt.


"Rúnar" er einnig dulnefni, því fjölmargir heita því nafni, eins og þú veist  mæta vel.

Og sá sem kallar annan mann "geðsjúkling" og "helvítis drullukuntu" vegna skrifa um rafbíla og fleira skemmtilegt á annarra manna bloggum er klárlega sjálfur geðsjúklingur.

Þar að auki hótar þú mér líkamsmeiðingum.


Hins vegar hef ég aldrei verið barinn og rússneskir hundar hlaupa í burtu skelfingu lostnir þegar ég skamma þá á góðri skíðdælsku.

Þorsteinn Briem, 18.4.2013 kl. 19:56

16 identicon

Það er naumast! Best að koma með eitthvað uppbyggilegt: Jósef:

" Er ekki bara hægt að hafa þetta eins og með gaskútana?Þú ekur á bílnum úr Reykjavík til Selfoss Færð þar bara annan bíl og heldur áfram en skilur hinn eftir í hleðslu.Nei ég segi nú bara svona."

Ég er mikið búinn að pæla í þessu. Reyndar er Rvík-Selfoss ekkert mál, þessir bílar ættu allir að leika sér að fram&tilbaka og gott betur.
En fara hlutirnir ekki þannig í þróun að geymarnir verða svona eins og "kitt", og hægt að skipta út á 10 mín? Þá er alltaf í hleðslu á "pitstop".
Ég reyni að eiga alltaf hlaðið til á batterísborvélina. Þetta er bara stærra um sig.
Svo var bent á að nokkuð góð hleðsla tekur ekki of langan tíma, - rétt það sama og pissustopp og pulsa. Verst að sumar gerðir battería þurfa að tæmast og hlaðast svo alveg í fullt vegna endingar o.fl. En þá má hugsa sér varabatterí.
Einhvern veginn finnst mér vera óþægilega miklir fordómar út í þetta, og sumt gerir mann svartsýnan að auki. Allt of oft er farið út í svo margar gerðir að engin samræming næst. Hver man ekki eftir Betamax, VHS og V2000 þar sem einn hafði best á endanum, - nú eða því sem er í dag, - kindle og apple með rafrænu bækurnar. Of mörg kerfi í gangi.
Ef að rafbílaframleiðendur koma sér saman um rafhlöður sem eru kannski í e-k einingum og passa milli bíla er margt hægt.
En hræddur er ég samt um að þeir fengju þungaskatt, - ríkið vill jú fá sitt til vegagerðar. Því er um að gera að vera nógu fljótur til, á meðan það fattast ekki.....

Jón Logi (IP-tala skráð) 19.4.2013 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband